Frjáls verslun - 01.07.1976, Síða 81
Ofnasmiðja iVorðurlands
Skipt um ofna í mörgum
húsum með tilkomu hitaveitu
á Akureyri
Fyrirtækið stofnað fyrir fimm árum og þar heldur kona um stjórnvölinn
— Um leið og holan við Syðra-Laugaland sýndi jákvæðan árangur jóksi mjög salan í ofnum, sem
henta til hitaveitu, en Ofnasmiðja Norðurlands hf. framleiðir slíka ofna. Þetta sagði Guðrún Einars-
dóttir, forstjóri Ofnasmiðju Norðurlands, þegar Frjáls verslun heimsótti fyrirtæki hennar fyrir
skömmu. Ofnarnir, sem fyrirtækið framleiðir eru úr 1.5—2 mm stáli og eru með sérstökum lok-
um, sem ætlað er það hlutverk að gera nýtingu heita vatnsins sem besta.
Rörin sem ofnarnir eru fram-
leiddir úr eru keyptir hjá Kos
an Simplex A/S í Kaupmanna-
höfn og hafa þau reynst vel,
enda er stálið í þeim mjög
þykkt miðað við það sem tíðk-
ast við framleiðslu ofna hér-
lendis.
Guðrún var inrit eftir því
hvort ekki biðu stór verkefni
þegar kæmi að því að Akur-
eyringar þyrftu að fara að
skipta um ofna hjá sér vegna
hitaveitunnar. Hún kvaðst vona
að svo væri, en á þessu stigi
málsins væri ómögulegt fyrir
hana að spá nokkru um hve
stór verkefnin yrðu og hve
hratt þau kæmu. Það færi eftir
svo mörgu, svo sem framleiðslu-
hraða við gerð hitaveitunnar og
hve margir húseigendur skiptu
um ofna.
Guðrún Einarsdóttir, forstjóri Ofnasmiðju Norðurlands, í verk-
smiðjusal fyrirtækis síns.
SKIPT UM OFNA
— Það er ljóst að allir, sem
eru með rafmagnsofna nú og
ætla að fara yfir í hitaveitu
þegar hún kemur, þurfa að
skipta um ofna, þeir sem nú eru
með olíukyndingu þurfa margir
hverjir einnig að skipta um
ofna. Ofnar í húsum með olíu-
kyndingu eru flestir hverjir of
litlir. Að vísu væri hægt að
nota þá, en miklu betri nýting
fæst á heita vatninu ef ofnarn-
ir eru hannaðir fyrir hitaveitu
og því eru ofnaskiptiw fljót að
borga sig fjárhagslega, sagði
Guðrún.
Því næst var Guðrún að því
spurð, hvort hún gæti giskað
á hve mikill kostnaður það yrði
fyrir húseigendur að skipta frá
rafmagns- og olíukyndingum,
sem flestir búa við á Akureyri
og yfir í hitaveitu. Hún sagði
að kostnaður yrði mjög mis-
jafn og ómögulegt að gefa upp
nokkrar ákveðnar tölur í því
sambandi. Það væri verkfræð-
inga og tæknfræðinga að segja
til um það í hverju einstöku
tilfelli hve stóra ofna þarf í
hverja íbúð eða einbýlishús.
Einnig skipti máli einangrun
húsanna hvað viðkæmi stærð
ofna og margt fleira hefur áhrif
á þetta.
UNGT FYRIRTÆKI
Ofnasmiðja Norðurlands er
ungt fyrirtæki. Það var stofnað
í byrjun árs 1971 og er mark-
mið félagsins að framleiða
Runtal ofna, sem í dag eru
framleiddir undir merkinu
O.N.A. ofnar. Fyrirtækið er i
400 fermetra húsnæði við Kald-
baksgötu á Akureyri og hefur
vegnað vel það sem af er. Til
merkis um það er að starfs-
menn voru 5 í byrjun en eru nú
10 talsins.
FV 7 1976
81