Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 73
Kexverksmiðjan Frón hf.:
1400 tonn af kexi á ári
- nýjar tegundir senn á markaðinn
inum síðan. Haustið 1974 flutti
Verslun O. Ellingsen í nýtt
og glæsilegt húsnæði í Ána-
naustum við Grandagarð með
veiðarfæradeild sína, og vorið
1975 var öll starfsemi flutt í
þetta nýja húsnæði, sem er nú
enn á ný á aðalathafnasvæði
veiðiflotans.
6000 vörutegundir.
Nýja verslunin er mjög rúm-
góð, alls um 1200 m2, en þar
eru einnig skrifstofur, stór
vörugeymsla og lager. Að sögn
Othars er reynt að hafa jafnan
um 6000 vörutegundir á boð-
stólum í versluninni. Eru flutt-
ar inn vörur frá yfir 250 er-
lendum aðilum frá yfir 20 lönd-
um. Mikið er flutt af vörum frá
Englandi og Noregi. Einnig
selur verslunin vörur frá um
80 innlendum framleiðendum.
Viðskiptavinir verslunarinn-
ar eru ekki eingöngu úr
Reykjavík, heldur út um allt
land, og hafa útgerðarfyrirtæki
og einstaklingar úti á landi æt-
íð átt mikil viðskipti við Versl-
un O. Ellingsen.
Sagði Othar, að verslunin
fylgdist vel með öllum nýjung-
um á sviði útgerðar- og veiði-
tækni og reynt væri að hafa
þær á boðstólum.
Stöðugt þarf að hugsa fram í
tímann.
Othar sagði, að gífurleg bylt-
ing hefði orðið á veiðitækni og
á öllum útgerðarvörum frá því
að verslunin tók til starfa.
Þróunin er ör og sagði hann, að
nú ættu margir innflytjendur
við erfiðleika að etja, því stöð-
ugt þyrfti að hugsa langt fram
í tímann þegar innkaup eru
skipulögð og innflytjendur
þurfa að velta hverri krónu
fyrir sér á þessum verðbólgu-
tímum er erlendar vörur væru
sífellt að hækka, en kaupmátt-
ur íslensku krónunnar að
minnka.
Hjá Verslun O. Ellingsen
starfa um 30 manns og hafa 9
starfsmenn starfað við verslun-
ina í 30 ár eða meira.
Kexverksmiðjan Frón hf. tók
nýlega í notkun nýja bökunar-
vélasamstæðu, sem eykur mjög
afköst og sjálfvirkni í rekstrin-
um. Frón getur framleitt 'um
1400 tonn af kexi á ári með
fullri nýtingu á nýju lækjun-
um. Á síðasta ári framleiddi
Frón 360 tonn. í júnímánuði
sl. nam framleiðslan 70 tonn-
um.
Magnús Ingimundarson er
forstjóri Kexverksmiðjunnar
Frón og við hann ræddi F. V.
um stanfsemi kexverksmiðjunn-
ar, en nú eru rétt 50 ár liðin
frá stofnun fyrirtækisins.
í Frón eru framleiddar 4
tegundir af mjólkur- og matar-
kexi, café noir súkkulaðikex,
maríukex með og án súkkulaðis
og þunnar smjörkexkökur, svo-
kallað „petit beurre“ kex.
19,1 tonn fyrsta árið.
Stofnenidur Kexverksmiðj-
unnar Frón voru: Eggert
Kristjánsson, stórkaupmaður,
Jón Laxdal, tónskáld og kaup-
maður, Ágúst Jóhannsson bak-
ari og Hjörtur Ingþórsson.
Hófst framleiðslan seint á ár-
inu 1926 og var verksmiðjan þá
til húsa í Betaníu við Laufás-
veg. 1927 framleiddi verk-
smiðjan 19,1 tonn af kexi. Af-
köstin jukust og árið 1930
voru framleidd 33,5 tonn af
kexi.
Árið 1931 fluttist starfsemin
á Grettisgötuna í Reykjavík
og var reksturinn þá endur-
skipulagður. Síðan 1936 hefur
Frón starfað í eigin húsnæði á
þremur hæðum að Skúlagötu
28, Reykjavík. Eftir þetta fór
framleiðslan að aukast og
Magnús Ingimundarson forstjóri t.h. ásamt framleiðanda bökun
arvélasamstæðunnar.
FV 8 1976
71