Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 34
aðar við skýrslu- og áætlana-
gerð, m. a. hins opinbera og
eru mjög mikilvægar í heim
tilgangi. Lítið er um upplýs-
ingasöfnun frá iðnaðinum, en
vonandi verður bætt úr því í
náinni framtíð.
Umbúðasamkeppni.
Annað hvert ár efnir félagið
til umbúðasamkeppni. Berast
þangað 50-60 umbúðir, sem
teknar hafa verið í notkun
undanfarin tvö ár. Dómnefnd
skipuð 7 aðilum, sérfræðingum
á sínu sviði, dæmdir síðan
umbúðirnar og veitir viður-
kenningar. Tilgangurinn er sá,
að hvetja til hönnunar og
framleiðslu betri og fallegri
umbúða. Frá því að umbúða-
samkeppnin var haldin fyrst,
hafa orðið umtalsverðar fram-
farir á þessu sviði. Telja kunn-
ugir að umbúðasamkeppnin
hafi átt þátt í þeim framför-
um
Hagtölur iðnaðarins.
Félag íslenzkra iðnrekenda
gefur árlega út bækling er
nefnist „Hagtölur iðnaðarins“
er hefur að geyma margs kon-
ar talnalegar upplýsingar um
iðnaðinn, aðra atvinnuvegi og
bjóðarbúið í heild. Er bækling-
urinn í því formi að hentugt
er að hafa hann á sér hvar
sem er. Á síðasta ári var gerð
sú nýbreytni að gefa einnig
út vasadagatal og þótti það
takast svo vel, að það hefur
verið gefið út aftur í ár.
Útfl’utningsmiðstöð
iðnaðarins.
Árið 1969 stofnaði F.Í.I. sér-
staka útflutningsskrifstofu,
sem síðan varð sjálfstæð stofn-
un 1971. Hafa tengsl félagsins
við Útflutningsmiðstöðina frá
upphafi verið mikil enda á-
vallt í sama húsnæði og hvers
konar samvinna mjög góð. í
stjórn Útflutningsmiðstöðvar-
innar sitja tveir fulltrúar F.Í.I.,
beir Bjarni Björnsson, sem er
formaður stjórnarinnar, og
Davíð Seh. Thorsteinsson.
Sýningarstörf.
Félaginu er ljós nauðsyn á
kynningu ísl. iðnvarnings hér-
lendis og erlendis. Þess vegna
hefur félagið tekið þátt í og
staðið fyrir sýningum með
því markmiði. Stærsta skrefið
þar er eflaust Iðnkynningin
sem haldin var 1968 í sam-
vinnu við Landssamband iðn-
aðarmanna. Síðan hefur félag-
ið átt hluta af sýningaráhöld-
um er hafa verið leigð út. Þá
átti félagið mikinn þátt í stofn-
un Vörusýningarnefndar árið
1956, sem stuðlar að sýningu
á íslenzkum vörum erlendis.
Formaður nefndarinnar hefur
frá upphafi verið Gunnar J.
Friðriksson, fyrrverandi for-
maður F.Í.I.
Iðngarðar.
Fyrir hönd meðlima tók fé-
lagið þátt í byggingu verk-
smiðjuhúsnæðis, Iðngarða, við
Skeifuna í Reykjavík. Varð sú
ráðagerð eflaust lyftistöng fyr-
ir ýmsa félagsmenn til þess að
eignast húsnæði. Mun nú vera
á döfinni að hefjast handa við
annan áfanga Iðngarða.
TÖLVUBÚKHALD
VEITIR
UPPLÝSINGAR
Hvemig gengur tölvubókhaldið íyrir sig?
1. Á skrifstofu yðar fer fram fœrslumerking í sér-
staka tölvudagbók.
2. Þér afhendið okkur aðeins frumrit tölvudagbókar,
en engin fylgiskjöl.
3. Við götum fcerslurnar í gatastrimil, sem lesinn er
inn d tölvu. Eftir 10-12 daga fáið þér í hendur
bókhaldsútskrift og rekstrar- og efnahagsyfirlit.
Tölvan vinnur hraðar og öruggar en maðurinn. Þessi
tölvubókhaldsþjónusta er ódýr, en aðalkosturinn er
að hin daglega bókhaldsvinna verður auðveldari og
veitir stjómendum verðmœtar upplýsingar fyrr en
áður.
Við þjónum íyrirtœkjum um land allt.
Veitum alla nauðsynlega aðstoð í byrjun.
Hringið eða skriíið og biðjið um kYnningarbœkling.
TÖLVÍS HF.
HAFNARSTRÆTI 18, REYKJAVÍK. SÍMI 22-4-77.
34
FV 1 1975