Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 46
Stykkishólmur:
Olíumalarlagning hefur tafist
vegna skertrar lánafyrirgreiðslu
Stækkun sjúkrahússins og bygging heilsugæslustöðvar í undirbúningi
— Hér miðast öll uppbygging hafnarmannvirkja við skelfiskveiðar og hugsanleg skuttogarakaup.
Hér er mjög erfitt að gera út á net og koma því skuttogarakaup mjög sterklega til greina, sagði
Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, er blaðamaður FV ræddi við hann á ferð sinni utn
Snæfellsnes fyrir skömmu.
— Nú á þessu ári var lokið
við nýjan viðlegukant, sem
breytir töluvert miklu hvað alla
aðstöðu við höfnina snertir.
Þær framkvæmdir hafa tekið
ár. Þá er fyrirhugað að stækka
og lengja steinbryggjuna.
— Skipasmíðar hafa veiið
ríkur þáttur í atvinnulífi stað-
arins og á hreppurinn tvær
brautir, sem leigðar eru til
Skipavíkur h.f. í framtíðinni er
fyrirhugað að byggja viðgerðar-
bryggju í víkinni þar sem
Skipavík er staðsett sunnan til
í kauptúninu. Þessa bryggju á
einnig að nota fyrir vöruflutn-
ingaskipin og ennfremur gert
ráð fyrir að þar verði hægt að
landa. Þetta er mjög brýnt því
á vetrum þegar kuldaköst eru,
lokast núverandi höfn af ís,
sem rekur frá Hvammsfirði.
VARANLEGT SLITLAG Á
GÖTUR
— Undirbygging gatna fyrir
varanlegt slitlag er aðall í
gatnagerð hér á þessu ári og
er áætlað að vinna fyrir 30
milljónir króna. Steyptur verð-
ur 400 m langur kafli í viðbót
við 350 m, sem fyrir eru á aðal-
götimni. Fyrirhugað er að
Sturla Böðvarsson,
sveitarstjóri.
s
leggja olíumöl á aðrar götur
Stykkishólms á næsta ári.
Aðdragandinn að lagningu
olíumalar hefur verið langur.
1974 samþykktu sveitarfélögin
á Snæfellsnesi að sameinast um
lagningu olíumalar. Sótt var um
fyrirgreiðslu til Byggðasjóðs í
sambandi við 5 ára áætlun. Við
fengum fyrirgreiðslu úr 25%
sjóði og voru þá framkvæmdir
hafnar í þeirri vissu og trú, að
aftur fengist fyrirgreiðsla í ár
til að leggja mölina. Þetta brást.
Við fengum ekkert, hvorki úr
Byggðasjóði né 25%-sjóðnum og
nú sitjum við uppi með 10.000
tonn af olíumöl, sem liggur í
haug og kemst ekki á göturnar.
Þetta sumar er nú mikið til
farið forgörðum, en það átti að
nýta vel.
En þegar þetta kom upp í
vor, að 25%-sjóðurinn brást
alveg og Byggðasjóður að
mestu, urðum við stopp.
Þarna sameinast fjögur sveit-
arfélög um aðstoð í sameigin-
legu átaki. Allt er gaumgæfi-
lega undirbúið og nægur tími
fyrir sjóðinn að fylgjast með
framkvæmdum.
Okkur finnst þetta sérstakt,
því við töldum að sótt hefði
verið um fyrirgreiðslu með góð-
um fyrirvara, sem ekki er alltaf
vanalegt, þegar sótt er um h;já
Byggðasjóði.
SKÓLAMÁL OG HÓTEL
REKSTUR
— Hér í Stykkishólmi er fé-
lagsheimili og hótel búið að
vera í byggingu í nokkuð mörg
ár. f marz á síðasta vetri var
lokið við félagsheimilið, en
44
FV 8 1976