Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 91
ritvélunum er ábyrgðartíminn
tvö ár.
D ótturfyrir tæki Gísla J.
Johnsen hf. er Tækni hf. og
starfa fyrirtækin á sama stað.
Tækni hf. annast viðhald og
viðgerðir á öllum vélum sem
umboðið selur hér á landi.
í fjögur ár hefur fyrirtækið
selt ljósritunarvélar frá banda-
ríska fyrirtækinu A.B. Dick,
sem er eitt stærsta sininar teg-
undar í heiminum. Hægt er að
fá sex tegundir ljósritunarvéla.
Nýjasrta vélin er hönnuð fyrir
-------- AUGLÝSING ----------
venjulegan pappír og tekur hún
15 myndir á mínútu á svo til
hvaða pappír sem er. Vélin
tekur ljósrit af öllum gerðum
frumrita, þ.á.m. úr bókum og
einnig þrívíddar myndir. Þess-
ar vélar koma til með að kosta
um kr. 1.380.000.
Þegar er komin góð reynsla
á vélarnar erlendis og þær hafa
með tveggja ára reynslu tryggt
sér markaðsmöguleika hérlend-
is.
Offsetfjölritarar eru einnig á
boðstólum hjá Gísla J. Johnsen
hf., en þeir eru einnig fram-
leiddir af A.B. Dick í Banda-
ríkjunum. Fjölritararnir eru fá-
anlegir í þrettán mismunandi
gerðum.
Minnsta tegundin, sem Gísli
J. Johnsen hefur á lager er
borðvél sem er tæknilega mjög
fullkomin og hefur hún fengið
verðlaun á ýmsum sýningum
erlendis. Þessi vél kostar kr.
900.000. Má að lokum geta þess
að hægt er að fjölrita bréfhaus
fyrirtækisins á óskaverðan
pappír og umslög með þessum
litla fjölritara.
CORONAIVIATIC 7000 rafmagnsritvél
í tæplega tvö ár hefur SÍS
selt nýja gerð skrifstofuvéla frá
Smith Corona í Bandaríkjun-
um, en SÍS hefur haft umboð
fyrir Smith Corona vélarnar
frá því fyrir síðari heimsstyrj-
öldina. Þessi nýja vél hefur
verið nefnd Coronamatic 7000
og er frábrugðin öðrum ritvél-
um að því leyti, að venjulegur
borði cr ekki í vélinni, heldur
er í vélinni lokuð litaborða-
spóla eða kassetta.
Hægt er að skipta um litar-
borða í vélinni á örfáum sek-
úndum og mjög auðvelt er að
fjarlægja eina spólu og setja
aðra í. Coronamatic kassettur
eru einnig fáanlegar með plast-
litarbandi og er engu líkara, en
að prentað hafi verið á pappir-
inn.
Sú nýjung er einnig, að nú
hefur Smith Corona sett sér-
stakt leiðréttingarband á kass-
ettu, sem er jafn auðvelt í notk-
un og litarspólurnar. Kassett-
urnar eru með rauðum, græn-
um, bláum og svörtum litar-
böndum, sem gerir kleift að
velja þann lit er hentar best.
Óþarfi er að snúa borðanum
við, þar sem hin nýja Corona-
matic hugmynd er byggð á
einni í stað tveggja spólna fyrir
litarborða. Hver kassetta er
notuð einu sinni.
Verð á einstökum kassettum
er: Silkiborði kr. 1.356, plast-
borði kr. 1.218 og útþurkkun-
arkassettan kostar kr. 1.070.
Öll verðin eru með söluskatti.
Verð á ritvélinni sjálfri er kr.
90.880 kr. með söluskatti.
Coronamatic 7000 ritvélin er
um 9 kg. á þyngd, lítil raf-
magnsritvél. Með einu hand-
taki er pappírinn settur í. Á
henni er pappírshaldari með 8
litlum gúmmíhjólum, inn-
byggðum sem veita jafnt álag
á allan pappírinn. Valsinn er
fjarlægður með einum takka,
ef hreinsa þarf hann.
Á vélinni er on/off ljós,
þannig að engin hætta er á að
hún sé skilin eftir í gangi næt-
urlangt. Coronamatic 7000 rit-
vélin hefur fullkomna línustill-
ingu. Hún hefur færri hreyfi-
hluti, en aðrar ritvélar, vegna
þess hve mikil tækniþekking
fór í að framleiða slíka vél fyr-
ir kassettur. Eykur þetta end-
inguna.
Þessi vél hefur mjög hraða
vélritun, hægt er að vélrita á
hana allt að 180 orð á mínútu.
Leturlyklarnir eru stórir,
tölvuhannaðir og er því minni
hætta á að fingurnir renni út
af eða slái rangan lykil. Eins
árs ábyrgð er á vélinni. SÍS
er eini aðilinn hér á landi, sem
hefur á boðstólum slíkar rit-
vélar fyrir kassettur. Skrift-
vélaþjónustan, Höfðatúni 10,
Reykjavík sér um viðgerðir á
Smith Corona vélunum.
FV 8 1976
87