Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 49
Spjall um íslenzk stjórnunarmál:
Aldrei brýnna að nofa stjórnun-
artækni en við erfiðar aðstæður
í verðbólguþjóðfélagi
Kennsla í stjórnun skammt á veg komin hérlendis en þarf að ná lengra
niður í skólakerfið
FRJÁLS VERZLUN fékk nýlega stjórnendur þri ggja stórfyrirtækja til þess að ræða Iítillega um
stöðu stjórnunarmála hérlendis. Þessir menn hafa allir haft töluverð afskipti af stjórnunarfræðslu-
málum hér á Iandi en þeir eru, Hörður Sigurgestsson, framkv.stj. hjá Flugleiðum, Sigurður Jó-
hannsson, vegamálastj. og Ragnar Halldórsson, forsíj. ísal, sem jafnframt er núverandi formaður
Stjórnunarfélags íslands. Umræðustjórar voruBergþór Konráðsson, rekstrarhagfr. og Jóhann Briem,
framkv.stj.
Sp.: Er hægt að meta það
hvar íslendingar eru á vegi
staddir á sviði stjórnunar miðað
við nágrannaþjóðirnar?
Hörður: Ef þú ert að spyrja
um hvar við stöndum almennt
miðað við önnur lönd held ég
að það sé erfitt að finna ein-
hvern einhlítan mælikvarða á
það. Sá mælikvarði, sem mér
dettur í hug að nota, væri helzt
að bera saman hvernig menn
beita stjórnunarþekkingu í fyr-
ii’tækjum og stofnunum 'hér
samanborið við önnur lönd, en í
fræðslukerfinu á íslandi er
stjórnun mjög lítið formlega
sinnt.
Sp.: Þú telur að stjórnunar-
fræðslu í landinu sé ábótavant.
Hörður: Það er að vísu stutt
síðan að farið var að tala um
stjórnun hér. Þegar Stjórnunar-
félag íslands var stofnað 1961
var hugtakið í merkingunni að
beita ákveðinni þekkingu til að
bæta rekstur fyrirtækja og
stofnania tiltölulega nýtt.
Það hefur mikið áunnizt síð-
an en það er líka ýmislegt eft-
ir t. d. er enn mjög takmarkað
hvað kennt er í stjórnun í
framhaldsskólum.
Ragnar: Ég er sammála
þessu. Mér skilst að 'kennsla á
þessu sviði í háskólanum hafi
tekið miklum framförum á
undanförnum árum en hún
þarf að ná lengra niður í skóla-
kerfið.
Sp.: Hafa íslenzkar aðstæð-
ur eins og stærð fyrirtækjanna
ekki haft áhrif á stjórnun hér?
Ragnar: Fyrirtækin hér eru
mjög smá, sem er m. a. afleið-
ing af. því að margir líta svo á,
að aðaltilgangurinn með því að
reka fyrirtæki sé að útvega
eigandanum forstjórastöðu.
Þetta er vafalaust lika tilkomið
af skattalegum ástæðum eins og
þeim er hér háttað.
Þetta hefur hins vegar í för
með sér að of miklu vinnuafli
er beitt til að stjórna of litlum
einingum. Þar sem einingarnar
hérlendis hafa náð sæmilegri
stærð er stjórnun í mjög þokka-
legu lagi og ég efast um að
Norðurlönd standi okkur þar
nokkuð framar.
Sigurður: Hvað opinber fyr-
irtæki snertir þekki ég eðlilega
bezt til Vegagerðarinnar og
hvernig vegagerðir á Norður-
löndum reka sín fyrirtæki.
Hvað fjárhagslegt bókhald og
upplýsinigastreymi viðkemur
held ég að þetta sé ekki orðið
mjög frábrugðið. Við erum
komnir með tölvubókhald og
fáum um tuttugasta hvers mán-
aðar yfirlit yfir alla eyðslu í
framkvæmdum og rekstri.
Auðvitað eru okkar vegir
FV 7 1976
49