Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 33

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 33
Úr vélasal prjónastofu Iðunnar á Seltjarnarnesi en skrifstofurnar eru á efstu hæð hússins og er hún um 7% hússins í heild. Útflutningsmið- stöð iðnaðarins leigir þar 3 herbergi ásamt aðstöðu í al- menningi. Nefndar og stjórnarstörf. Fulltrúar félagsins eiga sæti í fjölda nefnda og þá sérstak- lega þeirra er fjalla um mál- efni iðnaðarins. í þessu sam- bandi er helzt að geta lána- sjóða iðnaðarins og ýmissa nefnda á vegum hins opin- bera, svo sem verðilagsnefnd- ar og vinnunefnda á sviði tollamála. Iðngreinanefndir. Félagið hefur tekið virkan þátt í þeim iðngreinaathugun- um, sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum og því starfi er fylgdi í kjölfarið, innan fyrirtækjanna. Hér ber sérstaklega að geta þriggja iðngreina, þar sem þessi störf eru lengst á veg komin, málm- iðnaðar, fataiðnaðar sælgætis- iðnaðar og húsgagnaiðnaðar. Kjaramál. Árið 1971 gekk félagið _ í Vinnuveitendasamband ís- lands. Síðan hefur félagið samið við samtök laumþega, sem starfa hjá iðnrekendum, í samvinnu við Vinnuveitenda- sambandið. Félagið veitir með- limum sínum margháttaða þjónustu á sviði kjaramála, til dæmis með því að senda launataxta, skrá yfir launa- tengd gjöld, og túlkun kjara- samninga. Davíð Sch. Thorsteinsson, form. F.I.I., Haukur Björnsson, frkvstj. og Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður iðnþróunarnefndar í heim- sókn hjá Vífilfelli Tengsl við liagsmunafélög. Félagið hefur náin tengsl við önnur innlend hagsmunafélög, en þó sterkust^ við Vinnuveit- endasamband fslands á sviði kjaramála. Formaður félagsins situr þar í stjórn. Einnig hefur félagið náin og góð tengsl við> hliðstæð félög á Norðurlöndum og hafa fulltrúar farið héðan á árlegt iðnrekendamót Norð- urlanda. Verður þannig mót haldið hér á landi næsta haust. Norrænu iðnrekendafélögin hafa veitt F.Í.I. margvíslega aðstoð og fyrirgreiðslu. Þá leit- ast félagið við að halda sem nánustu sambandi við Lands- samband iðnverkafólks, Iðju og önnur stéttarfélög. Einnig hefur félagið átt gott samstarf við samtök annarra atvinnu- vega. Islenzkur fatnaður Félagið hefur staðið fyrir fatakaupstefnum vor og haust undanfarin 6 ár. Hafa sýnend- ur jafnan verið um 20 talsins og eru kaupstefnurnar orðnar fastur þáttur í sölukerfi fyrir- tækjanna. Hagsveifluvog iðnaðarins. í samvinnu við Landssam- band iðnaðarmanna vinnur fé- lagið að upplýsingasöfnun frá iðnfyrirtækjum. Er hún fram- kvæmd ársfjórðungslega og spurt þar um breytingu á flest- um atriðum í rekstri fyrirtækj- anna. Niðurstöðurnar eru not- FV 1 1975 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.