Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 21

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 21
York Times í utanríkismálum, segir að Bandaríkjastjórn megi draga nokkurn lærdóm af hinni velheppnuðu árásarferð ísraels- manna: „Maður er knúinn til að íhuga, hvort ekki sé viturlegt að ríkisstjórnir setji á stofn liii- ar en öflugar og hreyfanlegar hersveitir til þess að beita í viðureign við hryðjuverkamenn eins og ísraelsmenn gripu til sérsveita sinna og útrýmdu arabískum hermdarverkamönn- um og svöruðu þannig hótun- um þeirra frá Úganda.“ Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra, litur öðrum augum á málið. Hann segir að árás Israelsmanna sýni ljóslega þörf- ina fyrir „eitthvert alþjóðiegt fyrirkomulag sem notað verði gegn hryðjuverkastarfsemi af þvi að það verði ekki lengur þolað að saklaust fólk verði hai't að skotspæni í viðureign stríð- andi alþjóðlegra fylkinga.“ # Alþjóðlegir samningar Árás ísraelsmanna er í sam- ræmi við stefnu Bandaríkja- stjórnar, er miðar að því að neita flugvélaræningjum um hæli. Síðustu sex árin hafa stjórnvöld í Washington beitt sér fyrir gerð tveggja samn- inga, sem skuldbinda aðildar- ríki til að vísa flugræningjum úr landi eða leiða þá fyrir rétt, ef þeir lenda á yfirráðasvæði þeirra. í þessum samningum eru samt engin ákvæði um refsi- aðgerðir gegn þeim rikjum, sem revnast ósamvinnuþýð, eða þeim, sem hafa skrifað undir en virða samkomulagið siðan að vettugi eins og Úganda. # Strangari reglur Bandaríkin eru því fylgjandi að settar verði strangari al- þjóðlegar reglur til þess að fæla ríkisstjórnir frá því að skjóta skjólshúsi yfir hermdarverka- menn. Tala þeirra ríkja, sem enn virðast reiðubúin að taka á móti flugræningjum, hefur farið ört minnkandi hin síðustu ár. Á þeim lista eru þó enn ríki eins og Líbýa, Alsír, Ku- wait og Suður-Jemen. Sum þess- ara ríkja hafa þó verið hikandi í að veita hryðjuverkamönnum viðtöku. Fram að síðasta flug- vélaráninu hafði Úganda eld-ci verið í tölu þeirra ríkja, sem líkleg þóttu til samvinnu við flugræningja. Sannanir eru fyrir því, að með ströngum öryggisráðstöf- unum á flugvöllum og synjun ríkisstjórna á óskum flugræn- ingja um hæli, megi draga veru- Vinir og félagar: Amin forseti Úganda og Yassir Arafat, for- ingi Palestínuskæruliða. lega úr flugránum. Skýrslur sýna, að flugvélarán náðu há- marki 1969, en þá voru þau 70 talsins. Þar af áttu 33 sér stað í Bandaríkjunum. I fyrra var aðeins vitað um sjö flugvélarán, þar af fjögur í Bandaríkjunum. Aðalástæðan fyrir þessari miklu fækkun er tvímæialausi ákvörðun Kúbustjórnar um að vísa flugvélaræningjum á dyr. Árið 1969 lentu 58 af þeim 70 flugvélum, sem rænt var, ein- mitt á Kúbu. Öllum vélunum, sem rænt var í Bandaríkjunum með tveim undantekningum þó, var leyft að lenda á Kúbu. Árið 1973 náði bandaríska ríkis- stjórnin samkomulagi við Fidel Castro um að flugvélaræningj- um yrði vísað úr landi á Kúbu eða þeir leiddir fyrir dómstóla. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa: Engri þeirra flug- véla, sem rænt var í fyrra, var flogið til Kúbu. # Hvað gerist næst? Hvað munu palestínsku skæruliðarnir, sem skipulögðu síðásta flugvélaránið gera nú í ljósi þeirrar niðurlægingar, sem þeir urðu að þola í Úganda? Fréttamaður U.S. News and World Report í Miðausturlönd- um hafði eftirfarandi um málið að segja: „Diplómatar í þessum heims- hluta benda á, að skæruliða- sveitir Palestínumanna muni að líkindum skoða atburðina í Úganda sem ósigur sinn og leggja allt kapp á að standa sig betur næst. Þeir munu hafa hraðan á, gefa styttri frest og fullkomna verknaðinn að öðrum kosti áð- ur en nokkrum björgunarráð- stöfunum verður við komið. Sérfræðingar hafa af því þungar áhyggjur, að næsta árás verði hrikaleg og eigi á samri stundu að draga athygli um- heimsins að palestínskum sigri burtséð frá þeirri áhæittu, sem taka þarf.“ # Vakti heimsatkygli Bíræfni ísraelska björgunav- leiðangursins hefur vakið heimsathygli og áhrif aðgerð- anna, sem hámarki náðu að- faranótt 3. júlí, eru enn að breiðast út. Strandhöggsmenn- irnir, sem björguðu gíslunum í Úganda, flugu 4000 kílómetra í fjórum flutningaflugvélum að marki sínu. Hármleikurinn hafði raun- verulega hafizt viku fyrr, þeg- ar fjórum palestínskum skæru- liðum tókst að ræna flugvél frá FV 7 1976 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.