Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 72
Fyrirtaeki, framleiðsla
Verslun O. Ellingsen:
Elsta veiðarfæraverslun landsins
- 6000 vörutegundir í versluninni
Verslun O. Ellingsen hefur
nú starfað í Reykjavík í 60 ár.
Óhætt er að fullyrða, að hún
er stærsta og elsta veiðarfæra-
verslun landsins í dag. Jafnan
hefur verið kappkostað að hafa
á boðstólum allan nauðsynleg-
an útbúnað fyrir útgerðina, svo
og ýmsar vélanauðsynjar, alls
kyns verkfæri, málningarvörur
og vinnufatnað fyrir sjómenn
og verkamenn.
í tilefni af 60 ára starfsaf-
mæli verslunarinnar ræddi F.
V. við forstjóra fyrirtækisins
Othar Ellingsen yngri, en hann
hefur stjórnað rekstri verslun-
arinnar allt frá því er stofnand-
inn faðir hans, Othar Ellingsen
eldri lést árið 1936.
Byrjaði í Kolasundi.
Othar Ellingsen eldri fluttist
hingað til lands frá Noregi
ásamt konu sinni árið 1903 til
að taka við starfi forstjóra
Slippfélags Reykjavíkur.
Gegndi hann því starfi þar til
1916, er hann stofnsetti sér-
verslun sína með veiðarfæri og
útgerðarvörur, ásamt málninga-
vörum. Var verslunin fyrst til
húsa í Kolasundi í Reykjavík.
Vegur verslunarinnar óx og
brátt voru viðskiptavinir versl-
unarinnar hvaðanæva að af
landinu og einnig átti Elling-
sen viðskipti við erlendar þjóð-
ir m. a. Færeyinga, um árabil
og einnig Frakka og Norð-
menn.
Árið eftir að verslunin tók til
starfa fluttist starfsemin í nýtt
húsnæði við Hafnarstræti í
Reykjavík, beint upp af stein-
bryggjunni, sem þá var mið-
depill athafnasvæðis við höfn-
ina. í tæplega 60 ár var Versl-
un O. Ellingsen i Hafnarstræt-
inu, en árið 1956 bættist versl-
uninni við húsnæði á horni
Tryggvagötu og Pósthússtrætis
og voru veiðarfæri og vinnu-
fatnaður seld þar. Vegna
þrengsla varð verslunin að
dreifa vörugeymslum sínum
víðs vegar um bæinn.
Á aðalathafnasvæði veiðiflot-
ans.
Ellingsen stjórnaði verslun
sinni af miklum dugnaði og at-
orkusemi allt til dauðadags í
janúar 1936. Eftir lát hans var
fyrirtækinu breytt í hlutafélag
og tók þá sonur hans Othar
Ellingsen yngri við stjórninni,
og hefur hann stjórnað rekstr-
70
FV 8 1976