Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 21
York Times í utanríkismálum, segir að Bandaríkjastjórn megi draga nokkurn lærdóm af hinni velheppnuðu árásarferð ísraels- manna: „Maður er knúinn til að íhuga, hvort ekki sé viturlegt að ríkisstjórnir setji á stofn liii- ar en öflugar og hreyfanlegar hersveitir til þess að beita í viðureign við hryðjuverkamenn eins og ísraelsmenn gripu til sérsveita sinna og útrýmdu arabískum hermdarverkamönn- um og svöruðu þannig hótun- um þeirra frá Úganda.“ Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra, litur öðrum augum á málið. Hann segir að árás Israelsmanna sýni ljóslega þörf- ina fyrir „eitthvert alþjóðiegt fyrirkomulag sem notað verði gegn hryðjuverkastarfsemi af þvi að það verði ekki lengur þolað að saklaust fólk verði hai't að skotspæni í viðureign stríð- andi alþjóðlegra fylkinga.“ # Alþjóðlegir samningar Árás ísraelsmanna er í sam- ræmi við stefnu Bandaríkja- stjórnar, er miðar að því að neita flugvélaræningjum um hæli. Síðustu sex árin hafa stjórnvöld í Washington beitt sér fyrir gerð tveggja samn- inga, sem skuldbinda aðildar- ríki til að vísa flugræningjum úr landi eða leiða þá fyrir rétt, ef þeir lenda á yfirráðasvæði þeirra. í þessum samningum eru samt engin ákvæði um refsi- aðgerðir gegn þeim rikjum, sem revnast ósamvinnuþýð, eða þeim, sem hafa skrifað undir en virða samkomulagið siðan að vettugi eins og Úganda. # Strangari reglur Bandaríkin eru því fylgjandi að settar verði strangari al- þjóðlegar reglur til þess að fæla ríkisstjórnir frá því að skjóta skjólshúsi yfir hermdarverka- menn. Tala þeirra ríkja, sem enn virðast reiðubúin að taka á móti flugræningjum, hefur farið ört minnkandi hin síðustu ár. Á þeim lista eru þó enn ríki eins og Líbýa, Alsír, Ku- wait og Suður-Jemen. Sum þess- ara ríkja hafa þó verið hikandi í að veita hryðjuverkamönnum viðtöku. Fram að síðasta flug- vélaráninu hafði Úganda eld-ci verið í tölu þeirra ríkja, sem líkleg þóttu til samvinnu við flugræningja. Sannanir eru fyrir því, að með ströngum öryggisráðstöf- unum á flugvöllum og synjun ríkisstjórna á óskum flugræn- ingja um hæli, megi draga veru- Vinir og félagar: Amin forseti Úganda og Yassir Arafat, for- ingi Palestínuskæruliða. lega úr flugránum. Skýrslur sýna, að flugvélarán náðu há- marki 1969, en þá voru þau 70 talsins. Þar af áttu 33 sér stað í Bandaríkjunum. I fyrra var aðeins vitað um sjö flugvélarán, þar af fjögur í Bandaríkjunum. Aðalástæðan fyrir þessari miklu fækkun er tvímæialausi ákvörðun Kúbustjórnar um að vísa flugvélaræningjum á dyr. Árið 1969 lentu 58 af þeim 70 flugvélum, sem rænt var, ein- mitt á Kúbu. Öllum vélunum, sem rænt var í Bandaríkjunum með tveim undantekningum þó, var leyft að lenda á Kúbu. Árið 1973 náði bandaríska ríkis- stjórnin samkomulagi við Fidel Castro um að flugvélaræningj- um yrði vísað úr landi á Kúbu eða þeir leiddir fyrir dómstóla. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa: Engri þeirra flug- véla, sem rænt var í fyrra, var flogið til Kúbu. # Hvað gerist næst? Hvað munu palestínsku skæruliðarnir, sem skipulögðu síðásta flugvélaránið gera nú í ljósi þeirrar niðurlægingar, sem þeir urðu að þola í Úganda? Fréttamaður U.S. News and World Report í Miðausturlönd- um hafði eftirfarandi um málið að segja: „Diplómatar í þessum heims- hluta benda á, að skæruliða- sveitir Palestínumanna muni að líkindum skoða atburðina í Úganda sem ósigur sinn og leggja allt kapp á að standa sig betur næst. Þeir munu hafa hraðan á, gefa styttri frest og fullkomna verknaðinn að öðrum kosti áð- ur en nokkrum björgunarráð- stöfunum verður við komið. Sérfræðingar hafa af því þungar áhyggjur, að næsta árás verði hrikaleg og eigi á samri stundu að draga athygli um- heimsins að palestínskum sigri burtséð frá þeirri áhæittu, sem taka þarf.“ # Vakti heimsatkygli Bíræfni ísraelska björgunav- leiðangursins hefur vakið heimsathygli og áhrif aðgerð- anna, sem hámarki náðu að- faranótt 3. júlí, eru enn að breiðast út. Strandhöggsmenn- irnir, sem björguðu gíslunum í Úganda, flugu 4000 kílómetra í fjórum flutningaflugvélum að marki sínu. Hármleikurinn hafði raun- verulega hafizt viku fyrr, þeg- ar fjórum palestínskum skæru- liðum tókst að ræna flugvél frá FV 7 1976 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.