Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 18
ÚTLÖIUD
Ársafmæli Helsinki-yfirlýsingar:
Lítt stefnir í frelsisátt fyrir
íbúa Austur- Evrópuríkjanna
Strangar hömlur á samskiptum þeirra við íbúa
Vesturlanda eru enn í fullu gildi
Fyrir rúmu ári komu leiðtogar 32 Evrópuríkja, Bandaríkjanna, Kanada og Vatíkansins saman í
Helsinki til að skrifa undir yfirlýsingu, sem átti að bæta stórum samskipti ríkja í austri og vestri.
Samkvæmt Helsinki-samkomulaginu áttu alþýðu manna í Austur-Evrópu að opnast dyr til frjáls-
legri skipta á skoðunum og upplýsingum við íbúa Vesturlanda en áður hafði verið. Þó er enn
mikill munur á því, hvað stjórnvöld í kommúnistaríkjunum segjast gera til þess að stuðla að
þessu, og hvað þau í ra'un eru að aðhafast.
Bandarískur blaðamaður var
nýverið á ferð um ríki Austur-
Evrópu, en hann hafði áður
dvalizt þar og ferðazt um og
kynnzt málefnum viðkomandi
landa mjög náið.
Hér á eftir fer frásögn hans:
Vestrænir ferðamenn með
harðan gjaldeyri meðferðis fá
vegabréfsáritun og eru aufúsu-
gestir eins og fyrir Helsinki-
samþykktina. En samskipti
þeirra við íbúa landanna eru
eftir sem áður háð mjög ströng-
um reglum. Það er ekki auð-
velt að skiptast á skoðunum eða
upplýsingum.
Sovétríkin og leppríki þeirra
hafa mjög stranga stjórn á
ferðalögum þegna sinna til
Vesturlanda. Hár ferðakostnað-
ur er líka augljós hindrun.
Fleiri Vesturlandadagblöð
fást ,á ferðamannahóteium í
sumum kommúnistaríkjum. En
þetta hefur litla þýðingu fyrir
íbúa landanna, sem ekki mega
kaupa þau.
• Aukið frelsi
fréttamanna
Sovétstjórnin hefur nokkuð
slakað á reglum, sem erlendum
fréttamönnum í Moskvu voru
settar. Þeir geta fengið vega-
bréfsáritun, sem gildir fyrir
fleiri en eina ferð inn í landið
eða úr því. Þá mega þeir ferð-
ast á eigin spýtur til nokkurra
staða í Sovétríkjunum utan
Moskvuborgar. Þeir mega hafa
beint samband við embættis-
menn ríkisstjórnarinnar án
þess að fara fyrst fram á leyfi
utanríkisráðimeytisins til þess.
Það eru hins vegar fáir sovézk-
ir embættismenn sem tala op-
inskátt og frjálslega, ef þeir þá
á annað borð segja orð við er-
lenda fréttamenn.
Gaddavírs-
girðingarnar
eru enn
dæmi-
gerðar fyrir
ófrelsið, sem
A.-Evrópu-
búar verða
að þola.
Svona er nú
umhorfs á
mörkum
A,- og V.-
Berlínar.
Yfirvöld í Rúmeníu, Búigar-
íu, Póllandi og Ungverjalandi
eru alveg jafn reiðubúin að
gefa út vegabréfsáritanir til er-
lendra fréttamanna og þau
voru fyrir Helsinki-ráðstefn-
una. í Austur-Þýzkalandi er
þess krafizt að blaðamenn á
ferðalagi hafi í för meðséropin-
beran leiðsögumann, sem kost-
ar 52 dollara 1 hörðum gjald-
eyri á dag. Enn eiga vestrænir
fréttamenn við einna mesta
erfiðleika að glíma í Tékkó-
slóvakíu, bæði hvað varðar
ferðalög og fréttaöflun þar í
landi almennt talað.
18
FV 8 1976