Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 18

Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 18
Forstjóri Kaupmannahafnarskrifstofu EAA ásamt tveim flug- freyjum félagsins, annari skandinavískri og hinni afrískri. East African Airways: Félag sem skilar hagnaði Aukin tíðni ferða til IMorðurlanda Flugfélagið East African Air- ways minnist um þessar mund- ir 30 ára afmælis síns. Þetta er hið stærsta af sjálfstæðum flug- félögum í hinni svörtu Afríku og eitt af fá’um fyrirtækjum sinnar tegundar í heiminum, sem skilar hagnaði um þessar mundir. Hj’á East African Airways starfa um 5000 manms og fé- lagið á fjórar farþegaþotur af gerðinni Super VC-10 og fjór- ar eldri vélar, nánar tiltekið þær gömlu góðu Dakota DC-3. Aðalskrifstofur félagsins eru í Nairobi í Kenya ásamt verk- stæðum þess, sem eru hin stærstu í Afríku. Auk innanlandssamgangna stundar East African Airways reglubundið flug á allmörgum alþjóðlegum flugleiðum, til Ev- rópu, Indlands, Pakistan, Mauritaniu, Zaire, Eþíópíu, Madagaskar, Malawi, Zambíu, Aden, Seychelle-eyja, Mósam- bik, Súdan og Egyptalands. Kaupmannahöfn er meðal þeirra borga í Evrópu, sem vél- ar EAA fljúga til, en þangað eru tvær ferðir í viku sem stendur. STOFNAÐ 1946. Upphaf EAA má rekja aftur til ársins 1946 en síðan þá hef- ur tekizt þriggja ríkja samstarf um rekstur þess, sem að vissu leyti má líkja við sam- starfið hjá SAS á Norðurlönd- um, þó að vandamálin hafi ver- ið gjörólík. Löndin þrjú sem standa að East African Air- 18 ways eru Kenya, Uganda og Tanzanía. Saga EAA hófst í janúar 1946 og hafði félagið þá til af- nota flota sex lítilla leiguflug- véla. Höfuðstóllinn var 40 þúsund sterlingspund, sem skiptast að jöfnu milli Kenya, Uganda og Tanzaníu. Með þá- verandi flugvélakosti var að- eins hægt að halda uppi innan- landsferðum en 1957 hóf félagið millilandaflug eftir kaup á þremur notuðum „Canadair“- skrúfuþotum, sömu gerðar og Loftleiðir notuðu á sínum tíma. STJÓRNUN DEILT MILLI LANDA. Áhrif hinna þriggja landa á stjórn og rekstur félagsins eru tryggð með þeim hætti, að hvert land útnefnir tvo fram- kvæmdastjóra í framkvæmda- ráð en formaður þess, sem jafn- framt er aðalforstjóri, auk tveggja annarra framkvæmda- stjóra, útnefnir Austur-Afríku- bandalagið, sem eru stjómmála- samtök hinna þriggja ríkja. EAA er í alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA. Félagið rek- ur dótturfyrirtæki, sem er leigu- flugfélagið Simbair Ltd. Efna- hagssaga EAA hefur verið ámóta litrík og seinni tíma saga ríkjanna, sem að félaginu standa. EAA og Simbair voru í mikilli framför til ársins 1970, þegar rekstrar tapið var mjög tilfinnanlegt. Höfuðástæð- an var fjármagnsskortur þann- ig að obbinn af tekjunum fór í vaxtagreiðslur og afskriftir. Þá var gerð gagnger endurskoðun á rekstri og hagræðingu komið við á flestum sviðum. Þannig var starfsliði fækkað og til samvinnu stofnað við banda- ríska flugfélagið Eastern Air- lines sem ráðgjafaraðila. Þetta samstarf stendur enn og í 17 æðstu stöðum í stjórnunardeild félagsins eru nú menm frá East- ern Airlines. Árangur þessara aðgerða hef- ur ekki látið á sér standa. Fé- lagið hefur aukið fjármagn til ráðstöfunar og 1973 var það aftur rekið með hagnaði, sem náði hámarki 1974 en var mjög álitlegur í fyrra. EVRÓPSKIR FLUGLIÐAR East African Airways er nú á nýjan leik að færa út kví- amar. Þetta kemur meðal ann- ars fram í því að félagið hefur ákveðið að halda uppi tveim ferðum í viku milli Kaup- mannahafnar og Nairobi í Kenya og Dar Es Salaam í Tanzaníu. Ferðamannastraum- ur frá Norðurlöndum til Aust- ur-Afríku fer vaxandi og njóta svokallaðar ,,Safari“-ferðir til dýralífsskoðunar vinsælda á Norðurlöndum en þær má fram- lengja með dvöl á glæsilegum baðströndum. FV 7 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.