Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 59

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 59
Séð til Bolungarvíkur í sfuniarblíðu. fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. á staðnum, er stærsti hlut- hafi í báðum. Vonaðist bæjar- stjóri til að stjórnvöld sæju nauðsyn þess að bæta aðstöðr una fyrir þessi skip í heima- höfn. GATNAGERÐABÁÆTLUN. Heildaráætlun um varan- lega gatnagerð í Bolungarvík ‘hefur nýlega verið gerð og miðað við hana er gert ráði fyr- ir að það muni kosta um 98 milljónir að fullgera þá tæpa sjö kílómetra gatna, sem eru í bænum. Unnið var sam- kvæmt þessari áætlun í sumar, lagt á aðalgötuna og tengigöt- ur við Hafnargötuna. Bolung- arvíkurkaupstaður er aðili að Átaki S. T. Á., sem er sam- starfsfélag sveitarfélaga á Vestf jörðum um varanlega gatnagerð. Helsta bygging á vegum bæjarins nú, er bygging sund- laugar, se-m byrjað var á 1971 og er mikið mannvirki. Fram- kvæmdin er mjög kostnaðar- söm að sögn bæjarstjóra, en hann vonast þó til að 'hún komist í gagnið á næsta ári. Fyrsta kolahitaða sundlaugin á landinu var byggð í Bolungar- vík 1929, en hún var orðin úr- elt og of dýr í rekstri. Á síðasta ári var byrjað á í- búðum skv. lögum um leigu- íbúðir og er búið að semja um níu þannig auk þriggja íbúða á vegum verkamannabústaða, og verða sex íbúðir væntan- lega tilbúnar á þessu ári. Bú- ið er að sækja um að fá að byggja fleiri íbúðir skv. þess- um lögum. Til skamms tíma voru aðeins byggð einbýlishús í bænum, eða þar til Jón Frið- geir Einarsson, byggingaverk- taki, fór að byggja fjórbýlis- hús með söluíbúðum, en hann byggir einnig einbýlishús og önnur hús fjrrir staðarmenn. Ekki má svo skilja við bygg- ingaframkvæmdir í Bolungar- vik að ekki sé minnst á ráð- hús staðarins, sem er nýrisið og tekið í notkun að verulegu leyti. Fyrir frumkvæði sveitar- stjórnar Hólshrepps náðist Óshiíðar- vegurinn Óshlíðarvegurinn, sem opnað- ur var milli Bolungarvíkur og Hnífsdals árið 1950, er eina samgönguleið Bolvíkinga á landi, en ýmsir erfiðleikar eru þó með þessa leið vegna ofan- falla úr hlíðunum fyrir ofan veginn. Hefur þess verið óskað að Vegagerð ríkisins kanni möguleika á að yfirbyggja verstu kaflana, svo ofanföllin fari þá fram af þökunum og vegurinn teppist ekki, því við núverandi ástand búa Bolvík- ingar við öryggisleysi í sam- göngum. samstaða við Sparisjóð Bol- ungarvíkur og ríkið um að ráðast í bygginguna, enda voru sparisjóðurinn, lögreglu- stjóraembættið og hreppsskrif- stofurnar öll í húsnæðisvand- ræðum. Sparisjóðurinn og bæj- arskrifstofurnar eru núna þar til húsa, slökkvistöð er í tengi- byggingu og bæjarfógeti mun væntanlega flytja inn í húsið á næstunni. Auk þess fær lög- regla þar sitt athafnapláss og fangageymslur. KAUPSTAÐARRÉTTINDI í FYRRA. Vegna byggðarröskunar, sem átt hefur sér stað á Vest- fjörðum, og þá sérstaklega í Norður-ísafjarðarsýslu, þótti fyrir nokkru óhjákvæmilegt að taka til athugunar hvort ekki væri eðlilegt að Bolungar- vík yrði sérstakur kaupstaður, enda voru íbúar Bolungarvík- ur um % af íbúafjölda sýsl- unnar, sem taldist óeðlilegt. Að könnun lokinni veitti Ál- þingi Bolungarvík svo kaup- staðarréttndi í fyrra. Bæjar- stjóri taldi ýmsa kosti þessu samfara, svo sem að fleiri málaflokkar flyttust á staðinn, til hagræðis fyrir íbúana og benti t. d. á fógetaembættið. Er Bolungarvík einn af 5 yngstu kaupstöðum á landinu, en þeir fengu allir kaupstaðar- réttindi samtímis. FV 1 1975 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.