Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 33
Reykjavíkurborg ýmis ein eða með þátttöku ríkisins þann kostnað. Þetta skapar engin vandamál, ef slíkri þjónustu er dreift jafnt um landið. Hins vegar getur það gerzt, þegar eitt sveitarfélag tekur frum- kvæðið í þessum efnum, að fólk flytjist þangað til þess að njóta þjónustunnar. Verði svo, þarf þáttaökuhlutfail ríkisins að aukast, til þess að vandræði skapist ekki. Nýleg breyting á tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga bendir þó til þess, að svo verði ekki, heldur ætli ríkisvaldið sveitarfélögun- um aukna þátttöku í þessum málum, án þess að sambærileg- ar tekjur komi á móti. En hvað er að gerast? Hefur fólk flutzt til Reykjavíkur, t.d. til þess að njóta þjónustu sjúkrahúsa og elliheimila? Þeg- ar eftirfarandi tölur eru athug- aðar, má geta sér til um svarið. Á árinu 1950 bjuggu 33,6% landsmanna, sem voru 67 ára og eldri í Reykjavík, þegar Reykvíkingar voru 39.1% íbúa landsins. Á sl. ári bjuggu 46,2% þeirra, sem voru 67 ára og eldri í Reykjavík en nú eru Reykvík- ingar 38,6% íbúafjöldans á landinu öllu. VARHUGAVERÐ ÞRÓUN í REYKJAVÍK í fyrra fækkaði Reykvíking- um um 219 manns. Á undan- förnum árum hefur það sama gerzt í Reykjavík og í stórborg- um erlendis. Miðbærinn deyr sem verzlunarhverfi, en stofn- anir taka við. Barnafólk og eldra fólk verður hlutfallslega stærri hópur íbúafjöldans. Há- tekjufólkið býr í nágranna- byggðunum en sækir vinnu sína, niðurgreiddar tómstundir og ýmsa niðurgreidda þjónustu til Reykjavíkur. Þetta allt eiga íbúar Reykjavíkur að greiða fyrir. Þegar hreyfing sem þessi er komin á skrið, er hún vand- stöðvuð. Sameining Stór- Reykjavíkursvæðisins var ef til vill eitt sinn möguleg, en er hún það enn? FV 7 1976 Iðnþróun frumstæðs veiðiþjóðflokks Grein eftir Leó M. Jónsson, rekstrartæknifræðing Erlendir sérfræðingar, en þeir eru tilbeðnir á íslandi, hafa bent á hve tækniþróun hefur verið lítil hérlendis miðað við það tækni- æði, sem riðið hefur hús’um í áratugi í nágrannalöndunum. Þegar rætt er um sérhæfingu í sambandi við iðnþróun er rétt að gera greinarmun á tveimur hugtökum, sem tengjast henni. Annars vcgar er um það að ræða að fyrirtæki sérhæfi sig t. íd. í fram- lciðslu ákveðinna hluta eða varnings en hinsvegar um það að ræða að cinstaklingar sérhæfi sig í störfum á ákveðnu sviði. Það er sérhæfing einstaklingsins sem ég mun fjalla um í þessari grein. Sérhæfni sem er afleiðing sérhæfingar, felst í því að beitt er skipulagðri þekkingu til þess að leysa ákveðim viðfangsefni eða vandamál. Hún beinist að því að nálgast viðfangsefnið á skipulagðan hátt, fremur en að hún merki að hinn sérhæfði hafi tæmandi þekkingu á ein- hverju skýrt afmörkuðu sviði. Hvort tæmandi þekking sé yf- irleitt til er svo önnur saga. Þjálfun til sérhæfingar mið- ar að því að nýta hæfileika á dýptina fremur en á breiddina, ef þannig má að orði komast og því ekki um það að ræða að gerðar séu meiri kröfur hvað varðar hæfileika og greind en við önnur störf. Það er oft að maður heyrir nefnt orðið „fag- idiot“ í sambandi við sérhæfni, enda kannski ekki nema eðli- legt. En það er misskilningur eins og svo margt annað órök- stutt kjaftæði sem um þessi mál er viðhaft. Undantekningin sannar regluna og „fagidiotið“ er afleiðing misheppnaðrar sér- hæfingar, oftast vegna þess að lágmarkshæfileikar eða greind var ekki til staðar í upphafi þjálfunar. SÉRHÆFNI ER AFLEIÐING AUKINNAR TÆKNI Til eru þeir sem vilja meina að öfugt við fyrirsögn mína, sé aukin tækni afleiðing sérhæf- ingar og er það sennilega jafn rétt. Sérhæfni felst í skipu- lagðri þekkingu og mjög á- kveðinni verkaskiptingu. Séi’- hæfnin er því barn síns tíma. Eitt af einkennum tæknialdar- innar sem við nú lifum er sú staðreynd, að oft er vitað að lausn er til á ákveðnu vanda- máli, án þess að hún sé þekkt. Það var vitað fyrir löngu að menn kæmust til tunglsins svo dæmi sé nefnt. Það dæmi valdi ég ekki af handahófi þótt af miklu sé að taka. Tunglferð Bandaríkjamanna er talandi dæmi um hve langt má ná á sviði tækninnar með samvirkj- un vísindalegrar séi'hæfni. Til eru þeir sem telja tuingl- fei'ðina hégómlega montreisu og að því fé sem til hennar var varið, hefði fremur átt að verja til mannúðarmála svo sem að seðja hungur fólks í öðrum heimshlutum. Nú er þó ljóst að tunglferðin og sú gífurlega tækni- og vísindastai’fsemi sem hún krafðist, hefur komið mannkyninu að meira gagni en nokkurn óraði fyrir. Hvort heldur er í þróuðum tæknisam- félögum eða vanþróuðum ríkj- um, má allsstaðar sjá framfarir, sem eiga rót sína að rekja til vísindastarfa og ótrúlegrar skipulagshæfni þeirra möi'gu 33 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.