Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 63

Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 63
Samuel Ólafsson, sveitarstjóri: Vöruflutningar til Hellisands í algjörum ólestri Orkumál eru vandamál, sem hamla gegn uppbyggingu iðnfyrirtækja — Mér líst mjög vel á mig liér. Þessi staður býSur upp á mikla mögulcika, sagði nýráðinn sveitarstjóri á Hellissandi, Samúe! Ólafsson, en hann hóf þar störf 1. júní síðastliðinn. — Þá á ég fyrst og fremst við mögulcikana í vinnslu sjávarafla og þjónustu við bátaflotann, sérstaklega á sviði viðgerða. — Það er erfitt að ímynda sér að þessi höfn hér verði út- undan með afla ef á annað borð fæst einhver fiskur. Héðan er stutt að fara á góð fiskimið og' hér er góð löndunaraðstaða. En það togast náttúrlega á að út- gerðarmenn vilja láta sína báta landa í heimahöfnum fremur en þar sem það getur talist hag- kvæmast. Nú er verið að steypa þekju á aðalhafnargarðinn í Rifi og endurbæta siglingamerki. Hugs- anlega verður fljótlega lögð olíumöl á hafnarsvæðið, sem yrði hluti af hafnarframkvæmd- unum. ORKUMÁLIN — Orkumálin eru vandamál hér, svo að ekki er gott að skipuleggja neinn stórrekstur í iðnaði þegar ekki er næg raf- orka. Línurnar frá Andakíl hafa að vísu verið styrktar og í fyrra voru settir upp spennar við Vegamót, en þeir eyðilögð- ust í vetur. Á meðan þeir voru í lagi var útkoman góð, svo nú lagast ástandið væntanlega aft- ur, þar sem þeir eru komnir í lag. SKÓLAMÁLIN OG ÖNNUK OPINBER ÞJÓNUSTA — Það sem fyrst og fremst er á döfinni er að Ijúka við sundlaug og íþróttahús, sem Samúel Ólafsson, sveitarstjóri á Hcllissandi. Hann tók þar við starfi í júní síðastliðnum og mörg úrlausnarefni biðu hans í hinu nýja embætti. eru í sambyggingu. Þá er næst á dagskrá að hefja smíði skóla- húss fyrir grunnskólastigið. Hellissandur er í 3.-4. sæti í út- tekt hjá Menntamálaráðuneyt- inu yfir staði, sem búa við lé- lega aðstöðu í skólamálum. Sem dæmi um hversu brýnt þetta er má nefna, að nú er kennt í gömlu skólahúsnæði og félags- heimilinu. Aðstaða til leikfimis- og handavinnukennslu er nán- ast engin þó reynt sé að halda uppi lögboðinni kennslu í þess- um greinum. Heilsugæzla er í þolanlegu ástandi eftir að vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni kom. Læknar frá heilsugæzlustöðinni í Ólafs- vík koma hingað tvisvar í viku og hafa aðstöðu í sérstöku húsi fyrir þá þjónustu. Einnig er hér einn lögregluþjónn svo að lög- gæslan er í lagi. Það stóð til að flytja hann inn í Ólafsvík, en af því varð ekki, sem er mikill kostur fyrir byggðarlagið. GATNA- OG HOLRÆSAGERÐ OG ÖNNUR MÁL — Það er mál málanna í þessum byggðarlögum að losna við malargöturnar. Það breytir svipnum algerlega. Þörfin fyr- ir gott holræsakerfi hér á Hell- isssandi er mjög brýn, því rot- þrær eru við næstum hvert hús. f Rifi eru þessi mál í góðu lagi enda byggðin þar nýleg. Hér eins og annars staðar er skortur á íbúðarhúsnæði. Eitt af þeim verkefnum, sem eru á dagskrá, en ekki komið í fram- kvæmd, er bygging leiguíbúða. Við höfum leyfi til að byggja sex slíkar íbúðir samkvæmt lögum um leiguíbúðir. Þetta há- ir geysilega í sambandi við skólamálin, því húsnæði fyrir kennara er lélegt enda á sveit- arfélagið ekki neitt húsnæði fyrir þá. Að lokum sagði Samúel að íbúar Hellissands væru vel sett- ir hvað snertir farþegaflutn- inga, en vöruflutningar þangað væru í algerum ólestri. — Sá sem sér um flutning- ana landleiðina annar engan veginn öllum flutningum vest- ur og sjóleiðina eru engar fast- ar ferðir hingað á vegum Ríkis- skips, sagði Samúel. FV 8 1976 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.