Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 96

Frjáls verslun - 01.01.1975, Page 96
Iliti heima 03 geima — Ég get aöeins afborið að vinna alla þessa yfirvinnu með því að hafa mynd af kerlingunni og krökkunum fyrir augum að staðaldri Móðirin var í heimsókn hjá syni sínum, sem var fangi í ríkisfangelsinu. — Næst, þegar þú sendir mér sandköku, ættirðu að láta sagar- blað fylgja með. — Heyrðu góði. Þú ætlar þó ekki að saga þig út úr klefan- um? — Nei ég ætla að saga mig í gegnum sandkökuna. • — Við erum nú orðin full- þroskað fólk, sagði hann við vinkonu sína. — Nú skulum við ganga í hjónaband til reynslu og ef það sýnast vera mistök getum við einfaldlega haft þetta eins og áður. — Þú segir það. En hvað eigum við að gera við „mistök- in“? Sigga litla spurði móðursystur sína: — Hvernig stendur á því, að þið eigið enga krakka? — Það er af því, að storkur- inn hefur ekki komið að heim- sækja okkur, elskan, svaraði frænka. — Nú það er svoleiðis. Ég myndi nú ekki treysta á þann furðufugl í svona málum. — Pabbi er það satt, að við séum komnir af öpum? — Já Kalli minn. — Hver fattaði fyrstur að hann væri ekki api? Edginmaðurinn var búinn að fá vinnu úti á landi en konan var um kyrrt í bænum. Allt virtist í bezta standi hjá kappanum og konan fékk svohljóðandi skeyti: — Hef fengið kauphækkun. Fjöður í hattinn. Stop. Stuttu seinna kom annað skeyti: — Önnur kauphækkun. Ný fjöður í hattinn. Stop. Og í þriðja sinn: — Enn einu sinni kauphækk- un. Enn ein fjöður í hattinn. Stop Svo leið tíminn og einn góðan veðurdag barst konunni svo- hljóðandi skeyti: Fyrirtækið farið á hausinn. Atvinnulaus. Sendu peninga fyrir heimferð- inni. Stop. Þá sendir konan svarskeyti: — Færð enga peninga. Notaðu fjaðrirnar. Fljúgðu heim. Stop. Það var mikil þröng á barn- um og allt í einu sagði einn gesturinn við annan: — Hvað finnst yður um kvensu, sem drekkur eins og svampur allan liðlangan dag- inn? — Voðalegt. — Já. Og þvær sér ekki, held- ur dælir yfir sig ilmvatni til að slökkva óþefinn. — Oj bara. — Og svo fer hún úr maga- beltinu á kvöldin þannig að 20 kíló af holdi hellast stjórnla,ust út til allra hliða. — Þetta liljómar allt mjög óskemmtilega. — Látið konuna mína í friði úr því að þér kærið yður ekkert um liana. 96 FV 1 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.