Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 65

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 65
Fyrirtaehi.Herur, Htausta Fasteignasalan IVlordurveri: „Fasteignir við alira hæfi” Rætt við Hilmar Valdimarsson, fasteignasala Hilmar Valdimarsson, fastcignasali. Verð íbúða fer síhækkandi, og þörf á húsnæði á Stór- Reykjavíkursvæðinu er mjög mikil. Verð á 3ja herbergja íbúð hefur hækkað um 35-40% frá því á síðasta ári, og 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, sem kostaði 1600-1800 þúsund krónur fyrir IV2 ári, kostar nú um 3 milljónir króna til- búin. Hvað veldur þessum miklu hækkunum? Frjáls verzlun átti nýlega samtal við Hilmar Valdimarsson, fast- eignasala, og ræddi við hann um þessi mál. Sagði Hilmar, að þessar gíf- urlegu hækkanir á íbúðarverði stöfuðu m. a. af hækkunum á heimsmarkaði. Sagði hann einnig, að byggingarþörfinni á Stór-Reykjavíkursvæðinu væri alls ekki fullnægt, og síðast en ekki sízt hefði gosið í Vest- mannaeyjum í byrjun þessa árs hleypt verði íbúða nokkuð upp. Hilmar rekur fasteignasölu í Norðurveri við Hátún 4A í Reykjavík, og hefur hún verið starfrækt frá því árið 1965, en Hilmar hefur starfað við og rekið fasteignasölu s.l. 12 ár. Var fasteignasalan fyrst til húsa í eldri hluta hússins. en flutti síðan í nýrri hlutann fyr- ir um það bil 2 árum, þar sem hún hefur verið starfrækt síð- an. Eigendur fasteignasölunnar eru þeir Hilmar Valdimarsson og Jón Bjarnason hrl, en auk þeirra eru þar starfandi tveir sölumenn. Sagði Hilmar, að mjög dýrt væri að reka fast- eignasölu, og mætti nefna sem dæmi, að um 500 þúsund krón- ur færu í auglýsingakostnað árlega. Meðalverð á 2ja herbergja íbúð er nú 2.3-2.5 milljónir króna. 3ja herbergja íbúð kcst- ar 3.8-4 milljónir króna og 5 herbergja íbúð um 4y2 milljón. Miðað er við, að allar íbúðirn- ar séu í fjölbýlishúsi. Meðal- verð á íbúð í fullgerðu rað- húsi er nú um 6 milljónir, og verð á fullgerðu einbýlishúsi er milli 6 og 10 milljónir króna. , Eftirspurn eftir 2ja og 3ja þerbergja íbúðum er mikil, en þörfinni hefur ekki enn verið fullnægt. Sagði Hilmar, að eft- irspurn eftir íbúðum í ár hefði verið meiri en síðasta ár, og ekki væri nægilega mikið byggt á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Árin 1970-71 fór að gæta ör- ari hækkana á fasteignum en verið hafði. 1971 kostaði 2ja herbergja íbúð 1300-1500 þús- und krónur. Verð á 3ja her- bergja íbúð var 1600-1800 þús- und krónur, 4ra herbergja íbúð 2-2.2 milljónir og 5 herbergja íbúð kostaði 1971 2y2 milljón. Er miðað við verð á íbúðum í fjölbýlishúsum. Sem dæmi um, hve hækkun á fasteignum hef- ur verið ör síðustu árin, má nefna, að verð á 5 herbergja FV 10 1973 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.