Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 57
Bolungarvík - útgerðarstaður síðan á landnámsöld Rætt vift Gu5nrsund Kristjánsson, bæjarstjóra Bolungarvík er rótgróinn útgerðarstaður, því að í Landnámu getur um, að Þuríður sundaíyllir hafi ásamt syni sín'um numið land á Vatnsnesi í Bolungarvík, líklega í lok landnámsaldar, og hófst útgerð þaðan í hennar tíð. Æ síðan hefur verið verstöð í Bolungarvík og um tíma líklega sú stærsta á landinu. Guðmundur Kristjánsson, hæjarstjóri. Nýja ráðhúsið í Bolung- arvík í baksýn. Árið 1903 var fyrsti mótor- bátur á landinu gerður þaðan út, Stanley frá ísafirði. Þá bjuggu um 200 manns í Bol- ungarvík. Útgerðarmenn stærri árabáta voru fljótir að taka við sér þegar þeir sáu yfirburði Stanleys og settu vélar í báta sína. Fylgdi mik- ill fjörkippur í kjölfar þeirrar byltingar og strax árið 1910 voru íbúarnir orðnir um þús- und. AFLEIT HAFNARSKILYRÐI. Skömmu eftir það fór aftur að draga úr vexti staðarins og skeði það jafnhliða að bátar flotans fóru stækkandi. Vegna afleitra hafnarskilyrða af nátt- úrunnar hendi áttu bátar erf- iðara með að athafna sig þar eftir því sem þeir urðu stærri og varð því auðveldara að gera þá út frá öðrum stöðum. Hafði þetta mjög neikvæð á- 'hrif á staðinn, jafnvel þótt fljótlega væri byrjað á hafnar- bótum eftir að ljóst varð í ’hvaða átt stefndi, eða 1911. Upp úr 1950 fór svo aftur að fjölga í Bolungarvík og um leið og fólki fækkaði að með- altali um 30% á Vestfjörðum á u. þ. b. tveim næstu ára- tugum, fjölgaði Bolvíkingum um 50% og hafa nú aftur náð fyrra hámarki í íbúafjölda, sem var árið 1910. Þessar upp- lýsingar komu fram í viðtali FV við bæjarstjórann, Guð- mund Kristjánsson. MIKIÐ BÝGGT. Síðan 1950 hafa bygginga- framkvæmdir nær stanslaust verið í gangi á staðnum og jafnhliða nokkur breyting á byggðarlaginu. Íbúðabyggðin, sem áður var með strandlengj- unni, er að fjarlægjast hana. Fyrsti skipulagsuppdráttur að Bolungarvík var gerður ‘29 og var unnið skv. honum til 1945, að mikil breyting varð á skipu- lagi staðarins þar sem hætt var þá við að grafa höfnina inn í landið en þess í stað á- kveðið að byggja hana út í sjó- inn. Síðan þá hefur verið unn- ið eftir rammaskipulagi, en sá rammi er nánast fylltur svo nú þarf að fara að taka fyrir ný byggingarsvæði. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá nýju aðalskipulagi á þessu ári og verði ný byggð skipulögð sunn- an Hólsár, en nægt undirlendi er í nágrenni Bolungarvíkur. BRIMBR J ÓTURINN. Af hafnarframkvæmdum má það segja, að þær hófust strax árið 1911, og munu margir þekkja söguna af brimbrjótn- um við Bolungarvík. Kom það fyrir, að það, sem byggt var upp af honum að sumri, hyrfi í fyrsta alvöru vetrarveðrinu. Olli þetta byggðarlaginu miklu tjóni, þótt ríkið bætti að nokkru, því þetta dró á lang- inn að fullkomnari og stærri bátar fengju athvarf í Bolung- arvík. Með bættri tækni og aukinni verkmenntun, tókst svo að byggja varanlegan brimbrjót árið 1960. Var það mikill áfangi í hafn- armálum staðarins og ekki sið- ur áfanginn sem náðist árið 1973, er höfnin komst í það horf, að Bolungarvíkurbátar þurftu ekki lengur að flýja til Isafjarðar í var, ef veruleg veður gerði. Þrátt fyrir þessa áfanga eru Bolvíkingar nú aft- ur komnir i vandræði með hafnarmál sín, því verið er að kaupa nýjan skuttogara til staðarins, sem er svo stór, að hann getur ekki athafnað sig í höfninni nema við beztu skil- yrði, bæði til veðurs og sjávar- falla. Vantar hann viðlegupláss og meira dýpi inn i höfninni, auk dýpri innsiglingu. Bolvikingar eiga einnig ann- að stórt fiskiskip í smiðum, en FV 1 1975 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.