Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 83

Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 83
Bílaeign íslendinga: IVIesta „jeppaþjóð” ■ Evrópu „Ófært nema stórum bífum og jeppum“, heyrist nær daglega í útvarpinu þessa dagana, þegar verið er að segja frá ástandi vega. Það er því ekki óeðlilegt að Islendingar eigi hlutfallslega meira af svo nefndum jeppabílum, eða bílum með drif á öllum hjólum, en nokkur önnur ná- grannaþjóð. F.V. leitaði upplýsinga um jeppa á markaðnum. Jeep Renegade Jeppi jeppanna Gamli góði jeppinn, eða Jeep eins og hann heitir, er nokkurs konar sameiningar- tákn fyrir alla bíla í jeppa- flokki, enda er orðið jeppi, sem hér er almennt notað um minni bíla með drifi á öllum hjólum, dregið af nafni hans, Jeep. Hann hefur verið nær óbreyttur í útliti síðan 1955, en þrátt fyrir það fara vin- sældir hans síst dvínandi. Eg- ill Vilhjálmsson hf., hefur um- boð fyrir hann. Hann er fáan- legur með þrem vélarstærðum, sex strokka 232 rúmtommu, sem skilar 100 NET hestöfl- um, 258 rúmtommu, sem skil- ar 110 NET hö. og átta strokka 304 rúmtommu, sem skilar 150 NET hö. Mest er hér selt af honum með 232 rúm- tommu vélinni og 90% allra jeppanna kemur með blæjum. Verð er 885 þús. með blæjum, miðað við ’74 árgerð. f fyrra var jeppinn aðeins lengdur, ör- lítið breikkaður, auk fleiri smá breytinga. Egill Vilhjálmsson hf., flytur einnig inn Wagoneer Custom, sem mest er selt af hér, en fáanlegur með sömu vélum og litli jeppinn, tveggja eða fjögurra dyra og klæddur. Vei-ð er frá 1280 þús. upp í 1450 þús., þá með öllum hugs- anlegum aukahlutum. Hægt er að fá einfaldari gerð á 1200 þús., en hann er þó með vökvastýri. Þessi verð eru miðuð við ‘74 árgerð, enda eru bilar af þeirri árgerð til enn, og reyndar af jeppanum og Cherokee. Cherokee er mjög sambærilegur bíll við Wagoneer. Hann er fáanlegur með fjórum vélarstærðum, en algengast er að hann sé tek- inn með sex strokka 258 rúm- tommu vél, 110 NET hö. Klæddur, m/vökvastýri, án ryðvarnar, kostar hann 1220 þús., ‘74 árgerð. Sá dýrasti átta strokka 360 rúmtommu, 175 hestafla, sjálfskiptur með vökvastýri, aflhemla, læst drif, quadra trac, kostar 1420 þús. Dodge - jeppinn kominn hingað Tæpt ár er nú síðan hafin var framleiðsla á Dodge tor- færubílum í svipuðum flokki eins og t. d. Blazer, og er þessi bíll nú kominn á markað hér. Vökull hf. við Ármúla flytur hann inn. Þetta er fimm til sjö manna bíll, eftir inn- réttingu, með tvöföldu styrktu stálhúsi og tveim hler- um að aftan. Bíllinn kemur hingað með átta strokka vél, 318 rúmtommur, vökvastýri, aflhemlum, og fjögurra gíra kassa eða sjálfskiptingu. Hann er með læstu drifi á aftudhjól- um, og svonefndum quadra trac útbúnaði á drifum (fer sjálfur í framdrif þegar þarf). Hann kemur með 135 lítra eldsneytisgeymum, styrktum dempurum og fjöðrum, elekt- rónískri kveikju, sem á að gera hann gangvissari, og og mengunarvarnartækjum, er taka minni orku frá vélinni en önnur þekkt mengunarvarn- artæki. Beygjuradíus er aðeins 35,4 tommur. Bíll þessi hefur hlotið góða dóma í erlendum bíiablöðum bæði sem torfæru- og hraðbrautarbíll. Verð er frá 1198 þúsundum upp í 1270 þúsund. Dodge Ramcharger. FV 1 1975 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.