Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 97
AUGLÝSING
ar. í öllum tilfellum nægir iþeg-
ar aukahluta er óskað að koma
þeim fyrir í miðstöð tækisins,
eins og svarta örin á með-
fylgjandi mynd sýnir.
Það þarf meira til en kristals-
kúlu, þegar stjórnendur fyrir-
tækja ráðgera fram í tímann.
Athugull stjórnandi gerir frek-
ar ráð fyrir, að fyrirtækið færi
út kvíarnar, heldur en að draga
saman seglin. Þess vegna er
hugsunin á bak við RING
MASTER innanhússkallkerfið
þannig að mjög auðvelt er að
bæta við númerum, samtals-
rásum eða aukabúnaði við kerf-
ið.
Sjóvá, Hekla h.f., Flugleiðir,
Hótel Saga, Hótel Esja og marg-
ir aðrir hafa keypt þessi tæki
og hafa þau reynst mjög vel.
Tíu númera stöð fcostar ca.
kr. 488.000 með 10 RING
MASTER tækjum.
ORKA HF:
REMINGTOIM skjalaskápar
Orka lif., Laugavegi 178
Reykjavík hefur haft 'umboð
fyrir Remington vörur í 25 ár,
en Remington er f jölþjóðafyrir-
tæki með framleiðslu í Banda-
ríkjunum, Englandi, Svíþjóð og
Þýskalandi m.a.
Remington skjalaskápana er
hægt að fá eldtrausta og venju-
lega með tveim, þrem, frjórum
eða fimm skúffum. Skáparnir
eru með spj aldskrárkerfi; vel
útbúnu, og röðunarkerfi og þess
háttar búnaður er fáanlegur
með skúffunum.
Remington peningaskápamir
em eldtraustir og þjófheldir og
em til í þremur gæðaflokkum.
Þá selur Orka hf. einnig svo-
kallaðar flettiskrár (Cardex)
sem eru notaðar sem lager-
spjaldskrár og persónuspjald-
skrár fyrir fyrirtæki og stofn-
anir.
Oika hf. hefur einnig fyrir-
liggjandi Ijósritunarvél frá
Remington, mjög ódýra aðeins
á 330 þúsund kr. Hún getur
tekið ljósrit allt upp í A3 og
ljósritar bæði blöð og bækur.
Vélin er mjög einföld og auð-
veld í notkun og getur tekið
allt að 12 ljósrit á mínútu.
FV 8 1976
93