Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 7
Þing Alþýðusambands Islands verður haldið á næsta ári og eru verka- lýðsforingjarnir þegar komnir í vígahug enda búizt við miklum átökum við kosningu forseta og sambandsstjórnar. Kommúnistar í verka- lýðsfélögimum hafa al- gjörlega snúið baki við Birni Jónssyni, sem verð- ur nú að treysta á fylgi annarra en kommúnist- anna í samtökun'um, ætli hann sér að ná endur- kjöri. Er það tvísýnt spil, því að ekki er vitað gjörla imi afstöðu þeirra Framsóknarmanna í verkalýðsforustunni, sem hafa staðið vinstra meg- in í fylkingunni til þessa. Kommúnistar eru þegar farnir að reka áróður fyrir forsetaefni sínu, sem er Benedikt Davíðs- son, trésmiður. Ríkisstjórnin hefur í hyggju að hefja öfluga kynningu á útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur innan skamms. Ráðamenn þjóðarinnar hafa notað viðræðufundi með fulltrúum erlendra ríkisstjórna til þessa að undanförnu en nú er ver- ið að vinna ítarlega dag- skrá fyrir þetta kynning- arstarf og er sennilegt að sérstökum fulltrúa ríkis- stjórnarinnar verði falið að ferðast milli höfuð- borga þeirra þjóða, sem helztra hagsmuna eiga að gæta á íslandsmiðum, og skýra fyrir þeim sjónar- mið okkar í málinu. Einar Ágústsson ákvað loks að þiggja boð Sovét- manna um opinbera heimsókn til Moskvu en það hefur staðið nú í nokkur ár. Er þetta gert til að friða Rússana, sem hafa talið sig fara halloka í viðleitni sinni til að láta nokkurt jafn- vægi ríkja í samskiptum íslands og Sovétríkjanna annars vegar og Banda- ríkjanna og íslands hins vegar. Þegar Sisco, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom hing- að í heimsókn fyrir nokkru, var fulltrúum Sovétríkjanna nóg boðið og fór sovézki sendiherr- ann persónulega til fund- ar við hinn bandaríska starfsbróður sinn til að tjá honum áhyggjur sín- ar út af þessu og enn- fremur kvartaði hann við íslenzka utanríkisráðu- neytið út af heimsókn Siscos. Sjálfstæðismenn á fyrra þingi létu jafnan sem þeir vildu Fram- kvæmdastofnun ríkisins feiga. Nú hefur annað komið í ^jós og mun stefnubreytmgin orsak- ast af því, að sam- starfsflokkurinn í ríkis- stjórn vill ekki farga þessu óskabarni sínu. Þá vegur líka þungt, að Framsóknarþingmaður- inn Tómas Árnason vill ekki missa stöðu fram- kvæmdastjóra hjá stofn- uninni. Þess vegna verða lög stofnunarinnar nú endurskoðuð og gerðar einhverjar breytingar á henni. Af hálfu þing- flokks Sjálfstæðisflokks- ins munu þeir Ingólfur Jónsson og Sverrir Her- mannsson hafa verið kjörnir til að annast þessa endurskoðun og finnst mörgum því skrít- ið að Ingólfur skuli nú vera orðinn stjórnarfor- maður Framkvæmda- stofnunar og Sverrir for- stjóri! Dráttur varð á af- greiðslu breytingar á lög- um um útvarpsráð nú fyrir jólin og því kennt um að fjárlögin hefðu tekið allan tíma þing- manna og þeir því ekki getað sett sig nægilega vel inn í útvarpsmálin til að ræða þau samhliða. Þetta mun vera hluti af skýringunni en aðalá- stæðan ku þó sú, að í þingliði Framsóknar- flokksins var ágreiningur um málið. Helztu for- ystumenn Framsóknar standa þó heils hugar að breytingunni og ber þar fyrstan að nefna for- mann þingflokksins, Þór- arin Þórarinsson enda ætlar hann líka að verða formaður útvarpsráðsins nýja. Flugleiðir og Air Vik- ing heyja nú harða sam- keppni á orlofsferðamark- aðinum og kemur þetta greinilega fram í auglýs- ingum á Kanaríeyjaferð- um. Air Viking annast flutninga fyrir Álþýðuor- lof, ferðaskrifstofu laun- þegasamtakanna, og sýn- ist mönnum sem skyld- leiki þessara fyrirtækja sé orðinn talsverður. V erkalýðsf or ing j arnir kunna vel við sig í ferða- mennskunni og fóru 60 þeirra í boðsferð með Air Viking til Kanaríeyja fyrir nokkru. FV 1 1975 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.