Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 14

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 14
Miðfell h.f. hefja framkvæmdir við að leggja olíumöl á götur á Stokkseyri. Framkvæmdastjóri hjá Mið- felli h.f. er Leifur Hannesson. ÓSKAR OG BRAGI S.F., Óskar og Bragi vinna nú að byggingu fjölbýlishúss, sem reisa á við Flyðrugranda í Reykjavík. Byggja þeir um það bil 25% af fjölbýlishúsinu, 3 stigahús með 36 íbúðum á fjór- um hæðum, en alls eiga að vera 150 íbúðir í öllu húsinu. Hinn hluta hússins byggja aðr- ir verktakar. Þetta fjölbýlishús verður reist samkvæmt nýju skipulagi að fjölbýlishúsum. T. d. verður húsið byggt í boga með inndregnum svölum, 7 m á lengd og m á breidd við íbúðirnar. Þegar hefur verið steypt upp ein hæð í stiga- húsi, og botnplatan á hinum tveim. Um helmingur íbúðanna, sem Óskar og Bragi reisa, verða 5-6 herbergja, en hinn helm- ingurinn aðallega 2ja herbergja. Ætlunin er að afhenda íbúð- irnar í ágúst á næsta ári, en áætlað er að verkinu verði aiveg lokið 1 Vz ári eftir af- hendingu, þ. e. a. s. með full- frágenginni lóð o. fl. ÝTUTÆKNI H.F., Trönuhrauni 2, Hafnarfirði. Ýtutækni h.f. vinnur nú um þessar mundir að gatnagerð fyrir Hafnarfjarðarbæ og einn- ig að lengingu á Suðurlands- vegi á vegarkaflanum frá Skeiðaafleggjaranum að Þjórs- árbrú, en kafli þessi er 3,1 km. Unnið er við jarðvegsskiptingu, uppbyggingu vegarins og mal- bikun. Framkvæmdir eru ný- hafnar. Einnig hefur Ýtutækni fengið það verkefni að grafa grunn að byggingu fyrir aldr- aða á vegum Reykjavíkur- borgar. Það verk er einnig ný- hafið, en húsið á að rísa við Dalbraut í Reykjavík. Eigend- ur Ýtutækni h.f. eru PáU Jó- hannsson og Magnús Ingjalds- son. BYGGINGARFELAGIÐ BRÚNÁS H.F., Egilsstöftum. Byggingarfélagið Brúnás h.f. hefur undanfarið verið að gera grunn og steypa sökkla og botn- plötu að nýja menntaskólanum, sem rísa á á Egilsstöðum. Þá er Brúnás að byggja við bama- skólann á Egilsstöðum. Verða í þessum nýja áfanga 8 kennslustofur á tveimur hæð- um, og er áætlað að taka efri hæðina í notkun í haust. Einn- ig hefur Brúnás reist fjölbýlis- hús með 16 íbúðum á Egilsstöð- um á vegum leiguíbúðanefnd- ar sveitarfélaganna. Þegar er flutt inn í helming íbúðanna, en í hinn helminginn verður flutt í september n.k. íbúð- irnar eru afhentar fullfrá- gengnar. Brúnás h.f. vinnur loks að uppsteypun kennara- bústaðar á Eiðum. Á verkstæði Byggingarfélagsins Brúnáss fer fram innréttingasmíði, úti- og innihurðasmíði og gluggasmíði. NORÐURVERK H.F., Dagverðareyri, Akureyri. í Öxarfirði vinnur Norður- verk h.f. að byggingu 1. áfanga af unglingaskóla í Lundi. Er þetta fyrsti áfangi af miklum byggingum, sem fyrirhugað er að reisa að Lundi. Áætlað er að 1. áfangi verði fokheldur fyrir haustið. í þessum áfanga eru aðallega kennslustofur. Einnig er Norðurverk að byggja við Vistheimilið Sólborg á Akureyri og verður nýja við- byggingin sem er hjúkrunar- deild fokheld fyrir haustið. Einnig starfar Norðurverk að ýmsum smærri verkefnum. Þá er mikill hluti af starfsemi fyr- irtækisins vélaleiga, aðallega til opinberra aðila. Framkvæmdastjórar Norður- verks h.f. eru Þórólfur Árna- son og Frans Árnason. INIorræni ffárfestingar bankinn: Fjármögnun til orkufreks iðnaðar Islendinga Samningurinn milli ríkis- stjórna Norðurlanda um stofn- un Norræna fjárfestingarbank- ans tók gildi 1. júní 1976 í sam- ræmi við ákvörðun, sem ráð- herranefnd Norðurlanda tók 20. maí 1976, eftir að þjóðþingin höfðu staðfest samninginn. Norðurlandaráð hafði reyndar áður fjallað um samninginn og mælt með samþykkt hans. Bankinn er stofnaður að til- lögu ráðherranefndarinnar, en hún er skipuð þeim ráðherr- um, sem fara með málefni nor- rænnar samvinnu í hverju landi. Af íslands hálfu er Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, í ráðherranefndinni. TILGANGUR BANKANS Tilgangur bankans er að veita lán og ábyrgðir til samnor- rænna fjárfestingarverkefna og til þess að efla sameiginlega útflutningshagsmuni Norður- landaþjóða. Til þess að láns- umsókn komi til greina, þarf hún því að varða hagsmuni a. m. k. tveggja norrænna þjóða. Stofnfé bankans er 400 milljónir sérstakra dráttarrétt- inda (SDR). En SDR er ákveð- in blanda af helztu gjaldmiðl- um heimsins. Á núgildandi gengi svarar þessi fjárhæð til rúmlega 80 milljarða íslenzkra króna. Hlutur fslands í stofn- 14 FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.