Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 19

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 19
Sovézkt sjónarmið Útflutningur Sovétríkjanna til hinna vestrænu iðnaðarríkja — þróun hans og vandamál Blaðaviðtal APIM fréttastofunnar sovézku við próf. dr. Dmitri Kostjurhin, aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunar fyrir markaðsrannsóknir við viðskiptaráðuneyti Sovétríkjanna Á síðastliðnum 10 árum hefur útflutningur Sovétríkjanna þrefaldast að verðmæti. Vörusamsetn- ingin hefur aukist verulega, og margar nýjar vörutegundir hafa bæst við. Hvað snertir vaxtarhraða utanríkisverslunarinnar, sérstaklega útflutnings, hefur hann farið fram úr þjóðartekjunum og iðn- aðarframleiðslunni. Þessi þróun er einkenni allra þróaðra iðnaðarríkja í dag og gef'ur til kynna aukna þátttöku Sovétríkjanna í alþjóðlegri verkaskiptingu. Sp.: Ýmsir hinna borgaralegu hagfræðinga þykjast sjá brota- löm í þessari þróun: „að Sovét- ríkin hafi sérstakan áhuga á viðskiptum við hin vestrænu iðnaðarríki“, „að Sovétríkin væru háð vesturveldunum með innflutning á nútímatækjum og tækniþekkingu“, „að landið hafi ekkert annað að bjóða í skiptum en hráefni, jarðgas og olíu“. Er ástæða til að taka þessar fullyrðingar alvarlega? Svar: Sá, sem lítur á þessa spurningu fordómalaust, rekur sig á þrjár staðreyndir: í fyrsta lagi, að viðskipti Sovétríkjanna við hin vestrænu iðnríki, sem fryst voru í mörg ár á tímum „kalda stríðsins", eru farin að þróast á eðlilegan hátt, í öðru lagi, að efnahagssamstarf og viðskipti milli landa eru stöð- ugt að verða alþjóðlegri og um- fangsmeiri; og í þriðja lagi, að iðnaðarríkin sjálf eru farin að átta sig á hinum miklu mögu- leikum og gangkvæmum hags- munum, sem viðskipti og tækni- legt samstarf þeirra á milli hafa upp á að bjóða. Milliríkjavið- skiptin eru hin efnalegi vett- vanigur bættrar sambúðar. Sp.: Þér hafið eflaust lesið í „ U. S. News and World Re- port“ frá október 1975 grein, þar sem segir m. a.: „Rússnesk- ar dráttarvélar plægja banda- ríska og kanadíska akra, lita- sjónvarp frá Moskvu á frönsk- um hcimilum, sovéskar þyrlur við olíuhorun í Norðuratlants- hafi. Þetta er alls ekki hugar- b'urður áróðursmanna Kreml, heldur raunsæ endurspeglun al- þjóðaviðskipta árið 1975“. Svar: í aðalatriðum er þetta rétt. Höfundur greinarinnar Olíu- vinnsla á norður- slóðum í Sovét- ríkj- unurn. Olían er með mikil- vægustu hrá- efnum, sem Sovét- ríkin flytja út. FV 7 1976 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.