Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 81
Hótel Esja
Veitir sérstakan afslátt yfir
vetrarmánuðina
- rætt við Steindór Ólafsson, aðst. hótelstjóra
— í vetur mun Hótel Esja
veita landsmönnum sérstakan
afslátt á hótelgistingu, sagði
Steindór Ólafsson, aðstoðar-
hótelstjóri er F.V. innti hann
eftir áætlunum varðandi gist-
ingu á koinandi vetri.
— Fólk hefur ekki gert sér
grein fyrir því, að gisting á
hóteli er ekki lengur munaður.
Fólk í nágrannabæjum Reykja-
víkur á Suðurnesjum og í Ár-
nessýslu leggur oft á sig nætur-
keyrslu heim oft í misjöfnu
veðri og slæmri færð. Þessu
fólki og fólki sem kemur til
bæjarins t.d. í verslunarerind-
um, eða í leit að tilbreytingu
ætlum við nú að bjóða sér-
stakan afslátt á gistingu í vet-
ur, sagði Steindór.
Ætlar Hótel Esja nú að bjóða
tveggja manna herbergi á kr.
2.800 fyrir nóttina og eins
manns herbergi á kr. 2.000.
Þetta er mjög lágt verð sem
hótelið býður landsmönnum
nú í vetur.
YFIR 80% NÝTING Á
GISTIRÝMI í SUMAR
í sumar hafa aðallega ’hópar
frá V-Þýskalandi og Svisg gist
hótelið, en einnig gestir, sem
hafa sótt ráðstefnur og fundar-
höld. Einnig er mikið um það,
að íþróttahópar gisti á hótel-
inu.
Sagði Steindór, að fyrst í
ágúst hefðu verið staddir hér á
landi um eina helgi sölumenn
frá norska fyrirtækinu Homes
Hjemmets Produkter, yfir tvö
hundruð manns. Þessi hópur
gisti á Hótel Esju. Þetta norska
fyrirtæki er framleiðandi og
Fjöl-
skyldu-
fólk
sækir
Esjuberg
mikið
um
helgar.
dreifingaraðili á alls konar
heimilisvörum og buðu forráða-
menn fyrirtækisins þessum
sölumönnum sínum víða að úr
Noregi hingað til lands til
kynningar á vörunum.
Nýtingin á hótelinu hefur
verið nokkuð góð það sem af
er þessu ári. Yfir 80% nýting
hefur verið á gistirými yfir
sumarmánuðina. Júnímánuður
kom best út hvað gistingu varð-
ar, en þá var 87,2% nýting á
gistirými.
Fyrri hluta árs var mun
minni gistinýting, en í fyrra að
sögn Steindórs og var það
vegna veðurfars, en einnig
hafði verkfallið í vetur mikil á-
hrif þar á. Þannig hefur nýting
í heild það sem af er árinu verið
63,5%, sem er aðeins minna en
í fyrra, en þá var nýtingin
64,0%. Hótel Esja, sem er annað
stærsta hótelið á landinu hefur
yfir að ráða 134 herbergjum.
ESJUBERG VINSÆLT
Rekstur Esjubergs hefur
gengið mjög vel, að sögn Stein-
dórs og staðurinn á alltaf vax-
andi fylgi að fagna. Sú nýlunda
að bjóða borðvín með matnum
hefur reynst mjög vel og sagði
Steindór að þessi þjónusta væri
bráðnauðsynleg til að þjóna út-
lendingum og aldrei hefði skap-
ast nein vandræði vegna þessa.
Matsalur hótelsins var áður
í litlu plássi á 9. hæð hótelsins,
og voru þar sæti fyrir um 65
manns. Hins vegar eru á Esju-
bergi sæti fyrir um 250 manns.
Á 9. hæð hótelsins er ennþá
vínbar, en stefnt er að því i
framtíðinni að koma þar upp
stórum vínbar og setustofu fyr-
ir hótelgesti.
FV 8 1976
79