Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 55

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 55
framkvæmdir á Eiðinu. Fyrir- hugað er að reisa skipalyftu þar beint á móti Básaskers- bryggju. Hún verður sett upp eins lítil og hagkvæmt þykir með stækkunarmöguleikum. Eins og þessum málum er hag- að í dag er enginn möguleiki til stækkunar og slippurinn í hin- um mestu þrengslum. Að öðru leyti verður Eiðið tekið undir fiskiðnað og reistur verður við- legukantur út undir norður- garð. Þetta kom fram í samtali sem blaðamaður FV átti við Pál Zophoníasson, nýráðinn bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum. Páll sagði, að þetta væri á viðræðustigi í hafnarstjórninni og við erhbættismenn Vita- og hafnarmálaskri-fstofunnar. — Þetta er ekki á 4 ára áætlun en þó getur verið að hægt sé að hliðra til. — Það þarf að auka atvinnu- lífið til mikilla muna hér í Eyj- um og nú kemur í Ijós hve sterk fyrirtækin eru að axla byrðarnar í sambandi við upp- bygginguna, bætti bæjarstjór- inn við. Ibúaskráin. Páll s-agði að nú væru sam- kvæmt íbúaskrá sem gerð var 1. júní ‘76 4280 manns búsettir í Eyjum. Samkvæmt skrá sem gerð var 1. desember ‘75 voru um 368 manns fleiri. Það liggur í því að fóik, sem býr annars staðar en telur sig hafa iög- heimili hér var talið með. Þau sveitarfélög sem þarna eiga hlut að máli fóru fram á að um 80 manns yrðu kærðir út af skrá og hefur það verið gert. — Þarna var eingöngu um að ræða fólk sem hefur fulla vinnu og virðast mér þessi sveitarfé- lög hafa aðeins tekið hliðsjón af tekjumissi síoum, því gamalt fólk og unglingar voru ekki kærð út af skrá. — Bjartsýn- ustu vonir voru að um áramót- in ’77—’78 yrði komin sama íbúatala og var fyrir gos. En nú er fyrirsjáanlegt að það verði nokkrum áru-m seinna. — Við þurfum að -auka hús- næðisbyggingar. Það vantar FV 7 1976 Fyrir utan verzlunina Brimnes var einn afgrei'ðslumaðurinn að mála auglýsingu. í verzluninni Kjarna voru eigendurnir önnum kafnir við af- greiðslustörf. Halldór Ingi annar frá vinstri að útskýra hljóm- flutningstæki, en Bjarni Sighvatsson annar frá hægri borvél. Þeir gera einnig við flestar tegundir rafmagnstækja. ennþá hátt í 300 íbúðir til að ná tölunni fyrir gos. Húsnæðisvandamálið. í Eyjum eru 1218 íbúðir í dag. Þar af eru 938 í einkaeign, 55 eru óíbúðarhæfar af ýmsum orsökum og á vegum bæjarins eru 109 leiguíbúðir. — Ástæðan fyrir því að bær- inn fór út í að leigja húsnæði var til að flýta fyrir uppbygg- Ingibjörg Johnsen í blómabúð sinni að útbúa blómvönd. in-gunni. Það voru keypt 58 Telescopehús sem er algjör bráða-birgðalausn. Til að flýta enn frekar fyrir uppbygging- unni réðist bæjarsjóður í bygg- ingaráætlun Vestmannaeyja. Það eru 36 verkamannabústað- ir, 55 til endursölu á kostnaðar- verði og 11 leiguíbúðir. í Vélsmiðjunni Magna var einn starfsmaðurinn að gera við dælu úr einum bátnum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.