Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 77
sem upprunalega er í A4,
stækkaSa í A3, A2 og Al. Að-
eins þarf að koma með kortið
til okkar og við framkvæmum
verkið á augnabliki.
— Hverjir eru helstu kost-
irnir við að geyma skjöl á
míkrófilmum?
— Helstu kostirnir við að
geyma skjöl og teikningar á
míkrófilmum er hinn gífurlegi
sparnaður á geymslurými, eða
allt að 90%, en eins og við
vitum eru flestar stofnanir að
springa utan af öllu pappírs-
magninu og í mörgum tilfell-
um eru heil hús notuð sem
geymslur undir skjöl o. fl., sem
með tímanum skemmast og þá
eru þau til lítils gagns. Einnig
er hægt að fá aukafilmu í ör-
yggisskyni t. d. til að geyma
í bankahólfi eða eldtraustum
skáp.
— Er sparnaður að notkun
míkrókerfis?
— Mikil hagræðing er fólgin
i því að nota míkrófilmur. Sá
tími, sem fer í að leita, hverf-
ur nær alveg og er því hægt.
að nýta kraftana til annarra og
þarfari verkefna og hlýtur slíkt
að teljast ávinningur. Það kost-
ar sama að mynda eina teikn-
ingu og ljósrit af A2. Það mikla
rými, sem farið hefur undir
skjöl og skýrslur, kostar offjár,
bæði skáparnir undir skjölin
og leiga á húsnæði undir þau
oft á tíðum. Hins vegar eru
míkrófilmurnar geymdar í þai
til gerðum skúffuskápum, sem
ekki taka mikið rými eins og
áður hefur verið drepið á.
— Hverjir hafa notfært sér
Míkróþjónustuna hér á Iandi?
— Sem dæmi má nefna, að
Verkfræðistofa Sigurðar Tlior-
oddsen er að láta mynda allt
sitt teikningasafn og sér sér hag
í því að spara þannig geymslu-
rými og komast hjá því að
kaupa geymsluskápa undir
teikningarnar, sem eru dýrari
en kostnaður við myndun, inn-
römmun og niðurröðun. Einnig
hafa Rafmagnsveitur ríkisins,
Hitaveita Reykjavíkur og
Kópavogskaupstaður séð sér
hag í því að nota þessa þjón-
ustu.
FONN
HANDKLÆÐAKASSAR
FRÁ FÖNN
SJÁLFSÖGO SÓTTVÖRN
AUGLJÓS ÞÆGINDI
VERÐ KRÓNUR 10.860 —
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR —
FV 8 1976
75