Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 59

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 59
Sigur- báran kom drekk- hlaðin eftir 3 sólar- hringa á veiðum. verndunarsjónarmiðið ráðið, sagði hann, heldur hreppapóli- tík, því þarna er ekki um neinn smáfisk að ræða eða uppeldis- stöðvar. Þarna er einfaldlega verið að mismuma mönnum. — Ég er illa svikinn ef út- vegsbændafélagið hér í Eyjum tekur þessum breytingum þegj- andi og hljóðalaust. Hann lauk máli sínu á að segja að augljóst væri að ekk- ert annað en sýndarmennska réði í þessum blessaða sjávar- útvegi. Þá voru humarkarlarnir held- ur óhressir, en það var vegna lélegrar vertíðar og stöðugrar ótíðar. Þó batt einn skipstjórinn vonir við að úr myndi rætast, það er að segja ef Hornfirðing- arnir væru ekki búnir að fylla kvótann, þegar veðrið loksins lagaðist. Hjá Fiskiðjunni. — Við erum að sleikja sár okkar eftir gosið og fá þau til að gróa, en það tekur örugglega nokkur ár og þegar þau eru gró- in þá fyrst hljótum við að huga að framtíðarhugmyndunum, sagði Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar er blaðamaður FV ræddi við hann. — Þetta gos kemur til með að tefja eðlilega framþróun um 5—10 ár. Um sumarvertíðina sagði Guðmundur að Fiskiðjan væri búin að taka á móti 2200 tonn- um frá 15. maí. — Sumarvertíðin er óvenju góð og mikil upplyfting fyrir bæjarfélagið og einstakling- ana, en fyrirtækin hafa ekki verulegan ágóða út úr henni. Það liggur í að verri fiskur kemur að landi og vinnslukostn- aðurinn er meiri eins og núna þegar unnið er til klukkan 10 á hverju kvöldi. Við teljum það gott að standa á jöfnu og geta haldið rekstrin- um gangandi. Aflamagnið á vetrarvertíðinni. Samkvæmt tölum sem FV aflaði sér hjá vigtarmanninum um heildaraflann á vertíðinni í vetur var landað í Eyjum 22.433 tonnum til 15. maí, en á sama tíma í fyrra var landað 21.342 tonn. Sú stöð sem tók á móti mesta fiskinum var Fiskiðjan með 6495 tonn, þá ísfélagið 6440 tonn og þriðja hæst var Vinnslustöðin með 6279 tonn. Aðrar stöðvar voru með mun minna. Einn togari, Vestmannaey, landar í Eyjum og er hans hlut- ur í heildaraflanum 924 tonn. í haust mun bætast við flota Vestmannaeyinga nýr togari, en það eru Vinnslustöðin, Fiskiðj- an og ísfélagið, sem eru að kaupa hann frá Póllandi. Hon- um hefur verið gefið nafnið Klakkur VE, en gárungar eru búnir að gefa honum nýtt nafn og vilja kalla hann Bagga VE. I fiskvinnslustöðvunum er mik- il vinna og unnið fram eftir á kvöldin. FV 7 1976 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.