Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 73
alla okkar starfsemi í 80 fer-
metra leiguhúsnæði að Bol-
holti 4, hjá ísleifi Jónssyni,
kaupmanni. Hingað fluttum
við í júlí 1973. Nú er matstof-
an á 500 fermetra hæð og
kjallari, fullkomið eldhús, mat-
salur, er rúmar 140 manns í
sæti í einu, frysti- og kæli-
geymslur, og kjötvinnsla. Hér
starfa 2 kokkar, auk 10
annarra starfsmanna. Hér borða
venjulega um 200 manns í há-
degi og rúmlega 100 matar-
skammtar eru seldir til vinnu-
staða víðs vegar um bæinn.
Þannig þjónar matstofan
fjölda mörgum vinnustöðum
auk okkar, og er fyrirsjáanleg
30-40% aukning á rekstri
hennar á næstunni. Til gam-
ans má geta þess, að skrif-
stofa fyrirtækisins er á 100
fermetra húsnæði, og þar er
engin fyrirsjáanleg stækkun
í bráð.“
Aukin umsvif Vörumarkaðarins hf.:
Húsið stækkað um 1500 fermetra
og vöruvalið aukið fafnhliða
Umsvif Vörumarkaðarins h.f. við Ármúla, fara nú ört vaxandi og ef allt stenst áætlun, verður þar
m.a. orðin ein stærsta matvöruverslun á landinu í lok þessa árs. Hafin er bygging 1500 fermetra við-
byggingar norð-vestan við húsið og verður hún á tveim hæðum.
Þegar hún hefur verið tekin
í notkun verður matvöru-
verslunin á þúsund fermeitra
gólffleti og verður þá öll mat-
vara fáanleg þar, svo sem kjöt,
mjólk o.fl. sem ekki er þar á
boðstólnum nú. Húsgagnadeild-
in verður á 1250 fermetra gólf-
fleti enda stendur til að fjölga
þá vörutegundum jafnhliða.
Þetta kom fram er FV átti
viðtal við Ebeneser Ásgeirsson,
forstjóra Vörumarkaðarins h.f.,
sem er hlutafélag hans, konu
hans og þriggja barna þeirra.
Eþeneser, sem er frá Önundar-
firði, kom fyrst til Reykjavíkur
1949, en fékk þá enga vinnu og
fór því vestur í Stykkishólm.
1952 kom hann aftur til Reykja-
víkur og keypti fyrirtækið
Hansa, sem útlendingur hafði
rekið hér. Ebeneser jók umsvif
fyrirtækisins að mun, og munu
flestir þekkja Hansa glugga-
tjöld, eða rimlatjöld, og Hansa
hillurnar, margfrægu.
Árið 1966 seldi hann svo
Hansa og snéri sér að uppbygg-
ingu Vörumarkaðarins h.f.
Hann byggði húsið við Ármúla
sjálfur upp og byrjaði að versla
þar í markaðsformi á neðstu
hæðinni, árið eftir. Þetta mark-
aðsform er byggt á að selja í
nokkurs konar pakkhússtíl, eða
að brjóta vöruna ekki niður í
smá einingar, og eyða ekki í
dýrar innréttingar. Með þessu
fyrirkomulagi segir Ebeneser að
veltan verði mun hraðari og það
atriði, auk tveggja áður talinna,
þýði að unnt sé að bjóða lægra
verð en almennt gerist.
Til þess að fólk hefði í fleira
að sækja en matvöru, stofnaði
Ebeneser heimilisitækja-og hús-
gagnadeild á annari hæð húss-
ins árið 1968, og þar hefur hann
leitast við að hafa á boðstólnum
vörur, sem. ekki eru fáanlegar
annarsstaðar. Ári síðar stofnaði
hann svo deild fyrir vefnaðar-
vörur, gjafavöru og sængur-
fatnað á þriðju hæð hússins, en
sjálfur býr hann á þeirri fjórðu.
Með viðbyggingunni, sem fyrr
er getið, verður húsið full
byggt, en um leið fjölgar bíla-
stæðum við það um 60. Verða
þau norðan við húsið.
Þegar Ebeneser fór út í þetta
verslunarform, gerði hann það
eftir eigin hugmynd en síðar
kom í ljós að þetta verslunar-
form hafði verið reynt erlendis
með góðum árangri. Hann sagði
að fólk kæmi aðallega í Vöru-
markaðinn til að gera stærri
innkaup og í seinni tíð væri
mjög áberandi að fólk skoðaði
mun nánar en áður og gerði
verðsamanburð. Vörumarkað-
urinn virtist þola verð saman-
burðinn mjög vel, því veltan
hefði tvöfaldast á síðasta ári
miðað við árið 1973 og varð
hún á fjórða hundrað milljóna
í fyrra.
Ebeneser Ásgeirsson, forstjóri Vörumarkaöarins h.f.
FV 1 1975
73