Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 71

Frjáls verslun - 01.07.1976, Page 71
Verksmiðjur SÍS: Hafa byrjað útflutning á sængum til Bretlands Fyrirtæki stofnað í Bradford til að sjá um dreifingu Verksmiðjur SÍS hafa löngum sett svip sinn á Akureyri og skap- að mörgum bæjarbúum trausta atvinnu árið um kring. Allar verksmiðjurnar heyra undir Iðnaðardeild SÍS, en á sl. ári var aðsetur hennar flutt norður til Akureyrar og má líta á það' sem eðlilegt framhald þess að þar fer aðalstarfsemi verksmiðjanna fram. Áður hafði Iðnaðardeildin haft aðsetur í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar SÍS, Hjörtur Eiríksson, sagði í viðtali við Frjálsa verzl- un, að tíminn, síðan iðnaðar- deildin hefði flutt, hefði að mestu farið í að skipuleggja verkefni deildarinnar, en það hefði þegar komið í ljós á þessu ári að lang eðlilegast væri að miðstöð Iðnaðardeildarinnar væri á Akureyri, þar sem aðal- framleiðslan og aðalútflutning- ur iðnaðarvörunnar fer fram. En til þess að halda uppi nán- um tengslum, við Suðurlandið lika, var ákveðið að aðstoðar- framkvæmdastjóri deildarinn- ar hefði aðsetur í Reykjavík og hans helstu verkefni eru pen- ingamál og sölumál á Suður- landi. Á NÍUNDA HUNDRAÐ STARFSMENN Undir Iðnaðardeild SÍS heyra eftirtaldar verksmiðjur: Ullar- verksmiðjan Gefjun, Skóverlc- smiðjan Iðunn, Skinnaverk- smiðjan Iðunn, Fataverksmiðj an Hekla, Fataverksmiðjan Gefjun i Reykjavík, Gefjun í Austurstræti (Vöruhúsið), Dyngja á Egilsstöðum, Húfu- verkmiðjan Höttur í Borgar- nesi og Sameignarverksmiðjur KEA, þ. e. Efnaverksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Akur- eyrar. Alls vinna hjá verksmiðj- unum öllum á níunda hundrað manns. Hjörtur sagði að margt væri á döfinni hjá einstökum verk- smiðjum og yrði of langt mál Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS. að telja það allt upp, en af stærstu verkefnum væri það helst að frétta, að nú stendur yfir mikil uppbygging á Gefj- uni. NÝTT VERKSMIÐJUHÚS GEFJUNAR — Það er verið að byggja 2000 fermetra verksmiðjuhús- næði fyrir Gefjun og verður það fokhelt í ágúst nk. og er ráðgert að hægt verði að taka það í notkun fyrir áramótin. Við höfum keypt kembi- og spunavélar ásamt fullkomnun; litunarvélum og verður þessurn tækjum komið fyrir í nýja verk- smiðjuhúsnæðinu. Með tilkomu þessara tækja verður hægt að stórauka garnframleiðsluna og svara þannig vaxandi eftir- spurn erlendis. Hugmyndin er að selja út eitthvað af garni samhliða því, sem við fullvinn- um vöru úr því. Stór hluti fram- leiðslunnar fer á Bandaríkja- markað. Þá sagði Hjörtur að nýju vél- arnar hefðu ekki aðeins í tor með sér möguleika á frain- leiðsluaukningu, heldur einmg möguleika á framleiðslunýjung- um. — Við ætlum að hefja fram- leiðslu á nýjum peysutegundum úr fínni garntegundum en við höfum notað til þessa. Garnið verður blanda af ull og gervi- efni til helminga og verður framleitt bæði í sauðalitum og öðrum litum. Peysurnar verða aðallega framleiddar í Heklu og Prjónastofunni Dyngju á Egils- stöðum, sem SÍS keyp-ti á ár- inu. Hugsum við okkur að end- urbæta verksmiðjuna og stækka hana með þessa framleiðslu í huga.. MIKIL FRAMLEIÐSLU- AUKNING HJÁ HEKLU — Ekki má heldur gleyma starfsemi nýrrar og glæsilegrar skinnasaumastofu Heklu, sem er til húsa í nýju húsnæði á Óseyri á Akureyri. Þar eru framleiddar mokkakápur og verður mjög mikil framleiðslu- aukning á þeim á þessu ári. Mokkakápurnar hafa náð mjög miklum vinsældum og því var ákveðið að fara út í verulega framleiðsluaukningu á þeim. Er það í beinu framhaldi af stel'nu SÍS að fullvinna hráefnið hér heima. Búið er að ganga frá samningi um sölu á 5000 káp- um til Sovétríkjanna, en auk FV 7 1976 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.