Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 101
— Þjónn. Það er fluga í súp-
unm minni.
— Ekki lengur, góði. Sérðu
ekki köngulóna á borðdúknum.
— Þjónn. Það er ekki hægt
að borða þessa súpu.
— Afhverju. Er hún ekki
nógu sölt?
— Nei. Það vantar skeið.
— Ég er fædd'ur í Reykjavík
en gekk í skóla á Akureyri.
— Þetta hefur verið rokna
leið hjá þér í skólann.
— • —
Villi datt og fótbrotmaði. Þeg-
ar hann kom aftur á vinnustað
að átta vikum liðnum, spurði
félagi hans:
— Goturðu hlaupið eins og
áður?
— Já og miklu betur.
— Virkilega? Þá myndi ég
mæla með hauskúpubroti næst
þegar þú dettur.
Palli spurði vin sinn:
— Afhverju gengurðu alltaf
út að glugganum þegar konan
þín er að syngja?
— Til þess að nágrannarnir
sjái að ég er ekki að berja
hana.
Gunna sat við sjúkrabeð
mannsins síns, mjög rauna-
mædd. — Æ, Jónas minn,
sagði hún og stundi þungt. —
Þegar ég hugsa um hvað lækn-
irinn sagði um batavonir þínar
liggur við að ég hætti að prjóna
nýju lopapeysuna handa þér.
— • —
Roskinn stjórnarerindreki
var á ferðalagi með einkaritara
sínum. Þau fóru til Parísar og
þegar þangað kom spurði liann,
hvort hún vildi heldur fara
heim á hótel eða fara 'upp í
Eiffclturninn.
— Förum heldur heim á
hótel núna. Eiffelturninn stend-
ur enn á morgun.
— • —
— Þér viðurkennið sem sé að
hafa brotizt inn í sportvöru-
— Nú skil ég afhverju forstjóraskrifborðin eru alltaf svona stór.
verzlunina og stolið þaðan
byssu?, spurði dómarinn hinn
ákærða.
— Já. Ég ætlaði að skjóta
mig.
— Það var skrítið. Afhverju
selduð þér þá byssuna strax
næsta dag?
— Ég fattaði þá að mig vant-
aði peninga fyrir skotum.
— • —
Olíukóngurinn hafði sótt um
skilnað frá konu sinni, sem
hafði haldið fram hjá honum.
— Hverjar eru ástæður skiln-
aðarbeiðninnar?, spurði dómar-
inn.
— Samningsrof, svaraði olíu-
kóngurinn.
— Heyrið þér nú, sagði dóm-
arinn. Þér getið ekki ætlazt til
að eiga konuna eins og hún
væri fasteign.
— Kannski ekki, sagði mað-
urinn. En ég átti þó allavega
einkarétt til borana.
Ástarlífið er meðal þess fáa,
þar sem menin harma það ekki
að þurfa að byrja ofan frá og
vinna sig niður í botn.
FV 8 1976
97