Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 55
Jóhann J. Jónsson, kaupmaður, Ólafsvík „Legg áherslu á góðar vörur, sem nýtast best hjá húsmæðrunum46 Vaxandi straumur viðskiptavina frá stöðum utan Olafsvíkur Þegar blaðamaður FV var staddur í Olafsvík fyrir skömmu lagði hann leið sína í verzlunina Hvamm í því augnamiði að spjalla við eigandann Jóliann J. Jónsson. Þar var margt um manninn enda rétt fyrir Iokun á föstudegi. Það vakti athygli hve allt var snyrtilegt og mátti sjá vottorð uppi á vegg frá heilbrigðisnefnd að verzlunin hefði staðist allar kröfur um hreinlæti við síðustu skoðun. Jóhann var önnum kafinn við afgreiðslu ásamt starfsfólki sínu, en gat gefið sér tíma til viðtals. — Ég kynntist verzlun og fékk minn skóla hjá Axel Sig- urgeirssyni í Barmahlíð 8 í Reykjavík, en þar starfaði ég í 8 ár. Svo var það fyrir áeggj- an og aðstoð hans að ég byrjaði verzlunarrekstur hér í Ólafs- vík. Einnig fékk ég ómetan- lega aðstoð hjá fósturföður mín- um, Baldri Guðbrandssyni, við byggingu fyrstu verzlunarinn- ar. Svo var það 1973 að ég byrjaði á nýju verzlunarhúsi eða því sem við erum staddir í. Ástæðan var fyrst og fremst sú að gamla húsið var orðið of lítið og missti ég af viðskipt- um þess vegna. Til þess að geta fylgst með og haldið í horf- inu var orðið mjög tímabært að stækka því vöruflokkunum fjölgaði og einnig var aðstaðan fyrir starfsfólkið og bílastæði orðin ófullnægjandi. Það hitt- ist svo þannig á að verzlunin gat hafið rekstur í nýja hús- næðinu á 17 ára afmælisdegi verzlunarinnar 23. nóvember 1974. NÝJA VERZLUNIN GENGUR VEL — Nýja verzlunin hefur dafn- að mjög vel, enda mun að- gengilegri fyrir viðskiptavinina og býður upp á fleiri vöru- flokka. Þá er andinn hjá starfs- fólkinu mjög góður. Ég hef ver- ið heppinn með starfsfólk og það verið hjá mér í tiltölulega langan tíma og er það ómetan- legt að þurfa ekki að vera alltaf að skipta um. Viðskipta- vinunum finnst gott, ef alltaf er sama fólkið. Þeir finna inn á það ef þeir fá góða þjónustu og koma inn í aðlaðandi verzl- un, enda kemur fólk hingað ut- an frá Hellissandi í innkaupa- ferðir og finnst mér það aukast. VAKANDI YFIR VÖRU- VERÐINU Við verðum að vera vakandi yfir vöruverði sérstaklega á innfluttum vörum. Maður verð- ur að vera víða innundir hjá heildsölum til að fá vörur úr sendingum, sem eru á hagstæðu verði. Þó er það ekki algilt. Það hefur verið min reynsla að áherzlu beri að leggja á góðar vörur, sem nýtast best hjá hús- mæðrum. Það er staðreynd að þær sniðganga ódýrar vörur ef þær njóta ekki vinsælda á mat- borði fjölskyldunnar. Ég hef auðvitað hugsað um vörumark- aðsfyrirkomulagið eins og er fyrir sunnan en aldrei áttað mig á því og segja mér margir að þetta sé leiðinda verzlunar- máti. Það hlýtur að vera al- heilbrigðast að vera réttur á því verði sem á að vera en ekki niðri á einni vöru og uppi á annari. — Ég álít, sagði Jóhann að lokum, að mikilvægast sé að maður hafi ánægju af starfinu, þá fleytir það manni langt þeg- ar upp er staðið. FV 8 1976 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.