Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 14
Miðfell h.f. hefja framkvæmdir við að leggja olíumöl á götur á Stokkseyri. Framkvæmdastjóri hjá Mið- felli h.f. er Leifur Hannesson. ÓSKAR OG BRAGI S.F., Óskar og Bragi vinna nú að byggingu fjölbýlishúss, sem reisa á við Flyðrugranda í Reykjavík. Byggja þeir um það bil 25% af fjölbýlishúsinu, 3 stigahús með 36 íbúðum á fjór- um hæðum, en alls eiga að vera 150 íbúðir í öllu húsinu. Hinn hluta hússins byggja aðr- ir verktakar. Þetta fjölbýlishús verður reist samkvæmt nýju skipulagi að fjölbýlishúsum. T. d. verður húsið byggt í boga með inndregnum svölum, 7 m á lengd og m á breidd við íbúðirnar. Þegar hefur verið steypt upp ein hæð í stiga- húsi, og botnplatan á hinum tveim. Um helmingur íbúðanna, sem Óskar og Bragi reisa, verða 5-6 herbergja, en hinn helm- ingurinn aðallega 2ja herbergja. Ætlunin er að afhenda íbúð- irnar í ágúst á næsta ári, en áætlað er að verkinu verði aiveg lokið 1 Vz ári eftir af- hendingu, þ. e. a. s. með full- frágenginni lóð o. fl. ÝTUTÆKNI H.F., Trönuhrauni 2, Hafnarfirði. Ýtutækni h.f. vinnur nú um þessar mundir að gatnagerð fyrir Hafnarfjarðarbæ og einn- ig að lengingu á Suðurlands- vegi á vegarkaflanum frá Skeiðaafleggjaranum að Þjórs- árbrú, en kafli þessi er 3,1 km. Unnið er við jarðvegsskiptingu, uppbyggingu vegarins og mal- bikun. Framkvæmdir eru ný- hafnar. Einnig hefur Ýtutækni fengið það verkefni að grafa grunn að byggingu fyrir aldr- aða á vegum Reykjavíkur- borgar. Það verk er einnig ný- hafið, en húsið á að rísa við Dalbraut í Reykjavík. Eigend- ur Ýtutækni h.f. eru PáU Jó- hannsson og Magnús Ingjalds- son. BYGGINGARFELAGIÐ BRÚNÁS H.F., Egilsstöftum. Byggingarfélagið Brúnás h.f. hefur undanfarið verið að gera grunn og steypa sökkla og botn- plötu að nýja menntaskólanum, sem rísa á á Egilsstöðum. Þá er Brúnás að byggja við bama- skólann á Egilsstöðum. Verða í þessum nýja áfanga 8 kennslustofur á tveimur hæð- um, og er áætlað að taka efri hæðina í notkun í haust. Einn- ig hefur Brúnás reist fjölbýlis- hús með 16 íbúðum á Egilsstöð- um á vegum leiguíbúðanefnd- ar sveitarfélaganna. Þegar er flutt inn í helming íbúðanna, en í hinn helminginn verður flutt í september n.k. íbúð- irnar eru afhentar fullfrá- gengnar. Brúnás h.f. vinnur loks að uppsteypun kennara- bústaðar á Eiðum. Á verkstæði Byggingarfélagsins Brúnáss fer fram innréttingasmíði, úti- og innihurðasmíði og gluggasmíði. NORÐURVERK H.F., Dagverðareyri, Akureyri. í Öxarfirði vinnur Norður- verk h.f. að byggingu 1. áfanga af unglingaskóla í Lundi. Er þetta fyrsti áfangi af miklum byggingum, sem fyrirhugað er að reisa að Lundi. Áætlað er að 1. áfangi verði fokheldur fyrir haustið. í þessum áfanga eru aðallega kennslustofur. Einnig er Norðurverk að byggja við Vistheimilið Sólborg á Akureyri og verður nýja við- byggingin sem er hjúkrunar- deild fokheld fyrir haustið. Einnig starfar Norðurverk að ýmsum smærri verkefnum. Þá er mikill hluti af starfsemi fyr- irtækisins vélaleiga, aðallega til opinberra aðila. Framkvæmdastjórar Norður- verks h.f. eru Þórólfur Árna- son og Frans Árnason. INIorræni ffárfestingar bankinn: Fjármögnun til orkufreks iðnaðar Islendinga Samningurinn milli ríkis- stjórna Norðurlanda um stofn- un Norræna fjárfestingarbank- ans tók gildi 1. júní 1976 í sam- ræmi við ákvörðun, sem ráð- herranefnd Norðurlanda tók 20. maí 1976, eftir að þjóðþingin höfðu staðfest samninginn. Norðurlandaráð hafði reyndar áður fjallað um samninginn og mælt með samþykkt hans. Bankinn er stofnaður að til- lögu ráðherranefndarinnar, en hún er skipuð þeim ráðherr- um, sem fara með málefni nor- rænnar samvinnu í hverju landi. Af íslands hálfu er Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, í ráðherranefndinni. TILGANGUR BANKANS Tilgangur bankans er að veita lán og ábyrgðir til samnor- rænna fjárfestingarverkefna og til þess að efla sameiginlega útflutningshagsmuni Norður- landaþjóða. Til þess að láns- umsókn komi til greina, þarf hún því að varða hagsmuni a. m. k. tveggja norrænna þjóða. Stofnfé bankans er 400 milljónir sérstakra dráttarrétt- inda (SDR). En SDR er ákveð- in blanda af helztu gjaldmiðl- um heimsins. Á núgildandi gengi svarar þessi fjárhæð til rúmlega 80 milljarða íslenzkra króna. Hlutur fslands í stofn- 14 FV 7 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.