Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 57
Bolungarvík - útgerðarstaður síðan á landnámsöld Rætt vift Gu5nrsund Kristjánsson, bæjarstjóra Bolungarvík er rótgróinn útgerðarstaður, því að í Landnámu getur um, að Þuríður sundaíyllir hafi ásamt syni sín'um numið land á Vatnsnesi í Bolungarvík, líklega í lok landnámsaldar, og hófst útgerð þaðan í hennar tíð. Æ síðan hefur verið verstöð í Bolungarvík og um tíma líklega sú stærsta á landinu. Guðmundur Kristjánsson, hæjarstjóri. Nýja ráðhúsið í Bolung- arvík í baksýn. Árið 1903 var fyrsti mótor- bátur á landinu gerður þaðan út, Stanley frá ísafirði. Þá bjuggu um 200 manns í Bol- ungarvík. Útgerðarmenn stærri árabáta voru fljótir að taka við sér þegar þeir sáu yfirburði Stanleys og settu vélar í báta sína. Fylgdi mik- ill fjörkippur í kjölfar þeirrar byltingar og strax árið 1910 voru íbúarnir orðnir um þús- und. AFLEIT HAFNARSKILYRÐI. Skömmu eftir það fór aftur að draga úr vexti staðarins og skeði það jafnhliða að bátar flotans fóru stækkandi. Vegna afleitra hafnarskilyrða af nátt- úrunnar hendi áttu bátar erf- iðara með að athafna sig þar eftir því sem þeir urðu stærri og varð því auðveldara að gera þá út frá öðrum stöðum. Hafði þetta mjög neikvæð á- 'hrif á staðinn, jafnvel þótt fljótlega væri byrjað á hafnar- bótum eftir að ljóst varð í ’hvaða átt stefndi, eða 1911. Upp úr 1950 fór svo aftur að fjölga í Bolungarvík og um leið og fólki fækkaði að með- altali um 30% á Vestfjörðum á u. þ. b. tveim næstu ára- tugum, fjölgaði Bolvíkingum um 50% og hafa nú aftur náð fyrra hámarki í íbúafjölda, sem var árið 1910. Þessar upp- lýsingar komu fram í viðtali FV við bæjarstjórann, Guð- mund Kristjánsson. MIKIÐ BÝGGT. Síðan 1950 hafa bygginga- framkvæmdir nær stanslaust verið í gangi á staðnum og jafnhliða nokkur breyting á byggðarlaginu. Íbúðabyggðin, sem áður var með strandlengj- unni, er að fjarlægjast hana. Fyrsti skipulagsuppdráttur að Bolungarvík var gerður ‘29 og var unnið skv. honum til 1945, að mikil breyting varð á skipu- lagi staðarins þar sem hætt var þá við að grafa höfnina inn í landið en þess í stað á- kveðið að byggja hana út í sjó- inn. Síðan þá hefur verið unn- ið eftir rammaskipulagi, en sá rammi er nánast fylltur svo nú þarf að fara að taka fyrir ný byggingarsvæði. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá nýju aðalskipulagi á þessu ári og verði ný byggð skipulögð sunn- an Hólsár, en nægt undirlendi er í nágrenni Bolungarvíkur. BRIMBR J ÓTURINN. Af hafnarframkvæmdum má það segja, að þær hófust strax árið 1911, og munu margir þekkja söguna af brimbrjótn- um við Bolungarvík. Kom það fyrir, að það, sem byggt var upp af honum að sumri, hyrfi í fyrsta alvöru vetrarveðrinu. Olli þetta byggðarlaginu miklu tjóni, þótt ríkið bætti að nokkru, því þetta dró á lang- inn að fullkomnari og stærri bátar fengju athvarf í Bolung- arvík. Með bættri tækni og aukinni verkmenntun, tókst svo að byggja varanlegan brimbrjót árið 1960. Var það mikill áfangi í hafn- armálum staðarins og ekki sið- ur áfanginn sem náðist árið 1973, er höfnin komst í það horf, að Bolungarvíkurbátar þurftu ekki lengur að flýja til Isafjarðar í var, ef veruleg veður gerði. Þrátt fyrir þessa áfanga eru Bolvíkingar nú aft- ur komnir i vandræði með hafnarmál sín, því verið er að kaupa nýjan skuttogara til staðarins, sem er svo stór, að hann getur ekki athafnað sig í höfninni nema við beztu skil- yrði, bæði til veðurs og sjávar- falla. Vantar hann viðlegupláss og meira dýpi inn i höfninni, auk dýpri innsiglingu. Bolvikingar eiga einnig ann- að stórt fiskiskip í smiðum, en FV 1 1975 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.