Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 63
Samuel Ólafsson, sveitarstjóri:
Vöruflutningar til Hellisands
í algjörum ólestri
Orkumál eru vandamál, sem hamla gegn uppbyggingu iðnfyrirtækja
— Mér líst mjög vel á mig liér. Þessi staður býSur upp á mikla
mögulcika, sagði nýráðinn sveitarstjóri á Hellissandi, Samúe!
Ólafsson, en hann hóf þar störf 1. júní síðastliðinn.
— Þá á ég fyrst og fremst við mögulcikana í vinnslu sjávarafla
og þjónustu við bátaflotann, sérstaklega á sviði viðgerða.
— Það er erfitt að ímynda
sér að þessi höfn hér verði út-
undan með afla ef á annað borð
fæst einhver fiskur. Héðan er
stutt að fara á góð fiskimið og'
hér er góð löndunaraðstaða. En
það togast náttúrlega á að út-
gerðarmenn vilja láta sína báta
landa í heimahöfnum fremur en
þar sem það getur talist hag-
kvæmast.
Nú er verið að steypa þekju
á aðalhafnargarðinn í Rifi og
endurbæta siglingamerki. Hugs-
anlega verður fljótlega lögð
olíumöl á hafnarsvæðið, sem
yrði hluti af hafnarframkvæmd-
unum.
ORKUMÁLIN
— Orkumálin eru vandamál
hér, svo að ekki er gott að
skipuleggja neinn stórrekstur í
iðnaði þegar ekki er næg raf-
orka. Línurnar frá Andakíl
hafa að vísu verið styrktar og
í fyrra voru settir upp spennar
við Vegamót, en þeir eyðilögð-
ust í vetur. Á meðan þeir voru
í lagi var útkoman góð, svo nú
lagast ástandið væntanlega aft-
ur, þar sem þeir eru komnir í
lag.
SKÓLAMÁLIN OG ÖNNUK
OPINBER ÞJÓNUSTA
— Það sem fyrst og fremst
er á döfinni er að Ijúka við
sundlaug og íþróttahús, sem
Samúel Ólafsson, sveitarstjóri
á Hcllissandi. Hann tók þar við
starfi í júní síðastliðnum og
mörg úrlausnarefni biðu hans í
hinu nýja embætti.
eru í sambyggingu. Þá er næst
á dagskrá að hefja smíði skóla-
húss fyrir grunnskólastigið.
Hellissandur er í 3.-4. sæti í út-
tekt hjá Menntamálaráðuneyt-
inu yfir staði, sem búa við lé-
lega aðstöðu í skólamálum. Sem
dæmi um hversu brýnt þetta
er má nefna, að nú er kennt
í gömlu skólahúsnæði og félags-
heimilinu. Aðstaða til leikfimis-
og handavinnukennslu er nán-
ast engin þó reynt sé að halda
uppi lögboðinni kennslu í þess-
um greinum.
Heilsugæzla er í þolanlegu
ástandi eftir að vegurinn fyrir
Ólafsvíkurenni kom. Læknar
frá heilsugæzlustöðinni í Ólafs-
vík koma hingað tvisvar í viku
og hafa aðstöðu í sérstöku húsi
fyrir þá þjónustu. Einnig er hér
einn lögregluþjónn svo að lög-
gæslan er í lagi. Það stóð til að
flytja hann inn í Ólafsvík, en
af því varð ekki, sem er mikill
kostur fyrir byggðarlagið.
GATNA- OG HOLRÆSAGERÐ
OG ÖNNUR MÁL
— Það er mál málanna í
þessum byggðarlögum að losna
við malargöturnar. Það breytir
svipnum algerlega. Þörfin fyr-
ir gott holræsakerfi hér á Hell-
isssandi er mjög brýn, því rot-
þrær eru við næstum hvert hús.
f Rifi eru þessi mál í góðu lagi
enda byggðin þar nýleg.
Hér eins og annars staðar er
skortur á íbúðarhúsnæði. Eitt
af þeim verkefnum, sem eru á
dagskrá, en ekki komið í fram-
kvæmd, er bygging leiguíbúða.
Við höfum leyfi til að byggja
sex slíkar íbúðir samkvæmt
lögum um leiguíbúðir. Þetta há-
ir geysilega í sambandi við
skólamálin, því húsnæði fyrir
kennara er lélegt enda á sveit-
arfélagið ekki neitt húsnæði
fyrir þá.
Að lokum sagði Samúel að
íbúar Hellissands væru vel sett-
ir hvað snertir farþegaflutn-
inga, en vöruflutningar þangað
væru í algerum ólestri.
— Sá sem sér um flutning-
ana landleiðina annar engan
veginn öllum flutningum vest-
ur og sjóleiðina eru engar fast-
ar ferðir hingað á vegum Ríkis-
skips, sagði Samúel.
FV 8 1976
61