Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 27
mönnum. Þingmenn Alþýðu- flokksins fluttu á síðasta lög- gjafarþingi tillögu til þings- ályktunar ,,um afnám tekju- skatts af launatekjum“. Athygl- isvert er að þetta gerist á sama tíma og sölugjald tvöfaldast. Rökin fyrir afnámi tekju- skattsins eru ekki sannfærandi ef betur er að gáð. Það er óskhyggja að ætla að með því að leggja hann niður hverfi þau vandamál úr sögunni sem samfara eru réttlátari álagningu hans og innheimtu. Reyndar veit enginn hvort sölu- skattur skilar sér tiltölulega betur eða verr en beinir skatt- ar. # Hlutur óbeinu skattanna óljós Eflaust villir það um fyrir mörgum að þeir verða ekki varir við hlut óbeinna skatta í vöruverðinu en geta betur mælt beina skattbyrði sína og borið saman við náungann í skatt- skránni. Sérstaklega er hæpið að með því móti jafnist metin milli launþega og atvinnurek- enda. Eftirlitsvandamálið mundi einfaldlega snúast við. Við afnám tekjuskatts af launa- tekjum yrði tilhneiging til að „taka út tekjur“ sem launa- tekjur. (Reyndai' ætlaði Al- þýðuflokkurinn að leysa þetta á þann snilldarlega hátt að afla meiri tekna i ríkissjóð með því að reikna einstaklingnum í at- vinnurekstri nógu háar tekjur sem væru frádráttarbærar á rekstrinum, en erfitt er að sjá hvernig það gengur upp). Sú röksemd, að skattstofninn sé svo lítill að ekki taki þvi að ininheimta tekjuskattinn, ekki síst með tilliti til kostnaðar því samfara, er nánast út í hött. Að vísu er óljóst í skrifum margra hvernig þeir flokka útsvör og ýmiss konar gjöld sem tengd eru sama skattstofninum að meira eða minna leyti, eins og launaskattur og fleiri atvinnu- rekstrargjöld, en ef álagður tekjuskattur og útsvar eru lögð saman nam álagning þessara gjalda hærri upphæð 1974 en sölugjaldið, en sölugjald og vörugjald fara fram úr á árinu 1975. Sú vinna sem felst í eftir- liti með framtölum og úr- vinnslu mundi litið minnka við afnám tekjuskattsins eins, því að vart er unnt að afnema út- svarið í snarhasti og þessi vinna er nauðsynlegur stuðningur annars eftirlits, þ. m. t. sölu- gjald, launaskattur o. fl. Auk þess eru upplýsingar úr fram- tölum notaðar af ýmsum aðilj- um á hagsýslusviðinu, eins og Hagstofu íslands og Þjóðhags- stofnun og Tryggingastofnun rikisins þarf á upplýsingum að halda varðandi tekjutryggingu, Húsnæðismálastjórn og Lána- sjóður ísl. námsmanna vegna lánveitinga o. s. frv. § Tekjuöflun í staðinn Þó yrði e. t. v. þyngst á met- unum við afnám beinna skatta að rikissjóður yrði að afla tekna í staðinn með öðrum hætti. Reyndar er ekki unnt að taka afstöðu til afnáms tekju- skatts nema meta áhrif þeirrar innheimtu sem koma á í stað- inn. Kæmi þar helst til greina að hækka söluskattinn eða fast- eignagjöld. Seinni leiðin yrði tæplega fær, a. m. k. ekki ein- vörðungu. Fyrri leiðin hefur þann ókost í för með sér að þeir sem litla eða enga beina skatta bera fyrir mundu aug- ljóslega tapa á breytingunni án sérstakra hliðarráðstafana af því tagi sem gerðar voru með skattbreytingunni 1973 þegar söluskattur var hækkaður og tekjuskattur lækkaður, þ. e. með einhvers konar útborgun til þeirra tekjulægstu og e. t. v. niðurgreiðslum vöruverðs sem þó er þröngur stakkur skorinn vegna mikilla niðurgreiðslna á nauðsynjavörum (hið sama gildir um afnám söluskatts á nauðsy nj avör um). Einnig eru önnur atriði óljós í skx'ifum um afnám tekju- skatts, t. d. hvort sleppa eigi öllum söluhagnaði eigna, hverj- ir séu launþegar og hverjir ekki, hvað eigi að gera við tekjutryggingu almannati’ygg- ingakerfis, hvort leggja eigi nið- ur barnabætur, hvort skatta eigi atvinnurekstur í nafni ein- staklinigs allt öðruvísi en í fé- lagsformi o. s. frv. # Endurskoðun tímafrek Eins og kemur fram í ræð- um bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra er nú unnið að athugunum og tillögugerð á ýmsum sviðum skattamála. Að því er varðar tekjuskattinn er tillagna að vænta þegar i haust, en allsherjar umskrif skatta- laga eru tímafrekara verk en svo að því verði lokið á þessu ári. Enda þótt álagning skatta verði seint á þann veg að öllum líki held ég að það verði að freista þess að lagfæra tekju- skattskerfið fremur en afnema það alveg. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ er veitvangur 80 þúsund meðlima íþrótta- og ungmennaíélaga víðs vegar um landið. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ LAUGAVEGI 178. SÍMI 82300. FV 7 1976 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.