Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 49
Finnur Jónsson við nýbyggingu, sem Trésmiðjan Ösp er að reisa
í Stykkishólmi.
Trésmiöjan Ösp:
Byggir leiguíbúðir
fyrir sveitarfélagið
— Við erum aðallega í
húsbyggingum og innréttinga-
smíði, en sáralítið í húsgögnum,
nema um sé að ræða einstök
afmörkuð tilboðsverkefni, sagði
Finnur Jónsson, framkvænula-
stjóri Trésmiðjunnar Ósp í
Stykkishólmi, er blaðamaður
FV leit inn á skrifstofu hans
til að afla frétta um byggingar-
málin.
— Við erum núna að byggja
fjölbýlishús, sem í eiga að vera
leiguíbúðir á vegum sveitarfc-
lagsins. Þá eru í smíðum 5 ein-
býlishús og verið að byrja á
systrahúsi fyrir klaustrið.
FV: — Er dýrt að byggja
hér?
— Já og nei, aðalkostnaður-
inn er við grunnana. Vegna
misdýpis á jarðveginum þarf
sums staðar að grafa mikið upp,
en annars staðar að sprengja.
Þá þarf að sækja uppfyllingar-
efnið langt að. Það er mjög
gott í ekki stærri bæ en Stykk-
ishólmi að hér skuli vera tvær
trésmiðjur af sömu stærð svo
ekki þurfi að sækja iðnaðar-
menn langt að. Það er húsbyggj-
endum hagstætt. Einnig er mik-
il samhjálp hjá fjölskyldum eða
meðal starfsbræðra svo hlut-
fallslega er ódýrt að byggja
hér.
FV: — Er ckki hörð sam-
keppni milli trésmiðjanna?
— Samkeppnin er sáralítil.
Það hefur verið svo yfirdrifið
að gera að báðir aðilar hafa
haft nóg. En þegar á reynir er
góð samvinna milli okkar. Við
byggðum saman félagsheimilið
og gekk það mjög vel og var
ánægjulegt. Einnig unnum við
sameiginlega við læknabústað-
inn og kirkjusökkulinn. Æski-
legasta þróunin væri að fyrir-
tækin sameinuðust um efnis-
kaup og lager, því það sparaði
báðum mikið.
FV: — Nokkuð borið á sam-
drætti hjá ykkur?
— Nei, það hefur ekki borið
á því. Húsnæðisþörfin er alltaf
fyrir hendi. Það er atvinnu-
ástandið í þjóðfélaginu sem seg-
ir til um, hvort svona fyrirtæki
þrífast. Við erum vel settir með
tæki hér og eigum gott með að
færa okkur inn úr kuldanum
og vinna á verkstæðinu.
Söluskálinn
við
Olafsbraut,
Ólafsvík
BÝÐUR:
SHELL, ESSO og
OLÍS þjónusta.
•
HJÓLBARÐASALA
(Good Year).
•
SUNACK rafgeymar.
Ýmsar bílavörur.
Allar nauðsynlegar
ferða- og ljósinynda-
vörur.
Nesti:
Pylsur — kaffi og
samlokur.
Opið frá kl. 9-23.
SÍMI 93-6212.
FV 8 1976
47