Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 74
ekki rétt innstillt á stjórnunar-
störf. Margir álíta að góð mennt
un hafi allt að segja en það er
hinn mesti misskilningur. Það
að geta unnið við stjórnun er
fyrst og fremst eiginleiki sem
byggist minna á skólalærdómi
en þjálfun. í Danmörku eru t. d.
50% stjórnenda fyrirtækja, sem
vel ganga, ómenntaðir.
Til að geta stjórnað þurfa
menn því að vera opnir, áhuga-
samir og drífandi. Maður þarf
stöðugt að vera leitandi og laus
við fordóma gagnvart nýjum
hugmyndum.
Það er ekki óalgengt að
stjórnendur fyrirtækja álíti að
fullkomnunin leysi allan vanda,
Það er líka misskilningur.
Aukning vinnuhraðans um
nokkrar sekúndur með því að
láta starfsmann vinna starf sitt
á einhvern annan hátt hefur
ekkert að segja. Það sem skipt-
ir máli er að gera rétta hluti,
en ekki að gera alla hluti rétt.
Það skiptir t. d. litlu máli að
finna góðar starfsaðferðir ef
lítil þörf er svo fyrir fram-
leiðsluna.
Til að bæta rekstur fyrirtæk-
isins, þarf fyrst að bæta stjórn-
anda þess. Fyrst þarf að losa
hann við fordóma, sem getur
verið mjög erfitt. Hann þarf að
vera reiðbúinn til að hlusta á
aðra og fallast á nýjar hug-
myndir, þó svo að þær falli ekki
saman við hans eigin, Síðan
þarf að kenna honum að sjá að-
alatriðin og forðast að kaffæra
sig í smáatriðum.
Ef við lítum á þau fyrirtæki,
sem bezt ganga, sjáum við að
þau eru nýtízkuleg og það ligg-
ur hugmyndaríki að baki starf-
semi þeirra. Framleiðsla þeirra
eða þjónusta er gjarnan svolítið
öðruvísi en keppinautanna. Það
er þess vegna gott fyrir stjórn-
endur að spyrja sjálfa sig:
Hvers vegna er ég að þessu?
Það eru allt of margir, sem að-
eins hugsa um stöðu sína innan
ákveðinnar viðskiptagreinar en
ekki hvaða gagn þeir eiga að
vinna þjóðfélaginu, og verða
svo gamaldags fyrir vikið.
Áætlanagerð nauðsynleg.
Það er einkennandi fyrir
marga stjórnendur fyrirtækja,
að þeir vaða blint áfram þar
til kassi fyrirtækisins er orð-
inn tómur. Þá fyrst fara þeir
að hagræða og þeirra vanda-
mál verða því að halda fyrir-
tækinu starfandi en ekki vax-
andi. Þess háttar „management
crises“ getur auðvitað ekki við-
gengizt til frambúðar.
Stjórnendum fyrirtækja er si-
fellt að verða ljóst að áætlun-
argerð er nauðsynleg. Það er
mikilvægl að stjórnandir.n líti
í kringum sig og hugsi sig um
áður en ákvarðanir eru teknar,
en að ekki sé beðið eftir ógöng-
unum. Mér virðist þetta ekki
sízt vera vandamál hér á fs-
landi.
Ríkið er nú að reyna að inn-
leiða hérna nýtt bókhaldskerfi
sem í mínum augum skiptir
engu máli. Ég tel það vera mik-
ilvægara að ríkið beiti sér fyr-
ir og auðveldi áætlanagerð fyr-
irtækja í stað þess að koma á
„sagnaritunar“ kerfi, sem orðið
er úrelt, enda búið til í Noregi
og Þýzkalandi fyrir stríð.
Skortur á áætlunargerðum á
vegum ríkisins háir auðvitað
áætlunargerðum fyrirtækja og
kemur þeim oft í vandræði. En
mér virðast augu stjórnmála-
manna vera að opnast fyrir
gildi áætlunargerða á vegum
ríkisins. Þá má einnig segja að
skortur á opinberum áætlunum
skapi enn meiri nauðsyn hjá
fyrirtækjum að gera áætlanir.
Sköpunarþörfin vandamál.
Velgengni fyrirtækis er nauð-
synleg tgott samband yfirmanna
við starfsfólk. Stjórnandi fyr-
irtækisins þarf að geta samein-
að tvenns konar hagsmuni.
Annars vegar er fyrirtækið,
sem þarf að lifa og vaxa og hins
vegar er starfsfólkið með sínar
þarfir. Stjórnandinn má aldr-
ei gleyma, að starfsfólk hans
eru manneskjur, sem verða að
finna, að á þær er litið sem
slíkar en ekki sem þræla.
Sú hugmynd að stjórnandinn
eigi að sýna vald sitt og halda
fjarlægð á milli sín og starfs-
fólks er úrelt. Góður stjórnandi
á að leggja sig fram við að
leysa vandamál og koma til
móts við starfsfólkið, en hann
verður einnig að gæta sín á því
að ganga ekki of langt, þannig
að árekstur verði á milli hagsl
muna.
Eitt vandamál, sem eykst
með aukinni menntun ungs
fólks, er að því finnst það ekki
vera nema ómerkilegur þátt-
ur í framleiðslunni. Það fær
ekki útrás fyrir sköpunarþörf
sína og finnur því til leiðinda
í starfi sínu. Fyrirtæki verða
þess vegna að leggja sig fram
við að auka fjölbreytni starfsins
eins og kostur er. Þetta er mik-
ið vandamál í iðnaði í dag, sem
nauðsynlegt er að finna lausn
á.
Verðlagseftirlit —
þjóðfélaginu til skaða.
Strangt verðlagseftirlit er að-
eins bráðabirgðalausn, sem ætl-
að er að bjarga skinni stjórn-
málamanna. í því felst engin
framtíðarlausn, hvorki fyrir
neytendur, fyrirtæki eða þjóð-
félagið í heild, heldur veldur
það beinum skaða. Það þvingar
fyrirtæki til að hætta fram-
leiðslu á vörum, sem dýrari eru
í framleiðslu auk þess sem gæði
geta minnkað. Þetta kemur
fyrst og fremst niður á neyt-
endum. Auk þess held ég, að
ströng verðgæzla sé mjög veikt
vopn í baráttunni gegn verð-
bólgu. Er þar handhægast að
nefna ísland sem dæmi. Við
búum í þjóðfélagi þar sem
stöðugar framfarir eru og þess
vegna á ríkið ekki að binda at-
hafnalífið niður með óþarfa af-
skiptum.
Þetta leiðir mig inn á ann-
að atriði ekki óskylt og sem
ekki er óþekkt á Islandi, en það
er aðstoð ríkisins við einstök
fyrirtæki. Það getur á ákveðn-
um stöðum verið nauðsynlegt
atvinnulífi að ríkið hlaupi und-
ir bagga, en það getur einnig
haft slæmar afleiðingar ef
stjórnendur venja sig á að leita
stöðugt til ríkisins þegar ilia
gengur. Það skapar ákveðna
værukærð, og leiðir til skrif-
finnsku. Stjórnendur verða að
leggja megin áherzlu á að
hjálpa sér sjálfir eins og sjó-
maðurinn, sem biður ekki um
meðbyr heldur lærir að sigla,“
sagði próf. Hansen oð lokum.
74
FV 10 1973