Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 17

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 17
Aætlun Framkvæmdastofnunarinnar: Þörf tæpra 6 milljarða króna til gatnagerðar i sveitarfélögum Nýlega er komin út hjá Áætlanadeild Franikvæmdastofnunar ríkisins skýrslan „Áætlanir sveitarfélaga um gatnagerS í þéttbýli og fjármögnunarhugmyndir“. Þetta er skýrsla um framkvæmda- áætlanir landshlutanna samræmdar af áætlunardeildinni annars vegar og hins vegar fjármögnunarhugmyndir dcildarinnar. Samkvæmt verðlagi um síð- ustu áramót er framkvæmda- þörfin alls 5.773 mil. kr. og skiftist framlag eftir landshlut- um. Vesturland 767 mil. kr., Vestfirðir 1219 mil., Norður- land 1629 mil., Austurland 1429 mil. og Suðurland með 729 mil. kr. Lengd ólokins gatnakerfis er 274.680m, sem þannig skift- ist: Vesturland 42.770 m, Vest- firðir 51.140 m, Norðurland 89. 200 m, Austfirðir 52.975 m og Suðurland 38.595 m. Þess skal getið, að Vestmannaeyjar eru ekki með í þessu dæmi. KOSTNAÐUR 107 ÞÚS. Á ÍBÚA í þeim sveitarfélögum, sem áætlunin nær til, eru 54.191 íbúi. Gatnalengd á íbúa er að meðaltali 8.1 meter og kostn- aður 107 þús. kr. Eftir lands- hlutum kemur dæmið þannig út: Vesturland 4.6 meter og 82 þús. kr. á íbúa, Vestfirðir 7.2 m og 172 þús. á íbúa, Norðurland 3.9 m og 71 þús. á íbúa, Aust- firðir 6.3 m og 170 þús. á íbúa, Suðurland 6 m og 113 þús. á íbúa. Meðaltalskostnaður á lengdarmetra gatna er 21 þús. Þetta kemur þannig út, að kostnaðurinn er mestur á Aust- urlandi, 27 þús. á lengdar- metra, en lægstur á Vesturlandi og Norðurlandi, um 18 þús. Tekjur sveitarfélaga, sem eru með í áætluninni, af fasteigna- skatti, aðstöðugjöldum og út- svörum 1974 er 27% af heildar- umfangi áætlunarinnar. FRAMKVÆMDAÞÖRFIN MEST Á NORÐURLANDI Miðað við framkvæmdaþörf einstakra landshluta eru hlut- föllin þessi: Á Vesturlandi 32%, á Vestfjörðum 18%, á Norðurlandi 42%, á Austur- landi 14% og Suðurlandi 29%. Samkvæmt þessu er greiðslu- byrðin lægst á Norðurlandi, en mest á Vestfjörðum miðað við tekjur sveitarfélaga. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að taka fram, að áætl- anir landshlutanna eru mis- jafnlega vel uppbyggðar og sumar ekki alveg nýjar. Þrátt fyrir það sýna þær nokkurn veginn sanna mynd af ástand- inu, sem hægt væri að byggja fjármögnunartillögur á. FRAMKVÆMDAAÐILAR Á vegum landshlutasamtak- anna hefur á undanförnum ár- um verið unnið að gerð fram- kvæmdaáætlana um varanlega gatnagerð i þéttbýli. Þetta er komið einna lengst á Austur- landi. Þar hefur verið stofnað verktakafyrirtæki, Austurfell hf., sem er eign þéttbýlissveit- arfélaganna á Austurlandi. Þeir hafa leitað samstarfs við norskt fyrirtæki, sem framleiðir olíu- mölina. Á Austurlandi hefur s. 1. tvö ár verið unnið eftir framkvæmdaáætlun um varan- lega gatnagerð. Á Vestfjörð- um hefur verið stofnað fyrir- tækið Átak, sem er sameign þéttbýlissveitarfélaganna og Ol- iumalar hf. Fyrir liggur á Vest- fjörðum heildarúttekt á fram- kvæmdaþörfinni. Sveitarfélög á Vesturlandi, a. m. k. á Snæ- fellsnesi, eru að bindast sam- tökum um varanlega gatna- gerð. Fyrir liggur heildarút- tekt á framkvæmdaþörfinni á Vesturlandi. IIEILDARÁÆTLUN TÍMABÆR Á Norðurlandi hafa mörg hinna stærri sveitarfélaga gert mikið átak í gatnagerðarfram- kvæmdum, sem þó er engan veginn nægjanlegt. Fjórðungs- sambandið hefur beitt sér fyrir úttekt á ástandinu og áætlun um framkvæmdaþörfina. Fyrir liggja skýrslur verkfræðing- anna Guðmundar Guðlaugsson- ar og Gunnars Jóhannssonar, ennfremur úttekt Þorsteins Þorsteinssonar, verkfræðings, um framkvæmdaþörfina og á- stand gatnakerfisins. Ljóst er af þessu, að fyrir hendi voru skilyrði til að átta sig á heild- arumfangi varanlegrar gatna- gerðar í þessum landshluta og í því sambandi unnin heildar- áætlun um lausn þessa verk- efnis, ásamt tillögum um fjár- mögnun framkvæmdanna. I ársbyrjun 1974 áttu fram- kvæmdastjórar landshlutanna fund með framkvæmdaráði Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, þar sem þeir fóru þess á leit við stofnunina, aði hún samræmdi áætlunarstarf lands- hlutanna og gerðá heildaráætl- un fyrir verkið i heild. Niður- staðan er nú að koma í ljós. FV 4 1975 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.