Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 17
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins Verksamningar að upphæð 1600 milljónir króna gerðir í ár Helztu samningarnir um byggingu heilsugæzlustööva Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins var komið á fót, þegar eftir gildistöku laga um skipan opinberra framkvæmda, er ADþingi staðfesti árið 1970. Framkvæmdadeildin fer með yfir- stjórn verklegra framkvæmda og hefur auk þess frumkvæði um stöðl'un mannvirkja. Innkaupastofnun ríkisins annast útboð verka, en framkvæmdadeildin, sem er sjálfstæð stofnun, undirbýr samningsgerð við verktaka og annast eftirlit með framkvæmdum. Forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins er Skúli Guðmundsson, verkfræðingur, og við hann ræddi F.V. um helstu verksamninga á þessu ári. Alls hafa verið gerðir um 25 verksamningar það sem af er árinu að upphæð alls 800 millj- ónir króna. Ógerðir samningar og væntanlegir samningar eftir ný útboð, alls 10—-15 samning- ar, hljóða einnig upp á um 800 milljónir króna. Sagði Skúli, að reyindar hefði sumt af þessum væntanlegu verksamningum verið boðið út, en annað er óút- boðið. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í BYGGINGU VÍÐA UM LAND Helstu verksamningar gerð- ir á þessu ári eru um byggingu 7 heilsugæslustöðva, reyndar var hluti samninganna gerður á síðasta ári, og hljóðar þessi verksamningur upp á 169 Mkr. Þessar heilsugæslustöðvar eru á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal, Búðardal, Bolungar- vík, Dalvík, Vopnafirði, sem eiga að verða fokheldar í ár og á Höfn í Hornafirði er heilsu- gæslustöð lengra komin. Við sjúkrahúsið á Akureyri er verið að steypa upp viðbygg- ingu, sem í verða m.a. skurð- stofur og röntgendeild. Verk- samningurinn um þessa fram- kvæmd er að upphæð 142 Mkr. og sagði Skúli að óvíst væri, hvenær framkvæmdum lyki. Hins vegar hefur þegar verið tekinn notkun hluti af annarri viðbyggingu við sjúkrahúsið á Akureyri og eru þar m.a. sjúkrastofur fyrir barnadeild. Skúli Guðmundsson. Þá er einnig verið að byggja við nokkur sjúkrahús á land- inu og verður þar m.a. aðstaða fyrir heilsugæslustöðvar ásamt annarri aðstöðu. NÝ SJÚKRAHÚS OG VIÐBYGGINGAR Við sjúkrahúsið í Keflavík er verið að byrja á nýrri við- byggingu og var gerður verk- samningur um uppsteypt hús að heildarupphæð 52 Mkr. Á ísafirði er verið að hefja bygg- ingu nýs sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar og er það lang- stærsti verksamningurinn fyrir uppsteypt hús að upphæð kr. 302 Mkr. Verið er að byggja við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Sá hluti er þegar fokheldur og verður unnið áfram að innrétt- ingagerð, sem kosta mun 61 Mkr. Á Patreksfirði er nú að hefj- ast mikið verk, en það er við- bygging við sjúkrahúsið þar. Verksamningurinn er að heild- arupphæð 147 Mkr. við þessar framkvæmdir. Loks hafa verið gerðir tveir samningar að upp- hæð 89 Mkr., sem er hluti verks, um byggingu nýs sjúkra- húss á Selfossi. INNRÉTTINGAR í SKÓLA- HÚSNÆÐI Ýmsir aðrir verksamningar hafa verið gerðir, að sögn Skúla m.a. verksamningur um innréttingu húsnæðis fyrir Tækniskólann að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Er þetta mjög stórt húsnæði. Var gerður leigusamningur til 10 ára með framlengingarrétti. Verður meginhluti þessa skólahúsnæð- is tekinn í notkun nú í haust en hluti hússins var notaður sl. vetur. Einnig var gerður verksamn- ingur um innréttingu skrif- stofubyggingar Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins að Keldnaholti og hefur við- byggingin þegar verið tekin í notkun. Verksamningarnir við Tækniskólann og nýbyggingar Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins eru að upphæð 34 og 21 Mkr. Við Héraðsskólann á Reykj- um er unnið að innréttingum í nýju kennsluhúsi fyrir upphæð 50 Mkr. Þetta húsnæði verður tekið í notkun í haust og eru í því m.a. skólastofur og bóka- safn. Þá er verið að byggja skrif- stofuhúsnæði fyrir ríkissofn- anir ofan á Grensásveg 9 í Reykjavík og var þar gerðir verksamningar uppp á 91 Mkr. fokhelt húsnæði. Verður bygg- ingin fokheld á næsta ári. FV 8 1976 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.