Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 35

Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 35
Staða iðnaðarins 1974 Framleiðsluaukningin helmingi minni en milli ára 1972 -1973 Sum iðnfyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki vegna óvissu framundan Viðtal við Hauk Björnsson, framkvæmdastjóra Félags ísl. iðnrekenda „Framleiðsluaukning í greinum framleiðsluiðnað ar er mjög áberandi minni á árinu 1974 en á næstu árum á undan. Þannig var framleiðslu aukningin jmilli áranna 1972 og 1973 8-10% en á fyrri helmingi 1974 var hún aðeins 4-4,5% miðað við sama tíma 1973, og ég hygg að hlut- fallið hafi verið nokkurn veginn hið sama seinni helming ársins í fyrra.“ Þannig lýsir Haukur Björns- son, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, stöðu ís- lenzks framleiðsluiðnaðiar um þessar mundir í viðtali, sem Frjáls verzlun átti við foann nýlega. Og um orsakir íþess- arar neikvæðu þróunar sagði Haukur: „Aðstaða íslenzks iðnaðar í samkeppni við erlendar fram- leiðsluvörur versnaði mjög í fyrra. Það var alþjóðleg sveifla til hækkunar á verði hráefna og við slík skilyrði standa íslenzku iðnfyrirtækin mjög illa að vígi. Vegna smæð- ar sinnar njóta þau verri kjara, en erlend iðnfyrirtæki, þegar svo stórfelldar hækkanir eiga sér stað. Gengisfellingin síðla sumars 1974 bætti ekki samkeppnis- aðstöðu iðnaðarins nægilega frekar en að ‘hún leysti vanda sjávarútvegsins. Afleiðingin af þessari löku útkomu er svo sú, að mannaflaaukningin í iðnaðinum er minni á milli tveggja síðustu ára en verið hefur nú um nokkurt ára'bil. Þetta 'er geysialvarlegt mál, þar sem vitað er, að iðnaður- inn þarf í síauknum mæli að taka við nýjum starfskrafti á vinnumarkaði hérlendis. Þvert á móti hafa sum iðnfyrirtækin nú sagt upp starfsfólki vegna óvissunnar framundan, þó aði enn hafi að vísu ekki komið til þess, að fólk væri látið hætta störfum." F.V.: „Hvaða erlendar hrá- efnishækkanir hafa komið einna verst við íslenzku iðn- fyrirtækin?“ Haukur: „Þessar hækkanir hafa verið á mjög víðu sviði. OlíUhækkanir hafa haft áhrif í plastiðnaði og ýmsum efna- vöruiðnaði. Timburskortur hefur valdið miklum hækkun- um á hráefnum til trjávöru- iðnaðarins, sykurinn til sæl- gætisiðnaðarins varð fjórfalt dýrari á árinu 1974 en áður og þannig mætti lengi telja. Fosfór, sem mikið er notaður í hreinlætisvörur og áburð hækkaði gífurlega í verði og verð á margs konar landbún- aðarvörum hefur rokið upp úr öllu valdi. Hækkanirnar hafa verið al- mennar og komið sér mjög illa. Samstaða olíuframleiðslu- ríkjanna í O.P.E.C.- samtök- unum hefur orðið öðrum fram- leiðendum fordæmi. Þannig hafa sykurframleiðendur í Suð- ur-Ameríku, sem framleiða um 60% alls sykurs í heiminum, uppi áform um að mynda sterk hagsmunasamtök. Þessi þróun getur reynzt okkur þung í skauti á komandi tím- um. En það eru aðrir þættir en hráefnishækkanir, sem auka á vandamálin hjá íslenzkum framleiðsluiðnaði. Erlendir framleiðendur hafa veitt harðnandi samkeppni, þannig að t. d. sælgætisiðnaðurinn innlendi hefur ekki treyst sér til að hækka vöruverð eins og hækkanir á hráefni gefa tilefni til. Innflutningskvótar í húsgagnaiðnaði hafa verið felldir niður og sementskvótar afnumdir. Allt þetta veldur mikilli óvissu.“ Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda. FV 1 1975 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.