Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 59
Jöfcull hf. Hellissandi: Ekki hægt að bjóða aðkomu- fólki upp á sæmilega aðstöðu vegna verbúðaskorts IMauðsynlegt að byggja fiskimjölsverksmiðju á Snæfellsnesi — Útgerð hófst frá Rifi 1955 og hefur aukist síðan, þótt fiskmagnið segi ekki til um það vegna minnkandi fiskgengdar. Þá hafa hafnarframkv æmdir verið í gangi síðan. Við hér teljum, að hafnaraðstaðan sé ein sú besta og staðsetningin góð gagnvart alhliða fiskimiðum, sagði Skúli Alex- andersson, fiskverkandi á Hellissandi, í viðtali við FV. Skúli rekur Jök,ul h.f. og er með saltfisk- verkun og síldarsöltun. Skúli Alexandersson við fiskverkunarstöð sína á Hellissandi. — Vertíðin í'vetur var frekar léleg, en þó ekkert hallæri. Yfir sumarmánuðina tek ég ekki á móti fiski enda sumar og haust verið vandamál hér vegna hrá- efnisskorts. Við breiðfirðingar höfum ekki hugsað svo mikið út í skuttogaraútgerð vegna þess að við álítum að síldin myndi bjarga þessu vandamáli og að við fengjum úthlutað leyfum til síldveiða hér fyrir vestan. Þessi skoðun byggist á því að þegar síldin veiddist eins og hver vildi og allir gátu gengið í hana, þá voru breiðfirðingar stór aðili bæði í veiðum og verkun. Okk- ur þykir því súrt til þess að vita að LÍU-menn og sjávar- útvegsráðuneytið mæltu með þeirri lausn mála að aðeins eitt skip frá Breiðafirði, Skarðsvík- in, fengi að veiða í nót og sigla með aflann til heimahafn- ar. Við vonumst því til að þeir háu herrar hafi á reiðum hönd- um úrlausn á hráefnisöflun fyr- ir okkur á þessum dauða tíma. NESMJÖL H.F. — Við erum mjög illa stadd- ir hér á Snæfellsnesi að hafa enga fiskimjölsverksmiðju, sem vinnur feitan fisk. Fyrir nokkr- um árum var stofnað hlutafé- lagið Nesmjöl, sem hefur það markmið að hrinda þessu verk- efni í framkvæmd. Meðan slík verksmiðja er ekki fyrir hendi er ekki hægt að vinna úrgang úr karfa, síld og sérstaklega loðnu, en núna er fundið loðnu- svæði út af Vestfjörðum. Þetta er geysimikil fjárfesting og við hér á Nesinu höfum ekki fjár- hagslegt bolmagn í slíka fram- kvæmd. Því höfum við fengið þingmenn Vesturlandskjördæm- is til að bera fram á Alþingi tillögu um að Síldarverksmiðj- ur ríkisins byggi hér verk- smiðju. Samþykkt var að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyr- ir framgangi málsins. Og vænt- um við þess að ekki líði á löngu að eitthvað gerist í málinu. VERBÚÐASKORTUR — Hér er verulegur kraft.ur í sjávarútvegi á vetrum ug kemur þá mikið af aðkomufólki og bátum. Staðurinn er hins vegar alveg laus við að geta boðið þessu fólki upp á sæmi- lega aðstöðu. Fyrir 2 árum voru ráðgerðar heilmiklar fram- kvæmdir, til að leysa þetta vandamál og reisa verbúð. Við báðum Fiskveiðasjóð og Lands- bankann, sem er okkar við- skiptabanki, um fyrirgreiðslu. Við unnum málið mjög vel í hendurnar á þessum aðilum cg gerðum fullkomna áætlun um kostnað og þar að auki öfluðum við verulegs fjármagns hér heima. Við teljum að aðrir að- ilar hafi ekki staðið betur að þessum málum en gert var frá okkar hendi. Þrátt fyrir þetta höfnuðu þessar stofnanir allri lánafyrirgreiðslu til þessara framkvæmda og rökin voiu fyrst og fremst þau að bygg- ingin væri of fín fyrir þessa stétt manna. FV 8 1976 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.