Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 18

Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 18
ÚTLÖIUD Ársafmæli Helsinki-yfirlýsingar: Lítt stefnir í frelsisátt fyrir íbúa Austur- Evrópuríkjanna Strangar hömlur á samskiptum þeirra við íbúa Vesturlanda eru enn í fullu gildi Fyrir rúmu ári komu leiðtogar 32 Evrópuríkja, Bandaríkjanna, Kanada og Vatíkansins saman í Helsinki til að skrifa undir yfirlýsingu, sem átti að bæta stórum samskipti ríkja í austri og vestri. Samkvæmt Helsinki-samkomulaginu áttu alþýðu manna í Austur-Evrópu að opnast dyr til frjáls- legri skipta á skoðunum og upplýsingum við íbúa Vesturlanda en áður hafði verið. Þó er enn mikill munur á því, hvað stjórnvöld í kommúnistaríkjunum segjast gera til þess að stuðla að þessu, og hvað þau í ra'un eru að aðhafast. Bandarískur blaðamaður var nýverið á ferð um ríki Austur- Evrópu, en hann hafði áður dvalizt þar og ferðazt um og kynnzt málefnum viðkomandi landa mjög náið. Hér á eftir fer frásögn hans: Vestrænir ferðamenn með harðan gjaldeyri meðferðis fá vegabréfsáritun og eru aufúsu- gestir eins og fyrir Helsinki- samþykktina. En samskipti þeirra við íbúa landanna eru eftir sem áður háð mjög ströng- um reglum. Það er ekki auð- velt að skiptast á skoðunum eða upplýsingum. Sovétríkin og leppríki þeirra hafa mjög stranga stjórn á ferðalögum þegna sinna til Vesturlanda. Hár ferðakostnað- ur er líka augljós hindrun. Fleiri Vesturlandadagblöð fást ,á ferðamannahóteium í sumum kommúnistaríkjum. En þetta hefur litla þýðingu fyrir íbúa landanna, sem ekki mega kaupa þau. • Aukið frelsi fréttamanna Sovétstjórnin hefur nokkuð slakað á reglum, sem erlendum fréttamönnum í Moskvu voru settar. Þeir geta fengið vega- bréfsáritun, sem gildir fyrir fleiri en eina ferð inn í landið eða úr því. Þá mega þeir ferð- ast á eigin spýtur til nokkurra staða í Sovétríkjunum utan Moskvuborgar. Þeir mega hafa beint samband við embættis- menn ríkisstjórnarinnar án þess að fara fyrst fram á leyfi utanríkisráðimeytisins til þess. Það eru hins vegar fáir sovézk- ir embættismenn sem tala op- inskátt og frjálslega, ef þeir þá á annað borð segja orð við er- lenda fréttamenn. Gaddavírs- girðingarnar eru enn dæmi- gerðar fyrir ófrelsið, sem A.-Evrópu- búar verða að þola. Svona er nú umhorfs á mörkum A,- og V.- Berlínar. Yfirvöld í Rúmeníu, Búigar- íu, Póllandi og Ungverjalandi eru alveg jafn reiðubúin að gefa út vegabréfsáritanir til er- lendra fréttamanna og þau voru fyrir Helsinki-ráðstefn- una. í Austur-Þýzkalandi er þess krafizt að blaðamenn á ferðalagi hafi í för meðséropin- beran leiðsögumann, sem kost- ar 52 dollara 1 hörðum gjald- eyri á dag. Enn eiga vestrænir fréttamenn við einna mesta erfiðleika að glíma í Tékkó- slóvakíu, bæði hvað varðar ferðalög og fréttaöflun þar í landi almennt talað. 18 FV 8 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.