Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 51

Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 51
Guftmundur Runólfsson í Grundarfirði Gerir út skuttogara ásamt sex sonum sínum og frænda lUikil lyftistöng fyrir byggftarlagift aft fá togarann og enginn vandkvæfti að hagnýta sér kosti hans — Ég hef verið í útgerð síðan 1947, en þá fékk ég fyrsta bátinn, Runólf SH 135. Hann var byggður í Neskaupstað og var 39 tonn og þótti þá bæði of stór og of dýr, en hann átti að kosta 365.000 krón'ur. Og flaut hann varla við bryggjumar, því þær voru svo litlar. Þannig fórust Guðmundi Runólfssyni útgerðarmanni í Grundarfirði orð, er hann rifj- aði upp sín fyrstu ár í útgerð, þegar blaðamaður FV rabbaði við hann fyrir skömmu. Guð- mundur hefur gert út marga báta síðan, en nú gerir hann út skuttogarann Runólf SH 135 ásamt sex sonum sínum og frænda. — Það var mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið að fá togar- ann og engin vandkvæði að hagnýta sér kosti hans, þar sem hér er það margt fólk. Það hef- ur komið tvisvar fyrir að þurft hefur að keyra hluta aflans út í Ólafsvík, vegna þess að mik- ið af fiski hefur borist á land. Það er mjög sjaldgæft að byggðarlagið ráði ekki við að vinna aflann, sem skiptist milli þriggja fiskverkenda. ENGINN BARNALEIKUR — Þetta var enginn barna- leikur í byrjun, því það er eins- dæmi í útgerð hér á landi að einstaklingar ráðist í svona tog- arakaup án þess að frystihús eða bæijarfélag stæði á bak við. Og verð ég að segja það að mér finnst að útverðir einstaklings- framtaksins hafi brugðist, því þeir hafa margir reynt að bregða fyrir okkur fæti. Guðmundur Runólfsson, út- gerðarmaður ásamt Kristjáni syni sínum, sem er stýrimaður á Runólfi. Við erum vakandi yfir skip- inu allan tímann meðan það er við bryggju svo að ekki hefur farið klukkutími til spillis frá veiðum og eins er vakað yfir öllu um borð. 50% af áhöfninni eru eigendur, það er að segja synir mínir og frændi, svo sá þáttur útgerð- arinnar er í góðum höndum og hinn hluti áhafnarinnar er fram úr skarandi góður og sam- stilltur hópur. Þeir eru allir Grundfirðingar enda engin vandræði að manna skipið héð- an. ENGIN ÚTGERÐARLÁN — Skipið virðist klára sig af daglegum rekstri og veru- legum hluta vaxta og afborg- ana, en þó ber að gæta, að ekkert hefur komið fyrir. Tap og afskriftir standast á. Útgerð þessa skips er einstök þar sem ekki hafa komið til nein út- gerðarlán eða fyrirgreiðslur frá bönkum. Það blessaðist aldrei til lengdar að skip hafi ekki fyrir fyrningum þar sem þessi skip fyrnast fljótt vegna mikils vinnuálags. Allir hlutir í skipinu vinna með 70-80% álagi og kólna eiginlega aldrei. Þá má geta þess að við tók- um upp þann hátt að hver túr reiknast sem úthald. Það þýðir að búið er að gera túrinn á undan upp við áhöfnina næst þegar hún kemur í land. Öll þeirra gjöld greidd og kaupið komið á þeirra bankareikning og þeir þurfa aðeins að koma hingað á skrifstofuna og skrifa undir þar til gert uppgjörsform. Að lokum sagði Guðmundur, að þá þrjá mánuði, sem togar- inn er leigður Hafrannsóknar- stofnuninni til tilraunavedða á kolmunna, væri leigan miðuð við aflamagn þeirra togara, sem höfðu sama afla og Runólfur, áður en kolmunnaveiðarnar hófust. SklPTII) VIÐ VKKAR SPARISJÓÐUR EYRARSVEITAR EIGIIM STOFIXiAMIR HRANNARSTÍG 5, GRUNDARFIRÐI. SÍMI 93-8695. FV 8 1976 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.