Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 61

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 61
jafnvel undandrátts. Hvar þessi prósenta ligg- ur er erfitt að meta og einfaldasta lausnin yrði að fara út í virðisaukaskattinn. Guðmundur: Við getum ekki sagt að einn skattur sé góður eða vondur, nema að bera hann saman við einhvern annan, sem gefur sömu heildarupphæð. Getum við fundið skatttegund, sem gefur sömu upphæð í skatttekjum, en hefur ekki jafn skaðleg áhrif? í því sambandi hljótum við að líta til virðisaukaskattsins, sem hægt er að framkvæma með ýmsum hætti. Með hreinum virðisaukaskatti myndu íslenzk fyrirtæki sleppa við ýmis gjöld, sem þau greiða núna. Útflutningurinn myndi t. d. ekki greiða uppsafnaðan söluskatt, vegna kaupa á vörum og þjónustu hér innanlands. Og með hreinum virðisaukaskatti myndu fyrirtækin ekki greiða söluskatt af fjárfestingarvörum sínum. f þessum tilfellum höfum við rætt um hrein- an virðisaukaskatt. Það er hann þó ekki alls staðar í löndunum umhverfis okkur. Hjörtur: Það væri fróðlegt að ræða dálítið nánar um virðisaukaskattinn og heyra t. d. álit Jóns á honum. Þú hefur talið ýmsa annmarka á að innleiða hann hér, Jón, og tekur þá mið af reynslunni á Norðurlöndum? Jón: Það leikur enginn vafi á, að virðisauka- skatturinn er í eðli sínu miklu ákjósanlegri skattur en söluskatturinn. Hann losar skatt- kerfið við ákveðna vankanta, sem eru þeim mun meir áberandi eftir því sem söluskatts- prósentan verður hærri. Hinu er svo ekki að levna, að umskinti milii tekjuöflunarkerfa af þessu tagi eru mikið mál. Það þarf mikið skipu- laes- og framkvæmdaátak til þeirra. f Noregi telja menn þennan skatt mun erfiðari og óörugg- ari í framkvæmd en gamli söluskatturinn hjá þeim revndist vera. Þetta er snurning um að vega og meta kosti og galla. Hún á þó ekki að hafa bein áhríf á ákvörðun um það, hvort taka skuli unp virðisaukaskatt. Miklu frekar er þetta snurning um, hversu fyrirhafnarmikið sé að gera bað og hvað þurfi svo að þessi skattheimta verði öruggari en sú skattheimta, sem við höf- um. b. e söluskattsheimtan. RrvnjAlfur: Att.u bá við skattaeft.irlitið? .Tón: .Tá. til dæmis. Og raunar fvrirhöfn. Aðal- andstæðingar virðisaukaskattsins í Danmörku á sínum tíma vom viðskintaaðilarnir eins og verzlunin. Hnn taldi, að af honum myndi stafa svo mikil fvrirhöfn og papnírsflóð. En þeir hafa nú sannfærzt. Því er ekki að levna, að mað virðisaukaskattinum rísa nv vandamái. Það verða til nviar aðferðir til undandráttar og til þess að mæta heim þarf nviar aðgerðir. Ég legg áher7lu á. að þetta er aðeins hát.tur, sem við yei-ífiiTn að hafa mið af í ákvörðuninni. Hiörtur: Mér svnist virðisaukaskatturinn hafa einna mesta bvðingu frá siónarmiði skattheimt- unnar. Hann hefur eiginlega innbvggt kerfi. sem ætti að draga miög úr undandrætti. Hann er greiddur stig af stigi og segja má, að hver hafi hemil á öðrum. .Téu: Já. Þetta eru einmitt þau rök, sem ails staðar hafa verið notuð. þar sem skatturinn hef- ur verið innleiddur í náerannalöndunum. En jafnframt hafa bessi rök revnzt vera háifgerð biéðsaea. Ptiórnmálamenn hafa notað þetta og svona má segia. að máiið líti út á blaði, en þeg- ar kemur út í framkvæmdina, þar sem einn Hjörtur: Ég tel, að virðisaukaskatt'arinn hafi þann mikla kost, að hann drcifist á milli margra aðila og hann verður að vissu leyti greiðslulega léttari á liverjum aðila fyrir sig. aðili gerir viðskipti við kunningja sinn, þá er allt til. Brynjólfur: Með virðisaukaskatti verður eftir- litskerfið óhjákvæmilega miklu umfangsmeira. Og kannski ekki síður hitt, sem menn vilja halda fram, að kosturinn við söluskattinn er sá, að með honum er hægt að halda mismun- andi skatti eftir vöru og þjónustu. Mér skilst, að í Bretlandi og víðar sé hann í þremur flokk- um eða svo. Annmarkinn á virðisaukaskatti er sá, að geta ekki mismunað á nauðsynjavöru, ef við teldum það æskilegt. Hjörtur: Ég tel, að virðisaukaskatturinn hafi þann mikla kost, að hann dreifist á milli margra aðila og hann verður að vissu leyti greiðslulega léttari á hverjum aðila fyrir sig. Guðmundur: Virðisaukaskatturinn er skattur, sem innheimtur er á mörgum stigum, andstætt söluskatti, sem innheimtur er á lokastigi. Ef við sleppum ýmsum fræðilegum vangaveltum, lend- ir virðisaukaskatturinn að lokum einungis á einkaneyzlunni og íbúðafjárfestingu. Þess vegna hef ég spurt forsvarsmenn fyrirtækja að því í mörg ár, af hverju þeir berðust ekki fyrir virð- isaukaskatti í stað þess að berjast á móti því að söluskatturinn hækki á t. d. vélum og tækj- um. Hjörtur: Ég er hlynntur virðisaukaskatti. Guðmundur: Já. Þið eruð fyrst að taka við ykkur núna. En við verðum líka að gera okk- ur grein fyrir, hvað þetta þýðir fyrir einstakl- ingana á móti. Það þarf að hafa hærri prósentu í hreinum virðisaukaskatti en í söluskatti vegna þess, að talsverður hluti fyrirtækjanna sleppur. Byrðin lendir því aðallega á einkaneyzlunni og íbúðafj árf estingu. Jón: Þarna yrði einfaldlega um tilflutning á skattbyrði að ræða. Guðmundur: Það sama gildir um virðisauka- skattinn, söluskattinn og skatta á einstakling- um, að þegar skattaprósentan fer upp, sleppa menn með ýmsu móti eins og fram hefur kom- ið í nágrannalöndunum. Þeir ríku sleppa með bví að flytjast til annarra landa, skrásetja sig í Sviss, og svo skiptast fyrirtækin á „ókeypis“ FV 10 1973 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.