Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 39

Frjáls verslun - 01.07.1976, Side 39
Húsakynni Framkvæmdastofnunar og Þjóðhagsstofnunar við Rauðarárstíg. Hjá Þjóðhagsstofnun vinna 19 fastráðnir starfs- menn. birgðaeign o. s. frv. Þannig gagnast okkur t. d. alls ekki strax svo um muni verðhækk- un á fiskmjöli, sem orðið hef- ur að undanförnu, því fram- leiðsla vetrarvertíðarinnar er að mestu eða öllu seld og lítið mjöl til í landinu. Gangi sum- arveiðar á loðnu vel, mun þessi verðhækkun þó skila sér fyrr en ella. Með fyrirvara um at.- riði af þessu tagi, sem vita- skuld eru öllum ljós, ef að er gáð, mætti kannski segja, að breytingar á ,,dagprísum“ á helztu útflutningsvörum okkar, t. d. freðfiski, komi yfirleitt fram í útflutningstölum með ársfjórðungs til hálfs árs töf. í þessu efni er þó ekki til nein algild regla. F.V.: — Að hvaða leyti breytir verðlags'þróun erlendis að undanförnu spám sérfræð- inga um afkomu þjóðarbúsins, eða var þegar gert ráð fyrir þessum breytingum^í þjóðhags- spám, sem fyrirliggjandi eru? J. S.: — í spám, sem Þjóð- hagsstofnunin setti fram á síð- ast liðnu hausti, var með því reiknað, að útflutningsverð i erlendri mynt hækkaði um 8% á árinu 1976 frá ár- inu 1975, en innflutnings- verð hækkaði nokkru minna eða um 6-7%. Eins og ég nefndi áðan hefur útflutningsverð hækkað nokkru meira en þetta þegar á fyrri helmingi ársins, og með tilliti til þess að út- flutningsverðlag fer enn hækk- andi umfram innflutningsverð virðist nú líklegt, að viðskipta- kjörin snúist okkur í hag um 7-8% á þessu ári í stað spár um 1% bata viðskiptakjara, sem fram var sett í fyrrahaust. í skýrslunni Úr þjóðarbúskapn- um, sem Þjóðhagsstofnun gaf út í júnímánuði síðast liðnum, er einmitt gerð grein fyrir þess- um horfum. Þar kemur fram, að brátt fvrir batnandi við- skiptakjör sé ekki að vænta aukningar þjóðartekna á árinu 1976, því að fremur er búizt ■'dð nokkrum samdrætti fram- leiðslumagns í heild. Hér er fvrst og fremst um að ræða áhrif nauðsynlegs samdráttar f þjóðarútgjöldum, en einnig eru taldar horfur á nokkrum sam- drætti í sjávarafurðafram- leiðslu, einkum vegna aflamiss- is á loðnuvertíðinni á síðast liðnum vetri. Þannig eru, á heildina litið, horfur á svipuðu raungildi þjóðartekna á þessu ári og við var búizt í fyrra haust. Vonir standa þó til, að viðskiptahallinn við útlönd rétt- ist heldur meira en þá var spáð. F.V.: — í framhaldi af þessu er e'ðlilegt að spyrja: Hverj- ar eru helztu ástæðurnar fyr- ir bættum vöruskiptajöfnuði fyrstu sex mánuði þessa árs? I fréttum að undanförnu hefur komið fram, að vöruskipta- jöfnuður fyrri árshelmings í ár hafi verið óhagstæður um tæpa fjóra milljarða króna saman- borið við tæplega 14 milljarða halla í fyrra? J. S.: — í tölunum, sem þú nefnir, er útflutningur reikn- aður á f.o.b.-verði, en innflutn- ingur á c.i.f.-verði. Ef útflutn- ingur og innflutningur er reikn- aður á sama hátt á f.o.b.-verði og á sambærilegu gengi, var halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu sex mánuði ársins 1976 tæplega 1 milljarður samanbor- ið við u. þ. b. 12V2 milljarðs halla sömu mánuði í fyrra. Þennan ,,bata“ um 11V2 millj- arð má rekja til fimm atriða: 1) Útflutningur á áli hefur færzt í eðlilegt horf og varð 35 þúsund tonn á fyrri helm- ingi ársins samanborið við 10 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Innflutningur á rekstrarvörum til álversins var einnig óvenju mikill fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Þessi umskipti í ál- viðskiptum skýra um 5-5 V2 milljarð af „batanum“. Þetta mun hins vegar snú- ast við á síðari hluta ársins 1976 samanborið við sama tíma í fyrra. Fyrir liggja spár, sem sýna nokkru minni viðskiptaafgang í ál- viðskiptum á síðari hluta árs 1976 en var 1975. 2) Verðhækkun á sjávarvörum um 10-11% reiknað í er- lendri mynt skýrir rúmlega 2 milljarða króna. Auk þess hefur sjávarvöruútflutning- ur aukizt nokkuð, sennilega 3-4%, eða sem nemur 1/2 til 1 milljarði króna. 3) Aukning annars útflutnings, þ. e. einkum iðnaðarvöru annarar en áls og landbún- aðarafurða, var einnig mik- il, og skýrir sennilega 1 milljarð af batanum. 4) Samdráttur í innflutningi meiri háttar fjárfestingar- vöru, skipa og flugvéla o. þ. h., skýrir 2 milljarða. FV 7 1976 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.