Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 98

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 98
Frá riistjárn Ferðamennirnir og gjaldeyrisstaðan f tilefni af aðsteöjandi örðugleikum í gjaldeyrismálum íslendinga um þessar mundir hafa menn aö vonum leitt hug- ann að kjarna vandamálsins, sem er þó nokkuð augljós, — þjóðin hefur eytt um- fram það sem hún hefur aflað nú um alllanga hríð. En ábyrgir aðilar vilja ganga lengra og benda á einstaka útgjaldaþætti, sem fólkið í landinu megi spara við sig úr því sem komiö er. Varnaðarorðin eru fylli- lega tímabær og hefðu reyndar mátt vera á ferðinni miklu fyrr. f þessu sambandi spyrja menn nú, hvort yfirvöld gjaldeyrismála í landinu, með Seðlabankann 1 farabroddi, hafi fyrst í of- anveröum janúar verið að átta sig á því geysialvarlega hættuástandi, sem gjaldeyr- isstaðan var komin í á síðasta ársfjórðungi 1974. Þær ráðstafanir, sem gripið var til í lok janúar við gjaldeyrisafgreiðslu, benda til þess að svo hafi veriö, annars hefðu þær líklega verið fyrr á ferðinni. Yfirlýs- ingar eins af forstöðumönnum gjaldeyris- deilda bankanna í fjölmiðlum, þess efn- is, að feröamannagjaldeyrir yröi hér eftir afgreiddur aöeins samkvæmt reglum, sem í gildi hafa verið um langan tíma, benda ekki til þess að sá ágæti embættismaður hafi haft miklar áhyggjur af ástandinu. Hann hefur alltaf veriö að úthluta fólki meiri erlendum gjaldeyri til ferðalaga held- ur en reglurnar, sem hann átti að starfa eftir, raunverulega leyfðu! Hins vegar skal því sízt haldið fram, að þessar reglur hafi verið svo rúmar í fram- kvæmdinni að þær megi nú herða og að í því sé fólgin allra meina bót eins og sumir halda. Á því hefur verið vakin athygli opin- berlega, að gjaldeyriseyðsla íslenzks ferða- fólks, sem leggur leið sína til útlanda hafi aðeins verið sáralítiö brot af heildarút- gjöldum þjóðarinnar á þessu sviði. Þarflegt er, að þessar upplýsingar skuli hafa kom- ið fram, því að sumir þeir, sem ráð þykj- ast kunna við öllum meinsemdum efna- hagsmálanna og eru alltaf vitrastir eftir á, hafa upp á síðkastið talað um íslenzka ferðamenn eins og þeir væru verstu afæt- urnar í þjóöfélaginu. Því fer víðs fjarri. Sennilega hefur sú alræmda lenzka, að setja utanlandsferðir í samband við fyllerí og innkaupabi’jálæði valdið því, að óvíða er aðhaldið í gjaldeyrisúthlutun jafnmikið og gagnvart ferðamanninum. Lausn vandamálanna fæst ekki með því að þrengja kosti ferðamanna. Á það verð- ur líka tvímælalaust að líla, hve fjölmenn- ur hópur manna hefur atvinnu af sam- göngum við útlönd og þjónustu í því sam- bandi. Eðlilegur rekstur flugfélaganna virðist nú um sinn byggjast að mjög veru- legu leyti á viðskiptum íslendinga sjálfra við þau. Röskun á farþegaflutningum vegna hai'kalegra aðgerða gegn ferðafólki gætu haft hinar verstu afleiðingar fyrir fjölmenna innlenda atvinnugrein. Hitt ber svo líka að hafa í huga, að stööugur inn- flutningur erlendra ferðamanna til íslands er mai’kmið, sem stefnt skal að. Takmark- ið ætti að vera, að afla að minnsta kosti jafnmikilla upphæða í gjaldeyri í tekjum af erlendu ferðafólki hér á landi og land- inn ver til ferðalaga sinna erlendis. Það á ekki ýkja langt í land. 98 FV 1 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.