Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 72

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 72
hins vegar tekið upp á því að haia opiö aiit áriö þar, með þvi að njóða íeröamonnum að dveija á hoteium staðar- ins iyrir náKvæmiega heim- ing þess verös, sem greitt er á aoarannatimanum. tLeiur þetta reynst vmsæit og geiið góða raun. Erienair lerðamenn og banaariKjamenn sjaiiir haía getaö notiö sumarieyía sinna í ivnami miKinn hiuta ársins íyrir mjog iágt verð á íyrsta ííokKs noteium án þess að kaina í íóiKsmergð og þeim ópægindum, sem því fyigir. Geta má þess, að nú i október og íram að jóium geta ísienzk- ir ierðamenn íerðast til Miami á vegum noítieiða, sem sam- eina sin lægstu vetrariargjoid lagum fiugxargjöidum innan Banaaríkjanna og iágum hótel- kostnaði, þannig aö útkoman verður svipuð og á sams konar ferðum tii bpánar. Miami, og Florida i heild, hafa ijoidann ailan af óvenju- legum og athygiisverðum stöð- um upp á að bjóða. í Miami og næsta nágrenni má nefna t. d. „Seaquarium", sem er stærsta sæúyrasafn í heimi, op- inn dýragarð, „Lion Country Safari“, þar sem hægt er að aka um í bifreiðum meðal villi- dýra. „Everglades“ er einn þekktasti þjóðgarður Banda- ríkjanna, þar sem náttúra og dýralíf hefur haldizt að mestu leyti óskert. Miami Beach er ekki sízt þekkt fyrir sjóskíðaíþróttina og sjóstangaveiðar, sem hægt er að stunda þar eins og menn lystir. Frá Miami er hægt að fara í ferðir til hins nýja Disney World í Orlando og Cape Kennedy geimferðastöðv- arinnar. Flestir munu kannast við undraland Disneys að minnsta kosti af afspurn, en fyrir skömmu var opnaður nýr slíkur skemmtigarður í Flor- ida, sem er öllu stærri og veg- legri en sá upprunalegi í Kali- forníu. Er Disney World sá staður, sem fólk flykkist til að sjá án tillits til aldurs. Einnig er boðið upp á skoðunarferðir til geimrannsóknastöðvarinn- ar á Kennedy-höfða, þaðan sem Bandaríkjamenn hafa skotið mörgum af sínum geimflaug- um á loft. Sem sagt, það^ vant- ar ekki viðfangsefni fyrir þá, sem vilja skoða sig um og kynnast nýjum og óvenjuleg- um hlutum. ÖLL HUGSANLEG ÞÆGINDI Þeir, sem vilja halda sig um kyrrt verða heldur ekki fyi'ir vonbrigðum. Mikill fjöldi góðra hótela liggur meðfram ströndum Miami. Miami er gróinn ferðamannastaður, þar sem séð er fyrir þörfum ferða- mannsins á allan hátt með öll- um hugsanlegum þægindum, sem ekki þekkjast annars stað- ar, en sem Bandaríkjamenn taka sem sjálfsagðan hlut. Miami Beach hefur frá upp- hafi verið byggð upp með það fyrir augum að þóknast vand- látum, efnuðum ferðamönnum og stórum ráðstefnuhöldum, þannig, að ferðamenn geta reitt sig á að verða ekki fyrir skipu- lags- eða húsnæðisvandamál- um, sem hrjá suma aðra ferða- mannastaði. Þar sem Miami er nálægt miðbaug er veðurfar þar nokk- uð jafnt allt árið í kring. Nokk- uð heitt getur verið yfir há- sumartímann, en ekki óþægi- lega heitt, þar sem rakastig er yfirleitt ekki hátt og mild haf- gola hjálpar til. Öll meiri hátt- ar hótel hafa loftkæld herbergi og sali, eina sundlaug eða fleiri og liggja niður að heitu Suður-Atlantshafi, sem er nokkuð heitara en Miðjarðar- haf. Miami Beach býður upp á fjölmarga næturklúbba með heimsfrægum skemmtikröftum og er sennilega vandleitað að fjölbreyttara næturlífi. Veitingahús á Miami Beach eru á heimsmælikvarða og er mikil fjölbreytni hvað matar- gerð og verð snertir. Eins og annars staðar í Bandaríkjunum er hægt að finna alla verð- og gæðaflokka af veitingastöðum. T. d. er hægt að borða sig íullsaddan af McDonalds ham- borgurum fyrir innan við einn dollar og upp í ljúffengar steikur, sem geta kostað allt að því jafn mikið og matur á veitingahúsum hér á íslandi. Sérstaklega ber að benda á hina sérstöku sjávarrétti, sem Miami er þekkt fyrir. HAGSTÆÐAR FERÐIR LOFTLEIÐA Loftleiðir hafa undanfarið boðið upp á hagstæðar ferðir til Miami. Ástæða er til að ætla, að þessar ferðir nái vin- sæidum hér. Mikill fjöldi ís- lendinga ferðast árlega erlend- is. Ekki er óeðlilegt að íslenzk- ir ferðamenn vilji snúa sér frá hinum hefðbundnu stöðum, sem þeir hafa farið til fram að þessu, og vilji kynnast ein- hverju nýju. Nú gefst almenn- ingi kostur á að kynnast Bandaríkjunum og bandarísku þjóðlífi á hagkvæman hátt. Fram að þessu virðist einkum þrennt hafa varnað íslenzkum ferðamönnum þess að ferðast til Bandaríkjanna: Hátt verð- lag, fjarlægðin, og rangar hug- myndir um þjóðfélagsvanda- mál Bandaríkjanna, sem vald- ið hafa því, að ekki er óalgengt, að fólk haldi, að einhver skálm- öld ríki þar. Tvö fyrstu vanda- málin eru yfirstigin með ódýr- um þotuferðum Loftleiða og hið þriðja mun hverfa, þegar íslendingar fara að kynnast Bandaríkjamönnum af eigin raun. 72 FV 10 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.