Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 18

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 18
Forstjóri Kaupmannahafnarskrifstofu EAA ásamt tveim flug- freyjum félagsins, annari skandinavískri og hinni afrískri. East African Airways: Félag sem skilar hagnaði Aukin tíðni ferða til IMorðurlanda Flugfélagið East African Air- ways minnist um þessar mund- ir 30 ára afmælis síns. Þetta er hið stærsta af sjálfstæðum flug- félögum í hinni svörtu Afríku og eitt af fá’um fyrirtækjum sinnar tegundar í heiminum, sem skilar hagnaði um þessar mundir. Hj’á East African Airways starfa um 5000 manms og fé- lagið á fjórar farþegaþotur af gerðinni Super VC-10 og fjór- ar eldri vélar, nánar tiltekið þær gömlu góðu Dakota DC-3. Aðalskrifstofur félagsins eru í Nairobi í Kenya ásamt verk- stæðum þess, sem eru hin stærstu í Afríku. Auk innanlandssamgangna stundar East African Airways reglubundið flug á allmörgum alþjóðlegum flugleiðum, til Ev- rópu, Indlands, Pakistan, Mauritaniu, Zaire, Eþíópíu, Madagaskar, Malawi, Zambíu, Aden, Seychelle-eyja, Mósam- bik, Súdan og Egyptalands. Kaupmannahöfn er meðal þeirra borga í Evrópu, sem vél- ar EAA fljúga til, en þangað eru tvær ferðir í viku sem stendur. STOFNAÐ 1946. Upphaf EAA má rekja aftur til ársins 1946 en síðan þá hef- ur tekizt þriggja ríkja samstarf um rekstur þess, sem að vissu leyti má líkja við sam- starfið hjá SAS á Norðurlönd- um, þó að vandamálin hafi ver- ið gjörólík. Löndin þrjú sem standa að East African Air- 18 ways eru Kenya, Uganda og Tanzanía. Saga EAA hófst í janúar 1946 og hafði félagið þá til af- nota flota sex lítilla leiguflug- véla. Höfuðstóllinn var 40 þúsund sterlingspund, sem skiptast að jöfnu milli Kenya, Uganda og Tanzaníu. Með þá- verandi flugvélakosti var að- eins hægt að halda uppi innan- landsferðum en 1957 hóf félagið millilandaflug eftir kaup á þremur notuðum „Canadair“- skrúfuþotum, sömu gerðar og Loftleiðir notuðu á sínum tíma. STJÓRNUN DEILT MILLI LANDA. Áhrif hinna þriggja landa á stjórn og rekstur félagsins eru tryggð með þeim hætti, að hvert land útnefnir tvo fram- kvæmdastjóra í framkvæmda- ráð en formaður þess, sem jafn- framt er aðalforstjóri, auk tveggja annarra framkvæmda- stjóra, útnefnir Austur-Afríku- bandalagið, sem eru stjómmála- samtök hinna þriggja ríkja. EAA er í alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA. Félagið rek- ur dótturfyrirtæki, sem er leigu- flugfélagið Simbair Ltd. Efna- hagssaga EAA hefur verið ámóta litrík og seinni tíma saga ríkjanna, sem að félaginu standa. EAA og Simbair voru í mikilli framför til ársins 1970, þegar rekstrar tapið var mjög tilfinnanlegt. Höfuðástæð- an var fjármagnsskortur þann- ig að obbinn af tekjunum fór í vaxtagreiðslur og afskriftir. Þá var gerð gagnger endurskoðun á rekstri og hagræðingu komið við á flestum sviðum. Þannig var starfsliði fækkað og til samvinnu stofnað við banda- ríska flugfélagið Eastern Air- lines sem ráðgjafaraðila. Þetta samstarf stendur enn og í 17 æðstu stöðum í stjórnunardeild félagsins eru nú menm frá East- ern Airlines. Árangur þessara aðgerða hef- ur ekki látið á sér standa. Fé- lagið hefur aukið fjármagn til ráðstöfunar og 1973 var það aftur rekið með hagnaði, sem náði hámarki 1974 en var mjög álitlegur í fyrra. EVRÓPSKIR FLUGLIÐAR East African Airways er nú á nýjan leik að færa út kví- amar. Þetta kemur meðal ann- ars fram í því að félagið hefur ákveðið að halda uppi tveim ferðum í viku milli Kaup- mannahafnar og Nairobi í Kenya og Dar Es Salaam í Tanzaníu. Ferðamannastraum- ur frá Norðurlöndum til Aust- ur-Afríku fer vaxandi og njóta svokallaðar ,,Safari“-ferðir til dýralífsskoðunar vinsælda á Norðurlöndum en þær má fram- lengja með dvöl á glæsilegum baðströndum. FV 7 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.