Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.07.1976, Qupperneq 45
,,Ég tel hvorki von né vit til þess a'ð rekstur alls okkar stóra fiski- flota geti verið arðbær við ríkjandi ástand fiskstofnanna við landið,“ segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar. ingu fiskstofnanna við landið er hins vegar ekki eingöngu líffræðilegt spursmál. Við verð- um að vega og meta efnahags- legan ávinning og kostnað, sem fylgir hugsanlegum friðunarað- gerðum. Þannig koma efnahags- legu sjónarmiðin inn í mynd- ina. Endanlegar ákvarðanir hljóta hins vegar að vera stjórn- málalegs eðlis, en þar koma eflaust enn fleiri atriði til greina, ekki sízt hvaða áhættu menn vilja taka í þessu efni. Ég tel afar mikilvægt að góð samvinna sé milli fiskifræðinga og hagfræðinga og reyndar sér- fræðinga á fleiri sviðum til þess að meta skynsamlega þær leið- ir, sem um er að velja í fisk- veiðimálum á næstu árum. Slíkt samstarf fer nú fram — og hefur reyndar gert í nokk- ur ár milli Hafrannsóknarstofn- unar og Þjóðhagsstofnunar. Árlegum skýrslum okkar um þjóðarbúskapinn hafa síðustu ár fylgt álit sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunar á aflahorf- um komandi ára. Vitaskuld er nú sérstaklega brýn þörf á sam- vinnu af þessu tagi. F.V.: — Hver eru aðalverk- efni Þjóðhagsstofnunar og hvað starfa margir hjá henni? J. S.: — Ég held að þessari spurningu sé bezt svarað með því að vitna í lögin um stofn- unina, en þar segir, að verkefni Þjóðhagsstofnunar sé að fylgj- ast með árferði cg afkomu þjóð- arbúsins, vinna að hagrannsókn- um og vera ríkisstjórn og Al- þingi til ráðuneytis í efnahags- málum. í lögunum er verkefn- inu gerð nánari skil með upp- talningu þar sem segir: „Meðal verkefna Þjóðhags- stofnunarinnar eru þessi: 1) Að færa þjóðhagsreikninga. 2) Að semja þjóðhagsspár og -áætlanir. 3) Að semja og birta opinber- lega tvisvar á ári, vor og haust, yfirlitsskýrslur um þróun þjóðarbúskaparins og horfur í þeim efnum, þar á meðal um framleiðslu, neyzlu, fjárfestingu, við- skipta- og greiðslujöfnuð, verðlag og kaupgjald, at- vinnu og tekjur almennings. afkomu atvinnuvega og fjár- mál hins opinbera. Auk þess skal stofnunin koma niður- stöðum athugana sinna á ein- stökum þáttum efnahags- mála fyrir almennings sjón- ir, eftir því sem kostur er. 4) Að annast hagfræðilegar at- huganir og skýrslugerð um efnahagsmál fyrir ríkis- stjórnina og alþjóðastofnan- ir á sviði efnahagsmála, eft- ir því sem ríkisstjórnin ákveður, og fyrir Seðla- banka íslands og Fram- kvæmdastofnun ríkisins, eft- ir því sem um semst. 5) Að láta alþingismönnum og nefndum Alþingis í té upp- lýsingar og skýrslur um efnahagsmál. 6) Að veita aðilum vinnumark- aðarins upplýsingar um efnahagsmál og annast fyr- ir þá hagfræðilegar athugan- ir, eftir því sem um semst.“ Meðal sérstakra verkefna má nefna, að forstjóri Þjóðhags- stofnunar, eða fulltrúi hans, er oddamaður í yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegs við fisk- verðsákvarðanir, sem ágrein- ingur er um. Þessu starfi hef- ur fylgt margvísleg upplýs- ingastarfsemi og athugun á af- komu sjávarútvegs. Reyndar gefur stofnunin út sérstakar skýrslur — atvinnuvegaskýrsl- ur — um rekstur helztu at- vinnuvega. Stofnunin hefur það verkefni að semja tekjuáætlun fjárlagafrumvarps, en því verki hefur fylgt margháttað starf við athuganir á skattamálum og fjármálum. Þá er stofnunin lög- um samkvæmt umsagnaraðili um rafmagnsverðákvarðanir Landsvirkjunar og Rafmagns- veitna ríkisins. Stofnunin tek- ur mikinn þátt í samskiptum við alþjóðastofnanir á sviði efnahagsmála, einkum við OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn. Þjónustustörf við gerð kjarasamninga hafa og einatt orðið umfangsmikil. Með lög- unum er lögð sérstök áherzla á upplýsingaþjónustu um efna- hagsmál fyrir þá mörgu aðila og stofnanir, sem- um þessi mál fjalla í okkar fjölþætta þjóð- félagi. En stofnunin á einnig að vinna að rannsóknum, þótt stundum reynist erfitt að finna þeim tíma í dagsins önn. Svo ég víki að starfsliði Þjóð- hagsstofnunar, þá eru fastir starfsmenn um þessar mundir 19, en auk þess vinna nokkrir viðskipta- og hagfræðinemar i námsleyfum og viðskipta- og hagfræðingar við framhalds- nám jafnan hjá stofnuninni við ýmis störf, bæði á sviði skýrslu- gerðar og rannsókna. Líklega nemur vinna lausráðinna manna um 45 starfsmánuðum á þessu ári, þ. e. svarar til nær 4 starfsmanna. FV 7 1976 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.