Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 50
Við umræð.uborð: Bergþór Konráðsson rekstrarhagfræðingur, Ragnar Halldórsson, forstjóri ísals,
Jóhann Briem framkvæmdastjóri, Hörður Sigurgestsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, og
Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri.
ekki jafngóðir og þeirra, en það
er önnur saga.
Hin stjórnunarlega hlið er
ekki mjög frábrugðin.
Við erum búnir að dreifa
miklu af okkar tækni- og bók-
haldsstarfsemi út í umdæmin.
Þar eru skrifstofur sem stjórna
öllum daglegum framkvæmdum
og það eru aðeins meiriháttar
ákvarðanir sem teknar eru í
Reykjavík. Upplýsingarnar
koma mánaðarlega frá þessum
aðilum, þeim er safnað saman
hér í Reykjavík og við getum
fljótlega kippt í spottann ef
eitthvað ætlar að ganga úrskeið-
is.
Sp.: Finnst ykkur ekki hafa
gengið illa að ná fram samein-
ingu og aukinni samvinnu fyrir-
tækja hérlendis?
Ragnar: Það er ekki einungis
erfitt að sameina fyrirtæki,
heldur er reynslan fremur sú að
fyrirtækjum sem ganga sæmi-
lega er skint upp svo að eigend-
ur geti orðið forstjórar sinn í
hvoru fyrirtækinu. Þannig nýt-
ist hins vegar oft bæði starfslið
og húsnæði ver sem bitnar á
arðseminni.
Hörður: Kemur þetta ekki
líka til af því að menn setja
ekki arðsemiskvarða á hlutina.
Ef menn hefðu hann skýrðist
betur fyrir þeim að þeir eru að
leika sér með fyrirtækjarekst-
ur, sem e. t. v. er ekki arðbær
fyrir þjóðfélagið í heild.
Sp.: Hefur sameining flugfé-
Iaganna styrkt samkeppnisað-
stöðu þeirra?
Hörður: Það er ekki nokkur
vafi á því að minu áliti og það
kemur fram i því hvernig
rekstrarstöðu flugfélaganna
hefur verið snúið við nú á tveim
árum. Sameining getur verið
skynsamleg þar sem smáfyrir-
tæki eiga í samkeppni við
stórfyrirtæki á alþjóðamarkaði,
en ýmis rekstur hlýtur að halda
áfram að vera í smáu formi.
Það er enginn vafi á því að það
er rétt sem Ragnar segir, það er
betur hægt að nýta stjórnunar-
þekkingu í stærri fyrirtækjum
enda hefur stjórnunartæknin
þróazt þar, en það er samt sem
áður ástæða til að benda á að
mörgu af því sem við þekkjum
í stjórnunartækni má líka beita
með árangri í minni fyrirtækj-
um.
Sp.: Er minna um það að lítil
fyrirtæki sæki námskeið Stjórn-
unarfélagsins?
Hörður; Það held ég ekki, en
eftir því sem ég kynntist þessu
var afar fátítt að það væri nokk-
ur sem kæmi nálægt sjávarút-
vegi eða fiskiðnaði- eni iðnaður,
þjónustufyrirtæki og verzlun
hafa haft áhuga á þessu, svo og
ríkisfyrirtæki.
Sp.: Oft er talað um að arð-
semissjónarmiðið sé of sjaldan
látið sitja í fyrirrúmi og sér-
staklega þó þegar opinberar
framkvæmdir eiga í hlut?
Sigurður: Jú, það er rétt. Um
þetta he-fur verið rætt í mörg
ár. Þegar við fengum lán hjá
Alþjóðabankanum á sínum
tíma var markmiðið sett við
10% arðsemi. Þegar þetta var
endurreiknað af bankanum eft-
ir á kom í ljós að þetta stóðst
þrátt fyrir magnbreytingar og
verðbreytingar á framkvæmda-
tímanum, eins og alltaf vill
verða. Þegar við reiknum út
arðsemi af fjárfestingu í fá-
förnum vegum komum við hins
vegar kannski út með arðsemi
sem er 1% eða minna. Meiri-
hlutinn af allri okkar fjárfest-
ingu í vegamálum er með sára-
litla arðsemi, en þessar fram-
kvæmdir -eru nauðsynlegar af
félagslegum orsökum.
Ragnar: Hvað varðar opin-
berar framkvæmdir er póli-
tíkin oft alveg látin ráða eins
og skóladæmið um skuttogara-
kaupin sýnir. Á ráðstefnu sem
Stjórnunarfélgið hélt í vor kom
fram það álit þorra mamna að
togaraflotinn væri allt að
50
FV 7 1976