Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 17

Frjáls verslun - 01.04.1975, Síða 17
Aætlun Framkvæmdastofnunarinnar: Þörf tæpra 6 milljarða króna til gatnagerðar i sveitarfélögum Nýlega er komin út hjá Áætlanadeild Franikvæmdastofnunar ríkisins skýrslan „Áætlanir sveitarfélaga um gatnagerS í þéttbýli og fjármögnunarhugmyndir“. Þetta er skýrsla um framkvæmda- áætlanir landshlutanna samræmdar af áætlunardeildinni annars vegar og hins vegar fjármögnunarhugmyndir dcildarinnar. Samkvæmt verðlagi um síð- ustu áramót er framkvæmda- þörfin alls 5.773 mil. kr. og skiftist framlag eftir landshlut- um. Vesturland 767 mil. kr., Vestfirðir 1219 mil., Norður- land 1629 mil., Austurland 1429 mil. og Suðurland með 729 mil. kr. Lengd ólokins gatnakerfis er 274.680m, sem þannig skift- ist: Vesturland 42.770 m, Vest- firðir 51.140 m, Norðurland 89. 200 m, Austfirðir 52.975 m og Suðurland 38.595 m. Þess skal getið, að Vestmannaeyjar eru ekki með í þessu dæmi. KOSTNAÐUR 107 ÞÚS. Á ÍBÚA í þeim sveitarfélögum, sem áætlunin nær til, eru 54.191 íbúi. Gatnalengd á íbúa er að meðaltali 8.1 meter og kostn- aður 107 þús. kr. Eftir lands- hlutum kemur dæmið þannig út: Vesturland 4.6 meter og 82 þús. kr. á íbúa, Vestfirðir 7.2 m og 172 þús. á íbúa, Norðurland 3.9 m og 71 þús. á íbúa, Aust- firðir 6.3 m og 170 þús. á íbúa, Suðurland 6 m og 113 þús. á íbúa. Meðaltalskostnaður á lengdarmetra gatna er 21 þús. Þetta kemur þannig út, að kostnaðurinn er mestur á Aust- urlandi, 27 þús. á lengdar- metra, en lægstur á Vesturlandi og Norðurlandi, um 18 þús. Tekjur sveitarfélaga, sem eru með í áætluninni, af fasteigna- skatti, aðstöðugjöldum og út- svörum 1974 er 27% af heildar- umfangi áætlunarinnar. FRAMKVÆMDAÞÖRFIN MEST Á NORÐURLANDI Miðað við framkvæmdaþörf einstakra landshluta eru hlut- föllin þessi: Á Vesturlandi 32%, á Vestfjörðum 18%, á Norðurlandi 42%, á Austur- landi 14% og Suðurlandi 29%. Samkvæmt þessu er greiðslu- byrðin lægst á Norðurlandi, en mest á Vestfjörðum miðað við tekjur sveitarfélaga. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að taka fram, að áætl- anir landshlutanna eru mis- jafnlega vel uppbyggðar og sumar ekki alveg nýjar. Þrátt fyrir það sýna þær nokkurn veginn sanna mynd af ástand- inu, sem hægt væri að byggja fjármögnunartillögur á. FRAMKVÆMDAAÐILAR Á vegum landshlutasamtak- anna hefur á undanförnum ár- um verið unnið að gerð fram- kvæmdaáætlana um varanlega gatnagerð i þéttbýli. Þetta er komið einna lengst á Austur- landi. Þar hefur verið stofnað verktakafyrirtæki, Austurfell hf., sem er eign þéttbýlissveit- arfélaganna á Austurlandi. Þeir hafa leitað samstarfs við norskt fyrirtæki, sem framleiðir olíu- mölina. Á Austurlandi hefur s. 1. tvö ár verið unnið eftir framkvæmdaáætlun um varan- lega gatnagerð. Á Vestfjörð- um hefur verið stofnað fyrir- tækið Átak, sem er sameign þéttbýlissveitarfélaganna og Ol- iumalar hf. Fyrir liggur á Vest- fjörðum heildarúttekt á fram- kvæmdaþörfinni. Sveitarfélög á Vesturlandi, a. m. k. á Snæ- fellsnesi, eru að bindast sam- tökum um varanlega gatna- gerð. Fyrir liggur heildarút- tekt á framkvæmdaþörfinni á Vesturlandi. IIEILDARÁÆTLUN TÍMABÆR Á Norðurlandi hafa mörg hinna stærri sveitarfélaga gert mikið átak í gatnagerðarfram- kvæmdum, sem þó er engan veginn nægjanlegt. Fjórðungs- sambandið hefur beitt sér fyrir úttekt á ástandinu og áætlun um framkvæmdaþörfina. Fyrir liggja skýrslur verkfræðing- anna Guðmundar Guðlaugsson- ar og Gunnars Jóhannssonar, ennfremur úttekt Þorsteins Þorsteinssonar, verkfræðings, um framkvæmdaþörfina og á- stand gatnakerfisins. Ljóst er af þessu, að fyrir hendi voru skilyrði til að átta sig á heild- arumfangi varanlegrar gatna- gerðar í þessum landshluta og í því sambandi unnin heildar- áætlun um lausn þessa verk- efnis, ásamt tillögum um fjár- mögnun framkvæmdanna. I ársbyrjun 1974 áttu fram- kvæmdastjórar landshlutanna fund með framkvæmdaráði Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, þar sem þeir fóru þess á leit við stofnunina, aði hún samræmdi áætlunarstarf lands- hlutanna og gerðá heildaráætl- un fyrir verkið i heild. Niður- staðan er nú að koma í ljós. FV 4 1975 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.