Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 35

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 35
Staða iðnaðarins 1974 Framleiðsluaukningin helmingi minni en milli ára 1972 -1973 Sum iðnfyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki vegna óvissu framundan Viðtal við Hauk Björnsson, framkvæmdastjóra Félags ísl. iðnrekenda „Framleiðsluaukning í greinum framleiðsluiðnað ar er mjög áberandi minni á árinu 1974 en á næstu árum á undan. Þannig var framleiðslu aukningin jmilli áranna 1972 og 1973 8-10% en á fyrri helmingi 1974 var hún aðeins 4-4,5% miðað við sama tíma 1973, og ég hygg að hlut- fallið hafi verið nokkurn veginn hið sama seinni helming ársins í fyrra.“ Þannig lýsir Haukur Björns- son, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, stöðu ís- lenzks framleiðsluiðnaðiar um þessar mundir í viðtali, sem Frjáls verzlun átti við foann nýlega. Og um orsakir íþess- arar neikvæðu þróunar sagði Haukur: „Aðstaða íslenzks iðnaðar í samkeppni við erlendar fram- leiðsluvörur versnaði mjög í fyrra. Það var alþjóðleg sveifla til hækkunar á verði hráefna og við slík skilyrði standa íslenzku iðnfyrirtækin mjög illa að vígi. Vegna smæð- ar sinnar njóta þau verri kjara, en erlend iðnfyrirtæki, þegar svo stórfelldar hækkanir eiga sér stað. Gengisfellingin síðla sumars 1974 bætti ekki samkeppnis- aðstöðu iðnaðarins nægilega frekar en að ‘hún leysti vanda sjávarútvegsins. Afleiðingin af þessari löku útkomu er svo sú, að mannaflaaukningin í iðnaðinum er minni á milli tveggja síðustu ára en verið hefur nú um nokkurt ára'bil. Þetta 'er geysialvarlegt mál, þar sem vitað er, að iðnaður- inn þarf í síauknum mæli að taka við nýjum starfskrafti á vinnumarkaði hérlendis. Þvert á móti hafa sum iðnfyrirtækin nú sagt upp starfsfólki vegna óvissunnar framundan, þó aði enn hafi að vísu ekki komið til þess, að fólk væri látið hætta störfum." F.V.: „Hvaða erlendar hrá- efnishækkanir hafa komið einna verst við íslenzku iðn- fyrirtækin?“ Haukur: „Þessar hækkanir hafa verið á mjög víðu sviði. OlíUhækkanir hafa haft áhrif í plastiðnaði og ýmsum efna- vöruiðnaði. Timburskortur hefur valdið miklum hækkun- um á hráefnum til trjávöru- iðnaðarins, sykurinn til sæl- gætisiðnaðarins varð fjórfalt dýrari á árinu 1974 en áður og þannig mætti lengi telja. Fosfór, sem mikið er notaður í hreinlætisvörur og áburð hækkaði gífurlega í verði og verð á margs konar landbún- aðarvörum hefur rokið upp úr öllu valdi. Hækkanirnar hafa verið al- mennar og komið sér mjög illa. Samstaða olíuframleiðslu- ríkjanna í O.P.E.C.- samtök- unum hefur orðið öðrum fram- leiðendum fordæmi. Þannig hafa sykurframleiðendur í Suð- ur-Ameríku, sem framleiða um 60% alls sykurs í heiminum, uppi áform um að mynda sterk hagsmunasamtök. Þessi þróun getur reynzt okkur þung í skauti á komandi tím- um. En það eru aðrir þættir en hráefnishækkanir, sem auka á vandamálin hjá íslenzkum framleiðsluiðnaði. Erlendir framleiðendur hafa veitt harðnandi samkeppni, þannig að t. d. sælgætisiðnaðurinn innlendi hefur ekki treyst sér til að hækka vöruverð eins og hækkanir á hráefni gefa tilefni til. Innflutningskvótar í húsgagnaiðnaði hafa verið felldir niður og sementskvótar afnumdir. Allt þetta veldur mikilli óvissu.“ Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda. FV 1 1975 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.